Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Blaðsíða 79
//Orteftirpöntun
„Öll viðleitni okkar til að skapa eigin sögu var unnin í frístundum, á
kvöldin og nóttunni, og eiginlega alltaf á einhverjum hlaupum. Þannig
er það að minnsta kosti í minningunni. Stundum þurfti samt ekki mikið
til að eitthvað gott yrði til og þaö gat borgað sig á ýta hér og þrýsta þar
til að eitthvað gerðist. Einu sinni orðaði ég það við Þorstein Gylfason
hvort hann gæti ekki beint sinni miklu þýðingagáfu að stöku hommaljóði.
Auðvitað tók hann mig á orðinu, hann var þannig gerður. Nokkrum
dögum síðarfærði hann mér þrjár þýðingar úr Calamus-bálkinum eftir
Walt Whitman. Þær hafa flogið víöa. Svipað má segja um þýðingu
Elíasar Marar á „Hinum dauðadæmda" eftir Genet. Rétt fyrir eina af
menningarvökum Samtakanna '78 heimsótti ég hann á Birkimelinn
með textann að Ijóðinu á frönsku og fleiri tungumálum og spurði hvort
hann gæti ekki reynt að lyfta stemningunni eitt kvöld með góðri þýöingu.
„Heldurðu að ég yrki eftir pöntun?" hnussaði í Elíasi, og ég dauðsá eftir
öllu saman. En viku seinna var komið Ijóð á íslensku. Eitt það besta úr
penna Elíasar.
Annars er það vandasamt viðfangsefni að yrkja um veruleika þeirra
sem lifa ájaðrinum í einhverjum skilningi. Það skiptir máli hvertalar,
hvort skáldið skrifar af eigin reynslu eða sem „sympatisör". Sögur
gagnkynhneigðra skálda sem skrifa um samkynhneigð finnast mér góðra
gjalda verðar, en oftast eru þær aðeins skugginn af sögum þeirra sem
hafa reynt hinsegin veruleikann á eigin skinni. Það er ekki einleikið hvaö
ég verð stundum annars hugar gagnvart tilraunum gagnkynhneigðra
skálda til aó lýsa hommum. Ég man hvað mér leiddist kvikmyndin
Brokeback Mountain. Þar þótti mér vanta eitthvert það element sem þó
var frekar til staöar í samnefndri sögu eftir Annie Proulx - þessa glöðu og
djúpu nautn sem þrátt fyrir allt er ævinlega til staðar í þjáníngu hinsegin
fólks, þessar voldugu andstæður sem skapa hina samkynhneigðu
reynslu.
//Vinsælt bókasafn
Þorvaldur var í hópi þeirra brautryðjenda sem stofnuðu bókasafn
Samtakanna ‘78 fyrir rúmum tveimur áratugum, vorið 1987. „Vinsældirnar
voru gríóarlegar og greinilegt að þörfin fyrir einhvers konar samtal við
sálina í texta og kvikmyndum var sterk. Ég lýg því ekki að fyrstu árin var
slegist um bókakostinn og fyrstu kvikmyndirnar sem bárust í safnið. Ég
sakna stundum þeirra tíma þegar ég horfi á frábærar nýjar skáldsögur í
hillunum sem ekki hreyfast vikum eða mánuðum saman. Ég held líka að
þessi „neysla" á skáldverkum og fræðiritum um samkynhneigð mál hafi
búið til óvenju sterkan og meðvitaðan hóp á þessum mikilvægu árum
í starfi félagsins þegar þörfin var hvað mest fyrir styrk og skýra með-
vitund."
Bókasafn Samtakanpa '78 er einstakt í sinni röð, því að þess eru sárafá
dæmi í öðrum löndum að rekin séu almenningsbókasöfn með hinsegin
efni eingöngu. Og fæst af þessu efni er til á öðrum bókasöfnum hér á
landi. En það kostaði mikið hugrekki fyrstu árin að fá lánað á bókasafni
Samtakanna, gefa persónuupplýsingar og láta skrá útlán. Rýrnunin var
líka umtalsverð, að sögn Þorvaldar. „En allur þessi stuldur vitnaði um
þörf, og ekki eitt Ijótt orð um það mál. Mér hlýnar beinlínis um hjartað
þegar ég rek augun í Ruby Fruit Jungle eftir Ritu Mae Brown á safninu því
að á fyrri árum var hún „stolnasta bókin" þar á bæ og fyrir vikið þurfti
oft að endurnýja hana. Vonandi hafa stolnu eintökin skilað íslenskum
lesbíum á annan og betri stað í tilverunni."
Hér les Sigurður A. Magnússon úr verkum sínum fyrir félagsmenn á bóksafninu árið 1993.
Lengsttil hægri sést íKristínu Ómarsdóttur.
n ■
Kristín Ómarsdóttir Brjóstin hvít og mjúk
HLAUPASTELPA Einsoggellur
Fæturnir spírur
Ég er hlaupastelpa -alltaf á iði
Og húmið býr í augum mínum Ég er glæný hlaupastelpa Með eld í maganum
Ég Og hlaupasting I hnjánum
leita á nóttina Alveg nývaxin
Varir mínar -óx upp í fyrra
Drekka svita
Og þorsta Pabbi kallar mig blóm Og mamma skilur ekki bofs
Varir mínar
Blíðu blíðu Nei
Ég er ekki þurr kleina
Varir mínar Sem þú étur með mjólk.
Fríðu fríðu. Ég er kræklingur, rækja og gella -Ný kartafla um haust með salti og sméri.
Tunga mín er töm Og kann að hvolfa hugum Húðin ísköld mjólk;
Og eigir þú hugsanir, Stundum volg
Einsog grjót einsog spjót, Þá renna þær niður dalinn Stundum flóuð
-beint í sjó Og nasir mínar
og ganga aldrei aldrei Hundóttar
meir Þefa þig og
á hækjum sér Þefa þig uppi.
inní þér -Ég veit alveg hvar við finnumst-
Munnur minn er kræklingur Skaut mitt á bragóið eins og rækja Tekið úr Ijóðabókinni í Húsinu okkar er þoka, sem kom út 1987