Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1974, Page 60

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1974, Page 60
58 ÍSLENSKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR TAFLA 12. Arleg erfðaframför við missterkt úrval nauts- mæðra. Annual gain with varying intensity of hull- dams selection. Prósenta bestu kúnna sem nautsmæSra Per cent of the best cows as bull-dams Fjöldi nautsfeðra Number of bull-sires 2 4 í 1,25 1,19 2 1,21 1,14 4 1,15 1,09 10 1,07 1,01 Notkun holdanauta. Þar sem ekki var tekið tillit til aukningar í kostnaði við notkun holdanauta, er ekki hægt að draga miklar ályktanir þar um. Einnig vantar upplýsingar um þá tekjuaukningu, sem fengist með aukinni holdanautanotkun. Þær niðurstöður, sem fengust úr þessum út- reikningum, sýna, að veruleg aukning á notk- un holdanauta er framkvæmanleg án þess, að það þurfi á nokkurn hátt að draga úr úrvalsmöguleikum fyrir mjólkurafköstum í mjólkurkúastofninum. Áhrif arfgengis. Áhrif mismunandi arfgengis á kynbótafram- farir eru mjög skýr. Sé tekið dæmi með 40000 kýr og helmingur þeirra skýrslufærð- ar, 4 nautsfeður, nautsmæður meðal bestu 4% kúnna, sæðissöfnun 6000 skammtar, ó- reynd naut notuð á 60% kúnna og afkvæma- hópurinn 80 dæmr, verður árleg erfðafram- för við arfgengið 0,1, 0,64% við 0,2, 1,09% og við arfgengið 0,3, 1,46%. Munurinn verður mun meiri, séu notaðir minni dætrahópar í afkvæmarannsókn. Þann- ig era samsvarandi tölur fyrir afkvæmahópa með 40 dætram 0,61, 1,04, 1,59- Þátttaka í skýrsluhaldinu. Sé tekið sama dæmi og að framan greinir varðandi áhrif mismunandi arfgengis og í stað þess, að arfgengi sé breytilegt, sé þátt- taka í skýrsluhaldinu breytileg, þá verður ár- ieg erfðaframför 0,86%, 1,09% og 1,19% við 25, 50 og 75% þátttöku í skýrsluhald- inu. Gildi aukins skýrsluhalds verður enn meira, sé arfgengi eiginleikans lægra. Aukist skýrsluhald, eykst kostnaður vegna aukins nautafjölda, en verður þó ekki mjög mikill. Væri reiknað með sama fjölda afkvæma- rannsakaðra nauta, verður kostnaðurinn jafn. Þá verður minni aukning í erfðaframför með auknu skýrsluhaldi, en þó veruleg. Með aukinni þátttöku í skýrsluhaldi má einnig draga úr notkun ungra nauta og nýta þannig sæðisbirgðir betur. Áhrif þess á erfða- framfarir voru sýnd í töflu 9- Stofnstœrð. Með aukningu á stofnstærð frá 20000 kúm til 40000 kúa virðist erfðaframför aukast um 10—25%, sjá töflu 9. Niðurstöðurnar eru háðar skyldleikaræktarhnignun. Skyldleika- ræktarhnignunin verður alvarlegri í minni erfðahópi. Kostnaður á hvern grip vex í engu tilfelli við stofnfækkun. Kostnaður ætti þvert á móti að minnka með hagræðingu í rekstri. Eins og fram hefur komið, eru ýmsir þættir næmari fyrir breytingum í minni stofni. Þetta þýðir, að framkvæmdir í minni stofni verða óöruggari jafnframt minni kyn- bótaframföram. Skipting erfðayftburða á liði. I töflu 13 er sýnd skipting erfðayfirburða á hinar fjórar leiðir, sem þeir berast eftir milli kynslóða. Taflan sýnir glöggt mikilvægi úr- vals nautsfeðra og nautsmæðra. Skjervold (1963) fann jafna skiptingu milli nauts-

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.