Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Síða 73
Viö Steinunn byrjuóum saman í ágúst 2003, en stuttu síðar fór ég ein
í heimsókn til strákanna og ræddi möguleikann viö þá. Viö Steinunn
vorum svo nýbyrjaðar saman að hún hafði ekki enn kynnst strákunum,
en ég fór til þeirra til að panta þá, ef af þessu yrði seinna meir. Ég vildi
ekki setja sérstaka pressu á Steinunni eða samband okkar, enda var
það ekki tímabært. Ég sagði strákunum að ég væri bara að hugsa til
framtíöar, þeir þyrftu alls ekki að svara þessu strax. Við ræddum ekki
einu sinni hvor þeirra yrði líffræðilegur faðir.“
Þorsteini leist strax mjög vel á hugmyndina, en Orri segist hafa haft
ýmsar efasemdir. „Ég var logandi hræddur, satt best að segja. Ég var
mjög sáttur viö líf okkar Þorsteins, vió höfðum frelsi til að gera allt sem
okkur datt í hug og mér fannst að barn hlyti að hefta okkur ógurlega.
Við Þorsteinn höfðum að vísu rætt aöeins um möguleikann á að verða
pabbar, en það virtist alveg út úr myndinni. Mér leist ekkert allt of vel á
þetta, þótt Þorsteinn væri spenntur. I raun hurfu efasemdir mínar ekki
endanlega fyrr en Reynir Björn fæddist."
Þegar Kolbrún og Steinunn höfðu verið saman um tíma töluóu þær um
barneignir og Steinunni leist vel á aó leita til Þorsteins og Orra. „Ég
vissi að ég yrði að gera eitthvað í málunum fyrr en síðar, ef ég ætlaði aö
eignast barn, enda var ég þá komin yfir þrítugt," segir hún.
//Ekki stjúpættleiðing
Þau hittust margoft og ræddu málin, því þau vildu undirbúa allt vel og
vandlega. Stærsta málið var hvort Kolbrún ætti aö stjúpættleiða barnið,
eftir að Steinunn fæddi það. Þær höfðu alltaf gengið út frá að svo yrói, en
Þorsteinn tók það ekki í mál og Orri var sammála honum. „Við Þorsteinn
vorum sammála um að ef Kolbrún stjúpættleiddi barnið værum við að
gefa þau skilaboö aö við vildum sem minnst af því vita,“ segir Orri og
Þorsteinn bætir við að hann hafi ekki getaö hugsað sér að verða faöir
barns, en hafa ekki forræói þess.
Steinunn segir að þær Kolbrún hafi fljótlega komist á sömu skoðun,
enda væri þessi afstaða pabbanna mjög skiljanleg. Þær sögðu hins
vegar að þessi ákvörðun þeirra hefði sætt töluverðri gagnrýni, til dæmis
hefðu aðrar lesbíur í staðfestri samvist sumar átt mjög erfitt með að
skilja að Kolbrún skyldi samþykkja þetta. „Ábyrgð okkar gagnvart syni
okkar er mikil," segir Kolbrún. „Við látum hans hagsmuni ráða og satt
best að segja er þetta fyrirkomulag sanngjarnast. Sanngirni er lykilorðið,
þegar fjórir einstaklingar þurfa að taka ákvörðun um hagsmuni eins
barns. Við fórum þessa leið af því að við vildum að sonur okkar þekkti
uppruna sinn, svo það var ósköp eðlilegt að Þorsteinn væri skráður faóir
hans og hefði forræðiö með Steinunni."
Þau voru svo forsjál, að þau ákváðu með árs fyrirvara hvenær þau myndu
fyrst reyna að geta barn. „í maí 2006 byrjuöum við að reyna og ég var
orðin ólétt í desember sama ár,“ segir Steinunn. „Þetta gekk allt saman
vel, en að vísu átti ég pantaðan tíma á Art Medica, sem framkvæmir
tæknifrjóvganir, daginn eftir að ég uppgötvaöi að ég var ólétt. Ég ætlaði
bara að kanna hvort ekki væri allt í lagi, en við höfðum ekki tekið neina
ákvörðun um næstu skref, ef þetta hefði ekki gengið."
Þegar Steinunn var komin langt á leið héldu foreldrarnir fjórir boð fyrir afa
og ömmur. Stofan fylltist, því þarna mættu foreldrar Þorsteins og foreldrar
Orra, foreldrar Steinunnar, mamma Kolbrúnar og pabbi og stjúpa hennar.
Alls níu manns, sem allir áttu tilkall til litla drengsins. „Þau eru öll alsæl
með þetta," segja fjórmenningarnir,
Fjöldinn í afa- og ömmuveislunni varvísbending um það sem koma skyldi,
því á jólunum fékk litli guttinn, rétt rúmlega fjögurra mánaða gamall, yfir
þrjátíu pakka og fleiri en eina gjöf í hverjum. Foreldrarnir reyna þó að
skipta dótinu aðeins, það sem fjölskyldur Orra og Þorsteins gefa er á
heimili þeirra, en annað á heimilí Kolbrúnar og Steinunnar. Seinna meir
fær Reynir Björn eigið herbergi á heimili pabba sinna, enda verður hann
þar með annan fótinn eftir að brjóstagjöf sleppir. Núna er töluvert langt
á milli foreldranna, þeir búa í Norðurmýrinni en þær í Grafarvogi. Þau
reikna með að færa heimilin nær þegar líður aö skólagöngu sonarins, en
viðurkenna að þetta sé líklega eina atriðið sem þau hafi ekki samið um.
Það verður leyst af sanngirni, með hagsmuni Reynis Björns í huga, eins og
annað.
//Uppnám hjá sýslumanni
Þegar Reynir Björn fæddist var gengið frá sameiginlegu forræði Þorsteins
og Steinunnar. Það var reyndar fremur skondin uppákoma, því þau fóru
til sýslumanns til að ganga formlega frá öllu saman. Þar spurði kona
þau hvort þau væru í sambúð, en þau neituðu. Hún ítrekaði spurningu
sína skömmu síðar og horfði stíft á giftingarhringinn á fingri Steinunnar.
Þau neituðu aftur, en skýrðu svo málið. Hann væri sem sagt í staöfestri
samvist meö öðrum karlmanni, en hún í staðfestri samvist með annarri
konu. Þá varð uppi fótur ogfit, konan taldi að Kolbrún hlyti aö veröa skráð
foreldri drengsins fyrst hann fæddist í staöfestri samvist og málinu var
vísaö til dómsmálaráðuneytisins. Þá hafði lögum nýlega verið breytt á
þann veg að lesbíur gætu farið í tæknifrjóvgun hér á landi og ef þær gerðu
það, þá var maki þeirra skráður foreldri barnsins sem þær eignuðust.
í tilfelli fjórmenninganna var málum öðruvísi háttað, þetta var ekki
tæknifrjóvgun og það lék enginn vafi á hverværi pabbinn. Þorsteinn var
loksformlega skráðurfaðir, með sameiginlegt forræði með móður.
Litli strákurinn þeirra var ekki skírður, en séra Auður Eir kom heim til þeirra
og blessaði hann og þau öll þegar hann var nefndur. „Við ákváöum að
vera bara fjögur með strákinn. Við ætluðum fyrst að bjóða til veislu, en
þegar við höfðum öll taliö upp okkar nánustu þá var hópurinn kominn vel
yfir 50 manns og við sáum fram á að þurfa að leigja sal úti í bæ. Þetta
er kannski eini gallinn, að nánustu ættingjar eru svo margir, en um leiö
er það auðvitað einn stærsti kosturinn. Við tókum upp myndband fyrir
ömmur og afa, en fórum svo fjögur saman út aö borða um kvöldiö. Eða
fimm, öllu heldur, því Reynir Björn var auðvitað heiðursgesturinn."
Þótt Orri haldi því enn fram að hann fari á taugum, ef hann þarf að sinna
smábarni, þá segja þau hin að það sé alrangt. Orri hafi til dæmis sagt að
hann gæti ekki snert á barninu fyrr en það væri orðið nokkurra mánaða
gamalt og ekki jafn viðkvæmt og fyrst eftir fæðingu, en samt hafi hann
verið kominn með drenginn í fangið nokkrum tímum eftirfæðingu.
//Rauðhærðir þríburar?
Steinunn segir að þær Kolbrún hafi fengið endanlega staðfestingu á
pabbavalinu þegar þærfóru í giftingu Þorsteins og Orra sumarið 2006.
„Bræðrabörn Orra voru í giftingunni og þegarvið sáum þá með þessum
litlu krökkum var augljóst hvað þeir eru miklir barnakallar. Litlu systur
Kolbrúnar dýrka þá og vita enga menn skemmtilegri. Við völdum réttu
náungana, það er enginn vafi. Og eru ekki bara hrein forréttindi að eiga
tvær mömmur og tvo pabba?"
Þær Kolbrún og Steinunn vilja eignast fleiri börn og Kolbrún ætlar að
ganga með næsta barn. Eða börn, ef henni verður að ósk sinni. „Ég hef
alltaf viljað eignast mörg börn og vil gjarnan eignast rauðhærða þríbura
næst!" segir hún.
73