Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1974, Page 31

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1974, Page 31
VORHITI OG VAXTARSKILYRÐI NYTJAJURTA 29 TAFLA 1. Meðaltal (x) og meðalfrávik (s) byrjunar gróandans á 6 veðurstöðvum árin 1931—1960. TABLE 1. The mean values (xs days) and standard deviations (s) of the onset of the grass- growing season at six Meteorological Stations during the period 1931—1960. StöS Station n X 5 Væntanleg byrjun gróanda á 2 af hverjum 3 árum. Expected onset of the grass- growing season in every 2 out of 3 years. Stykkishólmur 30 2. maí 10,3 d 22. apr. — 12. maí Suðureyri 30 4. — 9,3 d 24. — —■ 13. — Akureyri 30 30. apríl 11,5 d 18. — — 12. — Hallormsstaður 21 1. maí 11,3 d 20. — — 12. — Vík í Mýrdal 28 1’6. apríl 16,3 d ( 1. — — 2. —) Hæll í Gnúp. 30 27. — 9,6 d 17. — — 7. — í Fljótsdal byrjar gróandinn lítið eitt fyrr en ætla mætti skv. líkingunni, sennilega vegna skjóláhrifa og góðrar nýtingar sólar- geisla. Þannig er nauðsynlegt að taka nokkurt tillit til staðhátta, einkum nálægðar sjávarins og hitafars hans. Einnig eru skjóláhrifin og lega lands við sólu þættir, sem hafa þarf hliðsjón af, auk gerðar yfirborðsins (jarðvegs- ins). Athugunin sýnir hins vegar, að skýra má um 86% af breytileika milli stöðva í meðalgildi byrjunar gróanda með breytileika á norðlcegri breidd stöðvanna og hceðar þeina yfir sjó. Árvissa gróandabyrjunar. Eftir að rædd hafa verið meðalgildi gróanda- byrjunar, er eðlilegt að kanna breytileikann, sem er á milli ára. Þann breytileika er mik- ilvægt að skoða samhliða meðaltalinu, eigi að nota niðurstöðurnar við gerð áætlunar, t. d. um val á jurtum til fóðurframleiðslu. Til athugunar voru teknar eftirtaldar veður- stöðvar: Stykkishólmur, Suðureyri, Akureyri, Hallormsstaður, Vík í Mýrdal og Hæll. Reiknuð voru út árleg gildi um byrjun gró- anda (Bg) á hverri stöð út frá mánaðameðal- hita (sbr. mynd 1) um árabilið 1931 —1960. Tafla 1 sýnir niðurstöður útreikninganna. Breytileiki á byrjun gróanda, táknaður með meðalfrávikinu (s), virðist mjög svipaður á öllum stöðvunum, þótt innlendar heimildir hermi, að breytileiki á hitafari milli ára sé meiri norðan lands en sunnan (Páll Berg- þórsson 1965, Jón Eyþórsson og Hlynur Sigtryggsson 1971). Vík í Mýrdal sker sig mjög úr, og valda þar mestu um fjögur hlý vor: 1939, 1945, 1956 og 1960. Svo virtist sem gildin hefðu normaldreif- ingu á öllum stöðvunum, að Vík undanskil- inni. Má því nota meðalfrávikið til útreikn- ings á árvissu gróandabyrjunar, eins og gert er í aftasta dálki töflu 1. Meðalfrávikið á stöðvunum er 11,3 dagar að meðaltali. Sam- kvæmt því má álykta, að á einu af hverjum 10 árum víki byrjun vorgróðurs meir en 15 daga frá meðaltali. Á níu af hverjum tíu árum má því víðast vænta vorkomunnar á mánaðarbili, er miðju á við meðaltal gró- andabyrjunar, eins og hún er reiknuð út skv. líkingunni á bls. 27. Síðasta frost að vori. Frost að vori hafa oft mikil og alvarleg áhrif á gróður, ekki síst ef þau koma eftir

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.