Fréttablaðið - 14.11.2020, Síða 96

Fréttablaðið - 14.11.2020, Síða 96
Einu sinni kom ég fram sem píanóleikari á ráð-stefnu í Háskóla Íslands. Ráðstefnan var haldin árið 2000 og fjallaði um tímann og tímamót. Ég settist við f lygilinn og lagði hend- urnar á hljómborðið. Svo beið ég í rúmlega fjórar mínútur, en stóð því næst upp, hneigði mig og gekk út við dræmt lófatak. Þetta var verkið 4‘33‘‘ eftir John Cage. Það samanstendur af þögn eingöngu, en innan tímaramma. Verkið þótti því heppilegt fyrir ráðstefnu um tímann. Þagnir koma sjaldnast við sögu í popptónlist, en í klassíkinni eru þær mikilvægar. Það er því rökrétt að til sé tónsmíð sem samanstendur af þögninni einni. Fleiri undarleg tónverk eru til. Hér eru nokkur þau safaríkustu, en frá þeim er sagt á vefnum BBC Music Magazine: 1. Heinrich Ignaz von Biber: Battalia Biber er þekktastur fyrir fínlegar Rósakransfiðlusónötur sínar, sem eiga að túlka leyndardóma kaþ- ólska bænabandsins. Þar segja smæstu blæbrigði heila sögu. Í Battalia fyrir strengjasveit fór tón- skáldið þó langt út fyrir eigin mörk. Ýktir effektar skapa furðuleg áhrif og verður að segjast að Biber, sem var uppi á barokktímanum á sautj- ándu öld, var talsvert á undan sinni samtíð. Á einum stað á tónlistin að sýna fyllerí hermanna, og er það gert með því að hljómsveitin spilar í átta tóntegundum á sama tíma. Það er svo sannarlega hrærigrautur af tónum. 2. Johann Georg Albrechtsberg­ er: Konsert fyrir gyðingahörpu Í fyrstu virðist ekkert óvanalegt við konsert í F-dúr eftir Albrechts- berger, sem var virt tónskáld, kenn- ari og fræðimaður í Vínarborg á átjándu öld. Konsertinn er frá árinu 1765. Byrjunin lætur ljúflega í eyrum, og er þar meðal annars leikið á lútu, sem er í einleikshlut- verki. En svo gránar gamanið. Gyð- ingahörpuleikari kveður sér hljóðs. Hljóðfærið er í rauninni ekki annað en málmfjöður sem maður leggur upp að munninum, þrýstir niður og sleppir. Kannski getur einhver búið til laglínu á hljóðfærið, en almennt hljómar það svona: „Boinnnngggg!“ Heildarútkoman er furðulegt sam- tal sinfónískrar tónlistar og frosks sem hoppar frá einu blómi yfir á annað. Albrechtsberger mun hafa samið hvorki meira né minna en sjö svona konserta. 3. Leopold Mozart: Leikfangasinfónía Í kvikmyndinni Amadeus virð- ist faðir Mozarts, Leopold, vera alvörugefinn og strangur. Hann átti sér þó léttari hlið, sem birtist í leikfangasinfóníu. Þar er sinfóníu- hljómsveit í hefðbundnu hlut- verki, en svo er líka spilað á alls konar leikföng; blístrur, hristur og annað í þeim dúr. Þetta verk hefur verið f lutt á Íslandi, meðal annars af nemendum Tónmennta- skóla Reykjavíkur í fyrra. Tónlistin er afar ærslafull og fellur alltaf í kramið hjá börnum. 4. Györgi Ligeti: Poeme Symphonique Ligeti samdi tónlist sem prýðir nokkrar k vikmyndir Stanleys Kubrick. Hann var uppátækja- sa mu r. Poeme Sy mphonique gerir kröfu um tíu f lytjendur. Hver þeirra er vopnaður tíu takt- mælum af þeirri gerðinni sem þarf að trekkja upp. Taktmælarnir eru settir í gang og leyft að tifa þar til slökknar á þeim. Útkoman er ein- hvers konar slagverksveisla, mjög óreiðukennd. Þetta verk var f lutt á tónlistarhátíðinni Reykjavík Midsummer Music fyrir nokkrum árum og vakti mikla kátínu. 5. Kaikhosru Shapurji Sorabji: Orgelsinfónía nr. 2. Andy Kaufman, grínistinn sem Jim Carrey lék í kvikmyndinni Man in the Moon, tróð einu sinni upp sem uppistandari í háskóla. Brandarinn hans var að lesa The Great Gatsby frá upphafi til enda. Bókin tekur um fimm tíma í upp- lestri. Það voru ekki margir eftir í áheyrendahópnum þegar Kaufman lauk lestrinum. Tónlistarútkoman af þessum gjörningi er orgelsin- fónía nr. 2 eftir Sorabji. Hún tekur níu klukkustundir. Af skiljanlegum ástæðum hefur hún aldrei orðið sér- lega vinsæl, en hún hefur alls verið flutt níu sinnum síðan hún leit fyrst dagsins ljós árið 1932. Ekki er vitað hve margir áheyrendur voru á tón- leikunum, eða hve margir voru eftir þegar verkinu lauk. Þyrlukvartett og bjöllur í skýjunum Fleiri tónsmíðar má telja til. Vex- ations eftir Eric Satie (sem kom einu sinni fram fyrir áheyrendur og dansaði í tjullpilsi) tekur til dæmis helmingi lengri tíma en orgel- sinfónía Sorabjis. Lútudúett eftir Dowland er fyrir eina lútu, en tvo lútuleikara (lúta er eins konar gítar). Annar situr í fanginu á hinum. Og Kattadúettinn eftir Rossini saman- stendur bara af einu orði: „Mjá.“ Guðrún Á. Símonar og Þuríður Pálsdóttir sungu dúettinn oft hér í gamla daga, enda átti sú fyrrnefnda að minnsta kosti fjörutíu ketti. Einnig má nefna Þyrlukvart- ett Stockhausens, sem er fyrir fjóra strengjaleikara, einn í hverri þyrlu. Leik þeirra og öskrum er varpað í hátalara á jörðu niðri. Og Mysterium eftir Skrjabín, sem lést áður en hann gat klárað verkið, átti að taka sjö daga og vera f lutt í hlíðum Himalæjafjalla. Það átti að byrja með hljómnum í risavöxnum bjöllum sem áttu að hanga úr skýj- unum. Áhrifamáttur verksins átti að vera slíkur að mannkynið yrði aldrei samt, heldur myndi stökk- breytast í æðri verur. Kannski að sú umbreyting verði einhvern tímann að veruleika. Jónas Sen Nokkur undarlegustu tónverk sögunnar Jónas Sen, tónlistargagnrýnandi Fréttablaðsins, segir frá nokkrum afar safaríkum og undarlegum tón- verkum. Þar á meðal er leikfangasinfónía eftir Leopold Mozart, föður meistarans mikla. Leopold Mozart er höfundur leikfangasin­ fóníu sem fellur í kramið hjá börnum. Ligeti var ein­ staklega uppá­ tækjasamt tónskáld. Sorabji samdi sinfóníu sem tekur níu tíma í flutningi. 1 4 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R48 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.