Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1974, Page 36

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1974, Page 36
34 ÍSLENSKAR LANDBÚNABARRANNSÓKNIR TAFLA 2. Sáðtími og fjöldi sprettudaga grænfóðurs á ræktunarsvæðunum fjórum (1931-—-1960). TABLE 2. Sowing date and the length of the growing season of forage crops for the four 2ones of the country (1931—1960). SvæSi Zone Sáðdagur Sowing date GrænfóSur tilbúið til nytja Forage crops ready for harvesting 30. ágúst 10. september 1 5. maí 115 sprettudagar 125 sprettudagar (the length of the (the length of the growing season) growing season) 11 15. — 105 — 115 — iii 25. — 95 — 105 — IV 5. júní 85 — 95 — Samkvæmt norskri reynslu (Strand 1969) má telja síðasta frostdag að vori byrj- un vaxtarskeiðs vorsáðra jurta, t. d. korns. Hjá okkur eru það einkum grænfóðurteg- undir ýmsar, sem til er sáð að vori. Magnús Óskarsson (1974) telur, að á Hvanneyri hafi á undanförnum árum mátt sá grænfóðri um 20. maí að jafnaði. Er það um 10 dögum fyrr en síðasta frost hefur mælst á Hvann- eyri að meðaltali síðastliðin 10 ár. Fyrsta sáðdag korns telur Strand (1969), að reikna megi út sem meðaltal byrjunar gróanda og síðasta frostdag að vori. Sú regla, heimfærð að reynslunni frá Hvanneyri, gefur því sáð- tímann fyrir grænfóður um það bil einni viku of snemma. Það, sem takmarkar sáð- tímann að vori, er sjaldnast lofthitinn sjálfur, heldur ástand jarðvegsins, t. d. dýpi niður á frost og rakastig hans, það er, hvenær akur- inn verður fær jarðyrkjutækjum. Fer það mjög eftir jarðvegsgerð á hverjum stað, og er því trúlega erfitt að meta sáðtíma einærra fóðurjurta út frá hitafari lofts einu sér, en nota má það til leiðbeininga. Hér að ofan voru leiddar að því líkur á grundvelli reynslunnar frá Hvanneyri, að sá mætti til grænfóðurs um það leyti, er síðasta frosts að vori er að vænta. Með fyrirvara getum við nú áætlað, að þessi vinnuregla gildi um allt landið, og reiknað síðan út, hve langs sprettutíma má vænta í hinum ýmsu sveitum. Þeir, sem búa við kýr, gera kröfu um grænfóður í ágústlok, er grös taka að sölna. Sauðfé þarfnast grænfóðurs, er það kemur af fjalli. Sá tími virðist sífellt færast eða a. m. k. þurfa að færast fram, þannig að við getum sagt, að grænfóður handa sauðfé þurfi að verða nýtanlegt eigi síðar en 10. sept. Nú getum við reiknað sprettutíma grænfóðurs, ef við gerum ráð fyrir, að til þess megi sá við síðasta frost að vori (sjá líkingu bls. 27). A ræktunarsvæðunum áður nefndu yrðu með- algildin eins og tafla 2 sýnir. Breytileikinn innan hvers svæðis er æði- mikill, og ber því eingöngu að skoða töfluna sem fróðleik til leiðbeiningar fremur en al- gild sannindi. Þá skal það ítrekað, að taflan, sem og flestar aðrar tölur í þessari ritgerð, er miðuð við árabilið 1931—1960, sem var hlýrra en tímabil það, er okkur er ferskast í minni. Taflan að ofan gæti gefið bendingu um, að með ýtarlegri rannsókn á hitafari og sam- bandi gróðurs og jarðyrkjustarfa við það mætti mynda reglur um val nytjajurta og ræktunartækni, er bestan árangur gæfi á hverjum stað.

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.