Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1974, Page 61

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1974, Page 61
KYNBÓTASKIPULAG FYRIR ÍSLENSKA KÚASTOFNINN 59 TAFLA 13. Skipting úrvaisyfirburða á liði. The way in which the genetic improvement is transmitted. Fjöldi nautsfeSra Prósenta bestu kúnna sem nautsmæðra Lei3 Number of bull sires Per cent of the best cows as bull dams SS Path SD DS DD 2 4 44 15 35 5 2 10 43 17 34 6 4 4 40 16 38 6 4 10 43 18 33 6 mæðra og kýrfeðra, en hann reiknaði með stærri erfðahópi og minni notkun ungra nauta. Væntanleg erfðaframför samkvæmt þess- um útreikningum er 1,0—1,3% á ári. UMRÆÐUR OG ÁLYKTANIR Hér að framan er getið niðurstaðna varðandi nokkra þætti, sem taka verður tillit til við skipulagningu kynbótastarfsins í nautgripa- rækt. Niðurstöður slíkra útreikninga ráðast að sjálfsögðu af þeim stærðum, sem notaðar eru. Á erfðastuðlum eru rannsóknir mjög tak- markaðar og brýnt að bæta úr því. Einu rannsóknir á þessu efni hérlendis eru rann- sóknir Magnúsar B. Jónssonar (1968) og Reynis Sigursteinssonar (1973). Þær benda til, að arfgengi fyrir mjólkurafköstum sé fremur lágt eða 0,15—0,20. Kostnaðarmat, sem notað er í þessum út- reikningum, byggir einnig á tiltölulega litlu efni og lítið rannsökuðu. Aðeins var gerð bráðabirgðaathugun vegna þessara útreikn- inga. Þó að kostnaður í krónutölum breytist f'jótt, eru það ekki raunverulegar kostnaðar- tölur, sem máli skipta, heldur hlutfall kostn- aðarþátta. Niðurstöðurnar sýna, að breytingar á ýms- um þessara þátta geta haft áhrif á, hvernig skipuleggja beri kynbótastarfið. Þannig koma fram greinileg áhrif hækk- andi arfgengis á væntanlega erfðaframför. Rannsóknir í því skyni að auka öryggi við úrval kynbótagripa ber því að aulta. Sama máli gegnir um kostnaðinn við nautahaldið. Hinn hái stofnkostnaður gerir kjörmörkin nokkuð önnur en ef hann væri hóflegri, samanber töflur 4 og 10 og mynd 1. I stofni, sem er af líkri stærð og að framan greinir, virðist úrvalsstyrkleikinn ráða meira um framfarir en öryggi dómsins. Þetta þýðir litla dætrahópa og mörg naut í afkvæma- rannsókn árlega. Þarna hefur kostnaðurinn við nautahaldið því veruleg áhrif. Hag- kvæmnin mundi aukast, ef sæðistaka væri möguleg á skemmri tíma. Hér er reiknað með, að 8400 skammtar náist árlega, sem er verulega lægra en víða erlendis (Hinks, 1971, Innstilling NRF, 1972). Niðurstöður útreikninganna undirstrika mikiivægi þess, að allur íslenski kúastofninn verði ræktaður sem einn erfðahópur. Áhrif skýrsluhaldsins á möguleika til erfðafram- fara í stofninum eru einnig mjög ljós. Aukn- ing erfðaframfaranna er 20—30%, ef skýrsluhaldið eykst frá 25% í 50% allra kúa í stofninum. Þessar niðurstöður sýna, að skipulagsbreytinga í uppbyggingu nautgripa- ræktarstarfseminnar er þörf. Eðlilegt virðist að sameina á einhvern hátt starfsemi beggja nautastöðvanna, og sameiginlegt nautaupp- eldi virði-t líklegt til lækkunar á stofnkostn- aði við nautahaldið. Þá virðist fjárfesting til eflingar og aukningar skýrsluhaldsins vera fyllilega réttlætanleg. Niðurstöður þær, er að erfðafræðinni lúta, eru í fullu samræmi við niðurstöður Skjer- vold (1963). Ætla má, að skyldleikahnign- unin sé ofmetin í þessum útreikningum. Þann þátt þyrfti að rannsaka í íslenska kúastofn-

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.