Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1974, Side 29

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1974, Side 29
VORHITI OG VAXTARSKILYRÐI NYTJAJURTA 27 Fig. 2. Average values of the onset of the growing season in Iceland (1931—1960). um, eins og áður segir. Fylgni þáttanna reyndist ekki há (r = 0,40), en marktæk (P<0,001). Á sama hátt var reiknað aðhvarf byrjunar gróanda að norðlægri breidd stöðv- ar, sem táknuð er með gráðum og tíundu hlutum úr gráðu („mínútum"). Fylgni þátt- anna reyndist bæði há (r = 0,85) og mark- tæk (P<<0,001). I framhaldi af þessu var reiknað aðhvarf byrjunar gróanda, Bg; ag norðlægri breidd stöðvar, Xi, og hæð hennar yfir sjó, X2 (metrar), og fékkst þá líkingin: Bg = 8,82 (Xi — 60) + 0,0338 X2 — 14,0 R = 0,93 P< 0,001 Líkingin sýnir, að komu gróandans seinkar um tæplega 9 daga við hverja gráðu norð- lægrar breiddar, en hver breiddargráða jafn- gildir um 110 km vegalengd á landi. Svarar það tæplega til lengdar loftlínu á milli efstu bæja í Árnessýslu og innstu bæja í Húna- vatnssýslum. Aðhvarfslíkingin sýnir einnig, að vænta má rúmlega þriggja daga seinkunar gróandans við hverja 100 m, sem land hækk- ar. Áður kom fram, að hiti hækkar um 0,12 —0,15 °C á dag að meðaltali í mars og apríl. Hitafallið er því samkvæmt þessum tölum 0,4—0,5°C á hverja 100 m, sem ofar dregur. Er þetta Iítið eitt lægra gildi hitafalls með hæð en háloftaathuganir í Keflavík hafa leitt í Ijós, en það er 0,5—0,6 °C á 100 m (Mark- ús Á. Einarsson 1974). Séu nú borin saman mæld gildi gróanda- byrjunar og reiknuð samkvæmt líkingunni að

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.