Fréttablaðið - 19.12.2020, Síða 4

Fréttablaðið - 19.12.2020, Síða 4
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir hefur verið settur í sjö daga sóttkví eftir að smit kom upp á sóttvarnasviði Embættis land- læknis. Þórólfur fór samdægurs í sýnatöku þar sem ekki fannst jákvætt sýni en það verður annað sýni tekið á næstu dögum. Tveir aðrir starfsmenn sóttvarnasviðs þurfa einnig að sæta sóttkví vegna smitsins. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður gekk til liðs við þingf lokk Sam- fylkingarinnar en hún hefur setið utan f lokka á Alþingi frá því að hún sagði sig úr þingf lokki Vinstri grænna í september. Hún segir pólitískar áherslur sínar og Samfylkingar- innar nátengdar, með mikilvægi á aukinn jöfnuð í samfélaginu. Eyjólfur Jónsson, leikfangasmiður hefur um árabil haft áhuga á að safna f lottum leikföngum en fór síðar að búa til sínar eigin fígúrur. Hann hannar leikföng- inn í bootleg-stíl sem er vitnun í eftirlíkingar fráAsíu. Í safninu er að finna leikföng sem vísa í íslenska sjónvarpsþætti á borð við Pappírs-Pésa og Fóst- bræður. Þrjú í fréttum Leikföng, sóttkví og flokkar 76 þúsund Íslendingar heim- sóttu Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhúsið, Kjarvalsstaði og Ásmundarsafn á árinu. 1,7 milljarða króna aukning verður í málefnum hjúkrunar- rýma á næsta ári. 2.500 farþegar komast í gegnum nýtt landamærakerfi Idemia á hverjum klukkutíma. 7 börn hafa verið lögð inn á afeitrunardeild fyrir ólögráða ungmenni á Landspítalanum frá því í sumar. 59 prósent fatlaðra kvenna hafa orðið fyrir kynferðislegu, líkamlegu eða andlegu ofbeldi á lífsleiðinni. TÖLUR VIKUNNAR 13.12.2020 TIL 19.12.2020 TAKMARKAÐ MAGN BÍLA Í BOÐI UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 JEEP ® CHEROKEE Helsti staðalbúnaður Jeep® Cherokee Longitude Luxury: • 2.2 lítra 195 hestafla díselvél, 9 gíra sjálfskipting • Jeep Active Drive I Select Terrain með 4 drifstillingum, • Rafdrifin snertilaus opnun á afturhlera • Leðurinnrétting • 8,4” upplýsinga- og snertiskjár • Íslenskt leiðsögukerfi • Bakkmyndavél með bílastæðaaðstoð • Hágæða Alpine hljómflutningskerfi með bassaboxi • Apple & Android Car Play • Bluetooth til að streyma tónlist og síma ALVÖRU JEPPI - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF FRÁBÆRT VERÐ: 7.990.000 KR. ÖFLUG DÍSELVÉL - 9 GÍRA SJÁLFSKIPTING SPARNEYTINN - HLAÐINN LÚXUSBÚNAÐI VIÐSKIPTI Íslensk fyrirtæki með tengsl við bandaríska lyfjafram- leiðandann Pfizer hafa boðið fram aðstoð sína til íslenskra heilbrigðis- yfirvalda svo að útvega megi bólu- efni til landsins fyrr en ella. Slíkum umleitunum hefur hins vegar mætt holur hljómur, að því er heimildir Fréttablaðsins herma. Einn heim- ildamaður sagði að fulltrúar hins opinbera teldu mikilvægt að allar ákvarðanir er vörðuðu bóluefni „færu í gegnum rétta kanala,“ en Ísland hefur undirgengist inn- kaupasamning Evrópusambands- ins um kaup á bóluefni fyrir aðild- arlönd sambandsins og aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins. Fjölmörg fyrirtæki á Íslandi hafa náin viðskiptatengsl við Pfizer. Þar á meðal er Controlant, sem annast rekstur og umsjón upplýsingakerfa dreifingar bóluefnis Pfizer og er því með góð sambönd við lyfjarisann. Icepharma er svo umboðsaðili Pfizer á Íslandi, en fyrirtækin vildu ekki tjá sig um málið. Í vikunni sem leið hefur töluverð upplýsingaóreiða verið ríkjandi um tímasetningar og umfang bólusetn- inga. Þann 3. desember síðastliðinn birti heilbrigðisráðuneytið tilkynn- ingu sem gaf til kynna að kaup á bóluefni Pfizer fyrir allt að 85 þúsund einstaklinga væru handan hornsins. Í sömu tilkynningu voru leiddar líkur að því að hugsanlega næðist hjarðónæmi um vorið. Á undanförnum dögum hefur staðan um komu bóluefnisins breyst og nokkuð virtist bera á milli í málflutningi heilbrigðisyfirvalda og sóttvarnayfirvalda.  Nýjustu fregnir eru svo þær að 27. desember næstkomandi muni þrjú þúsund skammtar af bóluefni Pfizer berast á viku til landsins. Ef sú tíðni helst óbreytt út árið, mun það nægja til bólusetningar á tæplega 80 þúsund manns, sem svarar til um fimmt- ungs þjóðarinnar. Það eitt og sér yrði fjarri því sem dygði til að ná hjarðónæmi. Í erindi Svandísar Svavarsdóttur um bóluefni á Alþingi í gær sagði Svandís meðal annars að tryggt væri að Ísland fengi bóluefni í sama hlutfalli og önnur Evrópulönd. Einn viðmælandi Fréttablaðsins sagði að hugsanlega hefði það verið misráðið að taka þátt í stórinnkaupum Evr- ópuríkja á bóluefni, enda hefði öll áherslan þar verið að ná samning- um við AstraZeneca. Bóluefnisþró- un AstraZeneca er töluvert styttra á veg komið en Pfizer. Evrópulönd hafi hins vegar beitt hvert annað þrýstingi um að kaupa bóluefnið sameiginlega svo enginn reyndi að troðast fram fyrir röðina. Heil- brigðisyfirvöld um alla Evrópu hafa markað þá stefnu að eiga í beinum samskiptum við lyfjaframleiðendur um kaup á bóluefni. Hins vegar er allur gangur á því upp að hvaða marki stjórnsýslan nýtir sér tengsl einkafyrirtækja við erlenda fram- leiðendur, en íslenska stjórnsýslan virðist sitja eftir í þeim efnum. Á meðan Evrópusambandið lagði áherslu á að semja við AstraZeneca gengu önnur ríki frá samningum við Pfizer. Má þar nefna Banda- ríkin, Kanada, Bretland, Japan, Singapúr, Mexíkó og Suður-Kóreu. Þar af leiðandi hefur Pfizer skorið niður sendingar á bóluefni til Evr- ópulanda að undanskildu Bret- landi, sem gekk frá samningum við Pfizer fyrr í haust og hefur þegar hafið bólusetningar. thg@frettabladid.is Afþökkuðu aðstoð fyrirtækja við að ná tengslum við Pfizer Íslenska stjórnsýslan hefur hikað við að nýta sér tengsl einkafyrirtækja við erlenda lyfjaframleiðendur. Fjölmörg, fjölmenn ríki sömdu við Pfizer langt á undan Evrópusambandinu sem lagði mesta áherslu á að ná samningum við AstraZeneca. Bretar sömdu snemma við Pfizer og hafa hafið bólusetningar. Bólusetningar með bóluefni Pfizer/BioNTech hófust í Bretlandi í síðustu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP 1 9 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.