Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Síða 78

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Síða 78
SAGAN SLITROTTA Spjallað við Þorvald Kristinsson Þorvaldur Kristinsson bókmenntafræóingur er einn af brautryöjendunum í starfi Samtakanna '78 og flestum fróöari um bókmenntir og samkyn-hneigö í íslensku samhengi. í skýrslu nefndar um málefni samkynhneigöra, sem skipuö var árið 1993 til aö kanna stöðu samkynheigðra ð íslandi, skrifaði Þorvaldur meðal annars sérstaka úttekt á fslenskum hinsegin bókmenntum sem ruddi brautina fyrir fræðimenn sem hafa kynnt sér þau mál síðar. Þorvaldur segir hinsegin bókmenntasögu íslendinga sfðustu áratugi vera afar slitrótta. „Lengi fannst mér eins og okkur hefði mistekist að rækta þennan þátt menningarinnar. En þegar ég lít til annarra smáþjóöa þá efast ég um að þetta sé neitt til að furöa sig á. í raun endurspeglar þetta bara hvað staöa okkar hefur lengst af verið veik í íslensku samfélagi. Samkynhneigðir standa á jaðrinum og okkur er ekki eiginiegt aö tjá okkur um reynslu okkar og veruleika á opinberum vettvangi nema sérstaklega sé eftir því leitað. Við höfum lengst af verið of fá og smá til að skapa samfellda hinsegin tjáningarhefð." Þorvaldur bendir á að hommar og lesbíur hafi til dæmis misst af lestinni þegar sjálfsævisögur og endurminningabækur áttu sitt blóma-skeið á 8. áratugnum. „Á þeim tíma hafði enginn samkynhneigður fslendingur burði til að miðla reynslu sinni á þeim nótum. Þarna vantar eitthvað í okkar bókmenntasögu, og ég held aö slíkar bókmenntir hefðu gert líf okkar betra og dýpra. Meö því aö umrita minningar í skáldskap er hægt að segja sannleika sem engin leið er að koma á framfæri annars staðar. Að vissu leyti komu samt tímaritin í staðinn fyrir endurminningasögurnar. Það var töluvert um það aö glanstímarit sæktust eftir samkynhneigðum í viðtöl einmitt á þeim árum þegar við vorum aö skríða út úr holunum, hommar og lesbíur á íslandi. Þetta voru viðtöl við alls kyns fólk úr öllum stigum þjóófélagsins og þau þjónuðu merkilegum tilgangi sem enginn hefur ennþá rannsakað og metið, sennilega vegna þess að fólk hneigist ti! að líta niður á þetta tjáningarform og telja það ómerkilegra en aðra tjáningu. En viómælendurnir hlífðu sér hvergi og vió urðum smám saman sýnilegri með þessum viðtölum. Það hvernig við lifðum okkar lífi var ekki lengur tabú. Og nú, nokkrum áratugum síðar, eigum við íslendingar hinsegin skáldverk sem hver heimsþjóð gæti verið stolt af.“ Böövar Björnsson LOLLÍPOPPARINN (BROT) 3 í húminu bláa ég held af stað öll kvöld til hans með munninn fullan af orðum ég verð að fara að finna gæjann minn farát af ást eins og sjeikspír forðum ég klíf húsveggi og klifra uppí tré til að komast innum gluggann hjá honum hann hvíslar: „uss ekki hér inni bara einn feill og við fokkum öllum vonum" við afklæðum hvor annan slómó ofsafengnir eins og börn með jólapakka þegar innihaldið birtist ýlfrum við kæft einsog smástrákar að fá sér fyrst að smakka 4 en nú ertu farinn að fullu og öllu og frávita ég er af sorg ráfa á milli herbergja úr einu í annað í annarlegri íbúð í framandi borg og allskonar hluti sem þú áttir þá finn ég einsog tildæmis penna og slitinn bol með þetta allt í höndunum húkkast ég á hóplausar vangaveltur sem sprengja mitt þol það er líkast því sem auðnin sé í öllu og ekkert sé í raun og veru til nema minningar sem mylja mig allan mélinu smærra en gera þó engu skil Tekið úr Ijóðabókinni Dagbók Önnu Frík Sem kom út 1993
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78
https://timarit.is/publication/1493

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.