Fréttablaðið - 14.11.2020, Side 82

Fréttablaðið - 14.11.2020, Side 82
Á mánudag er dagur íslensk r a r t u ng u haldinn að venju og í tilefni þess verður Íslenskuþorpið með vitundarvakningu um mikilvægi þess að tala íslensku. Myndbönd þar sem fjöldi barna, forsetahjónin og nokkrir þjóð- þekktir einstaklingar koma fram, verða sýnd í skólunum og á netinu. Guðlaug Stella Brynjólfsdóttir er verkefnastjóri hjá Íslenskuþorpinu, sem var stofnað í Háskóla Íslands til að ef la íslenskukennsluna fyrir nemendur með íslensku sem annað mál. Nú hefur þorpið hafið tilraunaverkefni með samstilltu átaki grunnskóla í Grafarvogi og á Kjalarnesi, til að styrkja fjölmenn- ingarsamfélög þeirra og leita leiða til að auka samskipti á íslensku í skólunum. Sú þróun hefur orðið í grunnskólum að krakkar eru í auknum mæli farnir að tala á ensku sín á milli. Fá að taka upp samtöl „Við höfum verið að prufa okkur áfram í grunnskólum undanfarin þrjú ár. Nú í haust hafa Grunnskól- arnir í Grafarvogi og Kjalarnesi verið að setja upp lítil Íslenskuþorp í skólunum og í nágrenni þeirra. Þar geta nemendur með íslensku sem annað mál æft sig í íslensku, um leið og þeir sinna daglegum erindum sínum og náminu,“ segir Guðlaug. Verkefnið ber heitið „Viltu tala íslensku við mig“ og byggir á sömu hugmyndafræði og aðferðum og hefðbundið starf Íslenskuþorps- ins, sem hófst árið 2012. Guðlaug segir þær mest notaðar fyrir byrj- endur í íslensku og þá sem eru að læra hagnýta íslensku. Aðferðirnar eru þróaðar af norrænu samstarfs- teymi háskóla á Norðurlöndum og hafi verið notaðar meðal annars hjá Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri, símenntunarmiðstöðinni Mími og á starfstengdum íslensku- námskeiðum á leikskólum. Nemendu r f ylg ja á k veðnu kennsluferli þar sem byrjað er á því að undirbúa samskiptin með ákveðnum verkefnum. Vel undir- búnir fara þeir síðan á fyrir fram ákveðna staði, tala við fólk og taka samskiptin upp með hljóði eða mynd, og vinna að lokum verk- efni upp úr þessum samskiptum í kennslustofunni og heima. „Þegar íslenskunemarnir eru að spreyta sig og tala við fólk, er oft skipt f ljótlega yfir í ensku. Þess vegna semjum við við fyrirtæki og stofnanir um að taka þátt í Íslensku- þorpinu, að tala við nemendurna á íslensku, sýna þolinmæli og leyfa þeim að taka samskiptin upp,“ segir Guðlaug. Guðlaug segir að hægt sé að laga aðferðina að hverjum hóp og öllum aldri. „Ungir byrjendur geta til dæmis æft sig í mötuneytinu og á skrifstofunni í skólanum, á meðan fullorðnir byrjendur geta æft sig á kaffihúsum og í bókabúðum. Þeir sem eru lengra komnir geta farið á aðra staði til þess að bæta orðaforða og dýpka skilning sinn, til dæmis í ákveðnum námsgreinum, áhuga- málum og störfum,“ segir hún. Eldri borgarar hjálpsamir „Tungumálanám er félagsleg athöfn og rannsóknir sýna að tungumál lærast í samskiptum,“ segir Guð- laug. „Miklu skiptir að tala við ein- hvern sem kann meira í málinu en sá sem lærir og helst í samhengi við aðstæður.“ Hún ítrekar að aðrar kennsluaðferðir, svo sem lestur, hlustun og ritun, séu fullgildar, en þörf sé á að auka samskiptahlutann í náminu. „Reynslan af Íslenskuþorpinu hefur verið góð og við sjáum fram- farir hjá nemendunum,“ segir Guð- laug. Nefnir hún sérstaklega þátttöku eldri borgara á dvalarheimilum sem leyft hafa nemum að koma til sín. „Þetta er fólk sem talar íslensku, gefur sér tíma fyrir nemendurna, sýnir þeim áhuga og er vinsamlegt. Það er svo mikilvægt að upplifun nemandans af samskiptunum sé jákvæð. Þá styrkist sjálfstraustið og minni líkur eru á því að hann guggni á að tala íslensku.“ Guðlaug segir marga útlend- inga smeyka við að byrja að tala íslensku. En það eigi þó við um önnur tungumál líka. „Flestum þykir erfitt að byrja að tala tungu- mál og þess vegna er svo mikilvægt að styðja við nemendur,“ segir hún. Enskunotkun nemenda aukist Sífellt hefur færst í aukana að nemendur grunnskóla tali ensku sín á milli, líka þeir sem hafa íslensku að móðurmáli. Guðlaug Stella Brynjólfsdóttir og Katrín Cýrusdóttir ræða mikilvægi íslenskunnar, sérstaklega fyrir erlenda nema. Guðlaug Stella Brynjólfsdóttir, verkefnastjóri, og Katrín Cýrusdóttir, skólastjóri í Húsaskóla í Grafarvogi, vinna saman að verkefninu Viltu tala íslensku við mig. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Kristinn Haukur Guðnason kristinnhaukur@frettabladid.is MIKLU SKIPTIR AÐ TALA VIÐ EINHVERN SEM KANN MEIRA Í MÁLINU EN SÁ SEM LÆRIR OG HELST Í SAMHENGI VIÐ AÐSTÆÐUR. Guðlaug Stella Brynjólfsdóttir 1 4 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R34 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.