Rit Búvísindadeildar - 01.07.1992, Page 93
Áður en blöndun hefst í áburðarkjöllurum er mykjumassinn yfirleitt á vatns-
eða þvaglagi neðst í haughúsinu. Við blöndunina eru þessi tvö lög hrærð saman
og er mikilvægt að gefa sér góðan tíma til þess því ella næst ekki þykkasti hluti
mykjunnar út úr húsinu. Við dælingu í haughúsum má gera ráð fyrir að dælan
nái að hræra upp í um 6-8 metra fjarlægð frá dæluhúsi en það er að vísu háð því
hve aflmikla dráttarvél menn hafa til taks. Athuganir hafa sýnt að sá tími sem fer
í að hræra upp mykjuna er oft sem svarar 5 mín á tonn mykju þar til að mykju-
massinn er orðinn sæmilega samfelldur. Aflþörf á þessum dælum er eðlilega
breytileg eftir stærðum en ekki er óalgengt að aflþörfin fari í allt að 30 hestöfl til
að ná fullum afköstum. Afköstin eru einnig nokkuö breytileg en algeng afköst eru
á bilinu 4-5 þúsund lítrar á mín. við dælingu í þunnri mykju eöa þvagi en þegar
áburðinn þykknar eru algeng afköst á bilinu 2-3000 lítrar á mín við þurrefnis-
innihald um það bil 8% í mykjunni.
Á allra síðustu árum hefur komið á markaöinn nýtt afbrigði af mykjudælum
sem gerir mögulegt að nota dælumar í haughúsum þó að ekki sé um dælubrunn
að ræða. Afstöðu dælunnar má breyta miðað við dráttarvél á ýmsa vegu frá því
að vinna í nær lóðréttri stöðu t.d. í dælubrunnum og svo í nær lárétta stöðu auk
hæðarbreytinga á burðarramma. Þetta gefur möguleika að koma dælunni inn um
vegglúgur á áburðargeymslum eða niður um gólflúgur bæði til að hræra upp og
losa geymslumar. Þá má í mörgum tilvikum koma þeim við grunna áburðar-
kjallara í fjárhúsum.
Akstur á völl og dreifmg búfjáráburðar
Þegar velja á tækni við að aka búfjáráburði á völl er nauðsynlegt að gera
greinarmun á búfjáráburðinum eftir því hvert þurrefnisinnihald hans er. Venjan
er að skipta áburðinum upp í þrjá meginflokka (Svenson, 1991):
1. Fljótandi mykju, þurrefnisinnihald minna en 12%
2. Hálffljótandi áburður, þurrefnisinnihald 12-20%
3. Fastur áburður, þurrefnisinnihald meira en 20%
Þurrefnisinnihaldið er þó ekki einhlýtur mælikvarði á eiginleika áburðarins
til að meöhöndla hann með dælum og dreifurum því að ýmis önnur atriði hafa
áhrif á rennsliseiginleika áburðarins t.d. dýrategund, fóðrun, fóðurtegund og einnig
hverskonar undirburöur er notaður undir gripina (Ólafur Guðmundsson 1976).
Við útakstur og dreifingu á þurrum áburði er einkum tvær gerðir af dreifur-
um sem koma til greina. í fyrsta lagi eru svokallaðir kerrudreifarar. Bygging
þeirra einkennist af því að um er að ræða vagnpall með færibandi í botni með
stillanlegum hraða sem flytur áburðinn ýmis fram eöa aftur í dreifaranum. Ef að
87