Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.12.2020, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 19.12.2020, Qupperneq 2
NÁTTÚRUVÁ „Það er einkennandi fyrir fólk á Seyðisfirði að standa saman og það hefur verið mjög sýnilegt síðustu daga,“ segir Svandís Egilsdóttir, íbúi á Seyðisfirði. Stór aur skriða féll úr Botna brún, milli Búðar ár og Stöðvar lækjar, skömmu fyrir klukkan þrjú í gær og féll á hús sem voru ekki á rýmingarsvæði. Alls hafa þrjár aurskriður fallið á Seyðisfirði í vikunni og eyðilagt í það minnsta tíu hús. Neyðarstigi var lýst yfir og bær- inn rýmdur. Allir í bænum voru beðnir um að gefa sig fram í félags- heimilinu Herðubreið. Hátt í 700 manns búa á Seyðisfirði. Engra er saknað. Almannavarnir hafa sent allt tiltækt lið til að takast á við ástandið næstu daga, þar á meðal sérsveit Ríkislögreglustjóra. Miklar drunur heyrðust þegar aurskriðan féll á bæinn í gær. Í gegn- um rigninguna og mökkinn mátti sjá hús sem stóð fyrir innan ána og hafði færst af stoðum sínum og var komið hálfa leiðina út í sjó. „Fólk var að hlaupa út á götu á nærfötunum enda voru drunurnar rosalegar, mér leið eins og fjallið væri að hrynja yfir bæinn,“ sagði íbúi við Frétta- blaðið skömmu eftir að skriðan féll. Rafmagn fór af hluta bæjarins. Svandís segir kraftaverk að ekki hafi orðið manntjón. „Þetta snertir allar fjölskyldur hér, það er verið að rýma hjúkrunarheimili með lokaðri Alzheimer-deild. Það verður lang- hlaup að byggja þetta aftur upp,“ segir hún. „Það er ekkert smáræði að f lytja allt líf í burtu. Fyrir utan allt fólkið eru hundrað kettir, hænur og gullfiskar. Þetta er ekkert smáræði. Við héldum að við værum heppin að lenda ekki í COVID, en við áttum ekki að sleppa við allt.“ Hættustigi var lýst yfir á Eski- firði í gærkvöldi og voru sex götur rýmdar. Samkvæmt almannavörn- um hefur rýmingin í báðum bæj- unum gengið vel. Ekki liggur fyrir hvenær íbúar geta snúið aftur heim. Áraraðir eru frá því að rýma þurfti síðast heilan bæ hér á landi, var það gert í kjölfar snjóflóða í Súða- vík árið 1995 og vegna eldgossins í Vestmannaeyjum árið 1973. Brynhildur Bolladóttir, upplýs- ingafulltrúi Rauða kross Íslands, sagði að vel gengi í fjöldahjálpar- stöðvum en mikið hafi verið að gera í gær. Á Eskifirði er fjöldahjálpar- stöð utan rýmingarsvæðisins. Seyð- firðingum hefur víða verið boðin gisting. Þyrla Landhelgisgæslunnar er til taks ef þörf krefur. Varðskipið Týr lagði af stað frá Reykjavík í gær- kvöldi og verður komið til Seyðis- fjarðar síðdegis í dag til að vera til taks. Aðalheiður L. Borgþórsdóttir, atvinnu- og menningarmálastjóri Múlaþings, var að skrá sig út úr bænum þegar Fréttablaðið náði tali af henni seinni partinn í gær. „Ég horfði á skriðuna falla, á þetta svæði. Ég var stödd í Ferjuhúsinu þar sem við vorum með aðstöðu fyrir starfsmenn og annað. Þetta féll á þessa byggð. Synir mínir og eigin- maður voru inni í húsi sem við héld- um fyrst að hefði orðið fyrir, þann- ig að þetta var alveg rosalegt,“ segir Aðalheiður. Sem betur fer sluppu allir. „Það var fólk í fjórum húsum sem lentu í skriðunni í raun án þess að eyðileggjast. Það var skrítið. Öll húsin í kringum fóru, en ekki þessi hús sem fólkið var inni í.“ Fjöldi manns hefur lýst yfir sam- hug með Seyðfirðingum. Katrín Jakobs dóttir, for sætis ráð herra, sagði í yfirlýsingu að allir myndu hjálpast að við að bæta tjónið og vinna að úrbótum. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sagði landsmenn standa saman. Þá minnti hann á mikilvægi björgunarsveitanna. „Úrhellinu slotar senn. Þá verður hafist handa við hreinsunarstarf. Svo hefst upp- byggingin. Í henni stöndum við líka saman,“ sagði Guðni. Áframhaldandi skriðuhætta er á Austurlandi. Samkvæmt upplýsing- um frá Veðurstofu Íslands er búist við að það hætti að rigna á svæðinu eftir hádegi á morgun. arib@frettabladid.is lovisaa@frettabladid.is FRÍTT AÐ LEGGJA Í DAG Húsið Breiðablik færðist um fimmtíu metra í aurskriðu í fyrrinótt. Eigandinn hafði varið síðustu tveimur áratugum í að gera það upp. MYND/ÓMAR BOGASON Miklar drunur heyrðust þegar skriða féll á hús um þrjúleytið í gær. Húsið hafði staðið frá 1907. MYND/ÓMAR BOGASON LÖGREGLUMÁL Fleiri en einn ein- staklingur hefur fengið réttar- stöðu sakbornings í rannsókn Lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu á slysi sem varð á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi í lok júní síðastliðins. Tveir farþegar á bif hjóli létust í árekstri við húsbíl. Böndin beindust strax að malbikinu sem hafði nýlega verið lagt og var f lughált. Lögregla vill ekki veita frekari upplýsingar að svo stöddu vegna rannsóknarhagsmuna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er um að ræða fjóra einstaklinga, lög- regla vildi ekki gefa upp hvort um væri að ræða opinbera starfsmenn. Loftorka Reykjavík sá um malbikun vegarkaflans en efnið kom frá Mal- bikunarstöðinni Höfða. Í kjölfar slyssins ákvað Vega- gerðin að malbika vegkaflann upp á nýtt. Rannsóknir á viðnámi yfir- borðsins leiddu í ljós að malbikið uppfyllti ekki útboðskröfur Vega- gerðarinnar. Bæði lögreglu og Vega- gerðinni hafði verið gert viðvart um ástand vegarins fyrir slysið. – ab Fleiri en einn með réttarstöðu sakbornings COVID-19 Tólf smit greindust innan- lands í fyrradag, þar af voru fjórir ekki í sóttkví. 34 sjúklingar voru á sjúkrahúsi vegna COVID-19, þar af voru fjórir á gjörgæsludeild. Mikið álag hefur verið á Keflavík- urflugvelli síðustu daga en í gær var síðasti dagurinn fyrir Íslendinga að koma heim erlendis frá ef þeir ætla að losna úr sóttkví fyrir jól. 1.276 sýni voru tekin á landamærunum, töluvert f leiri en undanfarna daga. Fimm farþegar voru með jákvætt sýni á landamærum. Í nýjustu rýni vísindateymisins sem vinnur að spálíkani um þróun faraldursins segir að blikur séu á lofti í þróun faraldursins hér á landi. Greinilegt er að hreyfing fólks hefur aukist að undanförnu sem eykur- líkurnar á dreifingu veirunnar. Erlend spálíkön gefa til kynna að hugsanlega sé von á nýrri bylgju faraldursins hér í janúar. – eþá Möguleiki á nýrri bylgju í byrjun árs Mikið álag var á Keflavíkurflugvelli. Neyðarástand á Seyðisfirði Seyðisfjörður var rýmdur eftir að stór aurskriða féll á hús. Alls hafa tíu hús orðið fyrir aurskriðum í bæn- um í vikunni. Sex götur voru rýmdar á Eskifirði. Íbúi segir kraftaverk að ekkert manntjón hafi orðið. Það var fólk í fjórum húsum sem lentu í skriðunni í raun án þess að eyðileggjast. Það var skrítið. Öll húsin í kring fóru, en ekki þessi hús sem fólkið var inni í. Aðalheiður L. Borgþórsdóttir, íbúi á Seyðisfirði 1 9 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.