Rit Búvísindadeildar - 01.07.1992, Page 93

Rit Búvísindadeildar - 01.07.1992, Page 93
Áður en blöndun hefst í áburðarkjöllurum er mykjumassinn yfirleitt á vatns- eða þvaglagi neðst í haughúsinu. Við blöndunina eru þessi tvö lög hrærð saman og er mikilvægt að gefa sér góðan tíma til þess því ella næst ekki þykkasti hluti mykjunnar út úr húsinu. Við dælingu í haughúsum má gera ráð fyrir að dælan nái að hræra upp í um 6-8 metra fjarlægð frá dæluhúsi en það er að vísu háð því hve aflmikla dráttarvél menn hafa til taks. Athuganir hafa sýnt að sá tími sem fer í að hræra upp mykjuna er oft sem svarar 5 mín á tonn mykju þar til að mykju- massinn er orðinn sæmilega samfelldur. Aflþörf á þessum dælum er eðlilega breytileg eftir stærðum en ekki er óalgengt að aflþörfin fari í allt að 30 hestöfl til að ná fullum afköstum. Afköstin eru einnig nokkuö breytileg en algeng afköst eru á bilinu 4-5 þúsund lítrar á mín. við dælingu í þunnri mykju eöa þvagi en þegar áburðinn þykknar eru algeng afköst á bilinu 2-3000 lítrar á mín við þurrefnis- innihald um það bil 8% í mykjunni. Á allra síðustu árum hefur komið á markaöinn nýtt afbrigði af mykjudælum sem gerir mögulegt að nota dælumar í haughúsum þó að ekki sé um dælubrunn að ræða. Afstöðu dælunnar má breyta miðað við dráttarvél á ýmsa vegu frá því að vinna í nær lóðréttri stöðu t.d. í dælubrunnum og svo í nær lárétta stöðu auk hæðarbreytinga á burðarramma. Þetta gefur möguleika að koma dælunni inn um vegglúgur á áburðargeymslum eða niður um gólflúgur bæði til að hræra upp og losa geymslumar. Þá má í mörgum tilvikum koma þeim við grunna áburðar- kjallara í fjárhúsum. Akstur á völl og dreifmg búfjáráburðar Þegar velja á tækni við að aka búfjáráburði á völl er nauðsynlegt að gera greinarmun á búfjáráburðinum eftir því hvert þurrefnisinnihald hans er. Venjan er að skipta áburðinum upp í þrjá meginflokka (Svenson, 1991): 1. Fljótandi mykju, þurrefnisinnihald minna en 12% 2. Hálffljótandi áburður, þurrefnisinnihald 12-20% 3. Fastur áburður, þurrefnisinnihald meira en 20% Þurrefnisinnihaldið er þó ekki einhlýtur mælikvarði á eiginleika áburðarins til að meöhöndla hann með dælum og dreifurum því að ýmis önnur atriði hafa áhrif á rennsliseiginleika áburðarins t.d. dýrategund, fóðrun, fóðurtegund og einnig hverskonar undirburöur er notaður undir gripina (Ólafur Guðmundsson 1976). Við útakstur og dreifingu á þurrum áburði er einkum tvær gerðir af dreifur- um sem koma til greina. í fyrsta lagi eru svokallaðir kerrudreifarar. Bygging þeirra einkennist af því að um er að ræða vagnpall með færibandi í botni með stillanlegum hraða sem flytur áburðinn ýmis fram eöa aftur í dreifaranum. Ef að 87
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Rit Búvísindadeildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.