Fréttablaðið - 14.11.2020, Blaðsíða 83

Fréttablaðið - 14.11.2020, Blaðsíða 83
Umsóknarfrestur: 17. nóvember nk. Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is. Nánari upplýsingar veita: Sverrir Briem, sverrir@hagvangur.is og Hlynur Atli Magnússon, hlynur@hagvangur.is Bílabúð Benna leitar að öflugum verkstjóra. Hlutverk verkstjóra er að tengja saman störf þjónustufulltrúa í móttökum, störf tæknimanna og bifvélavirkja og tryggja að flæðið í gegnum þjónustuferlið sé órofið. VERKSTJÓRI Helstu verkefni • Dagleg verkstjórn á verkstæði • Yfirferð verkbeiðna • Stjórnun og stuðningur við starfsmenn verkstæðis • Stöðugar endurbætur á verkferlum • Ábyrgð á allri upplýsingagjöf til viðskiptavina • Yfirferð reikninga • Önnur tilfallandi verkefni Hæfniskröfur • Reynsla af sambærilegum störfum • Mikil skipulagshæfni • Stjórnunarhæfileikar og geta til að leiða hópa • Lipurð og færni í mannlegum samskiptum • Drifkraftur og keppnisskap • Frumkvæði og geta til að starfa sjálfstætt Bílabúð Benna er umboðsaðili fyrir Porsche, Opel og SsangYong. Fyrirtækið býður jafnan upp á gott úrval af bæði nýjum og notuðum bifreiðum frá þessum framleiðendum ásamt því að sinna allri þjónustu fyrir þessi vörumerki. Bílabúð Benna flytur jafnframt inn og selur vara- og fylgihluti í allar tegundir bifreiða. Fyrirtækið rekur einnig Sixt bílaleigu og Nesdekk, sem er umboðsaðili m.a. fyrir Toyo Tires, BFGoodrich, Pirelli, Interstate og Maxxis hjólbarða. Fyrirtækið var stofnað árið 1975 og er starfrækt í Reykjavík en er með umboðssölu fyrir bíla á Akureyri, í Reykjanesbæ og á Selfossi ásamt þjónustusamningum við verkstæði um allt land. Bílabúð Benna er þjónustufyrirtæki bílaáhugamannsins. Við erum sérfræðingar í bílum og við erum með mikið keppnisskap. Móttökustjóri ber ábyrgð á rekstri og starfsemi verkstæðismóttöku Bílabúðar Benna. Í því felst ábyrgð á þjónustu við viðskiptavini samkvæmt þjónustustefnu auk ábyrgðar og umsjónar með starfsmanna- og þjálfunarmálum starfsmanna í móttöku. MÓTTÖKUSTJÓRI Helstu verkefni • Ábyrgð og skipulagning á móttöku viðskiptavina og símsvörun • Almenn þjónusta við viðskiptavini • Umsjón með mánaðarlegum ánægjukönnunum viðskiptavina • Önnur verkefni sem tilheyra móttöku Hæfniskröfur • Reynsla af móttöku- eða skrifstofustörfum • Reynsla af samskiptum við framleiðendur • Góð tölvufærni og reynsla af Excel • Mikil færni í mannlegum samskiptum • Mikið keppnisskap og rík þjónustulund • Frumkvæði, drifkraftur og geta til að starfa sjálfstætt Faraldur sett strik í reikninginn Aðspurð um það viðmót sem útlendingar fá þegar þeir tala íslensku segir Guðlaug það vera jákvætt. „Við Íslendingar verðum svo þakklátir og ánægðir með að útlendingar séu að reyna að tala íslensku. Þeir hafa líka skilning á því að það sé erfitt að læra málið,“ segir Guðlaug. „Einhvern veginn vill það þó verða þannig að skipt er yfir í enskuna.“ Heimsfaraldurinn hefur vissu- lega haft áhrif á Íslenskuþorpið og verkefnið sem farið var af stað með í Grafarvogi og á Kjalarnesi. Skólarnir hafa verið hólfaskiptir og allur samgangur og samskipti orðin flóknari í hertum sóttvarna- takmörkunum. Þá hafa margir þurft að fara í sóttkví. Guðlaug segir verkefnið vel á veg komið í sumum skólum en styttra í öðrum. Þá hafi þurft að hætta við að halda hátíð í Egilshöll á degi íslenskrar tungu eins og til stóð. Var þess í stað ákveðið að búa til áður- nefnd myndbönd til þess að halda upp á daginn og minna á mikilvægi tungumálsins. Krakkar á yngsta stigi tala ensku Katrín Cýrusdóttir, skólastjóri í Húsaskóla í Grafarvogi, hefur ekki farið varhluta af mikilli enskunotk- un nemenda skólans. Allur skólinn verði að vera meðvitaður og sporna gegn þessu saman. „Við kennararnir höfum áhyggjur af aukinni enskunotkun barnanna,“ segir Katrín. „Þetta er ekki aðeins það að íslensku krakkarnir tali við þá erlendu á ensku, heldur einnig sín á milli.“ Katrín telur að ýmsar ástæður gætu legið þessu að baki. Má þá nefna hina miklu notkun sam- félagsmiðla á borð við Snapchat, Insta gram og streymisveituna You- Tube. „Umhverfið er gjörbreytt frá því sem áður var,“ segir hún. Aðspurð um á hvaða aldri börnin séu byrjuð að tala ensku sín á milli, segir Katrín það ná niður á yngsta stig grunnskólans. Krakkarnir séu mjög færir í ensku þrátt fyrir að hafa ekki lært hana í skólanum. Ekki sömu tækifæri Þó vissulega sé gott að kunna ensku þá segir Katrín mikilvægt að aðgæta þessa þróun. Sérstaklega fyrir þau börn sem hafa ekki íslensku að móðurmáli. „Ef þau læra ekki íslensku þá hafa þau ekki sömu tækifæri og íslensku krakkarnir,“ segir Katrín. Það er, þegar komið er á framhaldsskólastigið, háskólastig eða vinnumarkað. Að læra íslensku efli bæði sjálfs- mynd þeirra og félagsfærni og geri þeim kleift að tjá sig við alla. Enn sé töluvert af Íslendingum, sérstaklega af eldri kynslóð, sem kunna lítið eða ekkert í ensku og geta ekki átt í djúpum samræðum á ensku. „Þú verður ekki sterkur þátttakandi í skólasamfélaginu og þjóðfélaginu ef þú talar ekki tungumálið.“ Samskipti eru samkvæmt Katrínu mikilvægt tól til þess að læra tungu- mál. Því hafi skólasamfélagið í Graf- arvogi og á Kjalarnesi ákveðið að fara í samstarf við Íslenskuþorpið. Hún segir að ef íslensku krakkarnir tala ekki við þá erlendu á íslensku, þá gangi þeim hægar að læra tungu- málið. „Ég er ekki viss um að nem- endur með íslensku sem annað mál vilji tala ensku í skólanum. Við fengum nemanda til okkar sem kunni ekki ensku áður en hann kom og þýddi því ekkert að reyna að tala við hann á ensku. Hann er núna búinn að læra íslensku á einu ári,“ segir Katrín. Þessi þróun geti líka haft nei- kvæðar afleiðingar fyrir nemendur með íslensku að móðurmáli sem tali oft ensku sín á milli. Til dæmis að orðaforðinn verði ekki jafn góður og ella. Enn þá séu þó ekki merki þess að einkunnum sé að hraka í íslensku. „Við erum ekki komin á neitt hættustig. En við höfum ekki verið nógu vakandi yfir þessu,“ segir hún. Útskýra en ekki einfalda Katrín á sjálf börn á framhalds- skólaaldri og hefur ekki tekið eftir jafn mikilli enskunotkun á þeim aldri. Þetta sé þó það ný þróun að ekki sé hægt að slá því föstu að þessi mikla enskunotkun eldist af krökkum þegar þau komast á það skólastig. Í Húsaskóla segir Katrín að kenn- ararnir brýni það fyrir nemendum að tala íslensku við nemendur með íslensku sem annað mál sem koma í skólann. En auðvitað megi þau grípa til enskunnar til að útskýra eitthvað nánar, sé þess þörf. Aðspurð um hvað foreldrar geti gert til að sporna gegn þessari þróun, segir Katrín mikilvægast að halda íslenskunni að þeim. Passa verður upp á að einfalda íslenskuna ekki of mikið, heldur tala við þau á góðri íslensku og þá útskýra orð sem þau þekkja ekki. VIÐ ERUM EKKI KOMIN Á NEITT HÆTTUSTIG. EN VIÐ HÖFUM EKKI VERIÐ NÓGU VAKANDI FYRIR ÞESSU. Katrín Cýrusdóttir skólastjóri H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 35L A U G A R D A G U R 1 4 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.