Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Síða 77
tilfinningar vakna einmitt þegar köid kveðjustundin er óumflýjanleg:
Mig langar til að hátta hann aftur í þögn. En hann stendur kyrr. Þá vík ég frá
honum og hann brosir og ég til hans. Jafn skjótt er hann farinn. Þá segi ég
við mig í huganum: Ástin er skítur, vinur minn, hún er alger skítur.
Þá verður einnig að nefna smásagnasafn Guðbergs, Hinsegin sögur, sem
kom út 1984 og var einhver róttækasta tilraun til hinsegin bókmennta
sem þá hafði sést ð íslandi. Fyrsta sagan, „Hanaslagur hommanna"
lýsir tveimur ungum og bráðmyndarlegum hommum sem eru einstaklega
karlmannlegir og vekja aðdáun beggja kynja. En þeir eru þeim undrum
gæddir aö vera báðir „tvítóla", og bæði tólin eru staðsett „uppi á brjóstinu
á hommunum.“ Þetta hefur m.a. það í för með sér að þegar hommarnir
gera það á almenningsfæri heldur fólk að þar séu„einhverjir karlmenn
með bera bringu að berja saman brjóstkössum fullum af hreysti og
heljarmennsku," þ.e.a.s. tveir karlar í hanaslag. Allar sögurnar fjalla um
furðuhluti ð borð við þessa, og undirstrika hver á sinn hátt það sjónarhorn
höfundarins að í frávikinu, afbrígðileikanum, því sem heimurinn sér sem
vansköpun, er fólginn sjálfur lífskrafturinn.
//Nýjustu skáldverkin
Á undanförnum árum hefur hægt og sígandi bæst í hóp hinsegin
bókmennta á íslandi. Ljóðabók Ingunnar Snædal, Guðlausir menn kom
út 2006 og hlaut frábærar viðtökur. Þð hefur nokkuð verið um aó íslensk
leikrit taki á samkynhneigð með einhverjum hætti. Leikrít Kristínar
Ómarsdóttur, Ástarsaga 3, var sýnt í Borgarleikhúsinu 1997. í stuttu máli
fjallar það um tvo karla sem æfa leikrit um tvo samkynhneigða karlmenn
sem eru í lautarferó í Öskjuhlíðinni. Þriðji karlmaðurinn í verkinu er síðan
sögumaður sem bregður sér í hin ýmsu hlutverk, og má segja að hann sé
holdtekja viðtekinna hugmynda um samkynhneigða og um leið eins konar
tengiliður milli paranna tveggja og milli ðhorfenda og leikverksins.
Leikrit Hðvars Sigurjónssonar, Pabbastrákur, var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu
2003 ogvakti sömuleiðis nokkrar umræðurí þjóðfélaginu, Persónur
leikritsins eru hjón, samkynhneigður sonur þeirra og kærasti hans.
Faðirinn hefur bundið miklar vonir við einkasoninn en þegar hann
segist vera samkynhneigður verður pabbinn fyrir miklu áfalli. Vió tekur
örvæntingarfull leit föðurins að sjálfum sér og tilraunir til að nálgast
soninn aftur. Bæði þessi leikverk urðu hvatinn að miklum umræðum í
þjóðfélaginu, voru sýnd fyrir skólahópa og bryddað var upp á þeirri nýjung
að hafa umræður í lok sýningar þar sem áhorfendur gátu látið í Ijós
skoöun sína og tekist á við fordómana ef einhverjir voru.
Það segir mikið um breytta tíma að þau skáldverk sem komið hafa út
síðustu ár og fjallað um samkynhneigð hafa öll fengið góðar viðtökur
og verið tilnefnd til verðlauna. Sú kvalda ást sem hugarfylgsnin
geyma, Dyrnar þröngu og Z: Ástarsaga voru allar tilnefndar til
íslensku bókmenntaverðlaunanna, og Ingunn Snædal hlaut hlaut
bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2006 fyrir Ijóðabók sína.
Ástarsaga 3 var tilnefnd til Norrænu leíklistarverðlaunanna 1998 og
Hávar Sigurjónsson var tilnefndur til Grímunnar 2004 sem leikskáld
ársins fyrir Pabbastrák. Allt sýnir þetta hversu mikið hefur miðað fram
á við síðustu tvo áratugi. Samkynhneigóir eiga ekki bara eina rödd
heldur margar, sem lýsa upplifun þeirra, skoðunum og lífsreynslu á
margbreytilegan og litríkan hátt. Þögnin hefur verið rofin, og þar átti
penninn stóran hlut aö máli.