Fréttablaðið - 19.12.2020, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 19.12.2020, Blaðsíða 12
9-22 ALLA HELGINA OPIÐ OPIÐ 9-20 á Hvolsvelli, Reyðarfirði, Vestmannaeyjum, Vík og Þorlákshöfn. Afgreiðslutímar á www.kronan.is Pssst ... Gott að gera jólainnkaupin snemma í ár Tímasetning sölu rík-isins á hlut í Íslands-banka er góð, að mati viðmælanda Frétta-blaðsins. Samhliða lægra vaxtastigi hefur eftirspurn eftir fjárfestingakostum aukist. Forstjóri Kauphallarinn- ar segir að skráning Íslandsbanka væri mikilvæg fyrir hlutabréfa- markaðinn og myndi laða að fjár- festa, innlenda sem erlenda. Bjarni Benediktsson fjármála- ráðherra féllst í gær á tillögur Bankasýslu ríkisins um sölu á hlut í Íslandsbanka. Stefnt er á að selja hlutina í almennu hlutafjárútboði og skrá bankann, sem er að fullu í eigu ríkisins, í Kauphöllina. Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, nefnir gengis- þróun Arion banka sem nærtækt viðmið um hvort um sé að ræðan góðan tímapunkt til að selja í Íslandsbanka. Hinn 4. mars lagði Bankasýsla ríkisins til að ríkið myndi selja að lágmarki 20 pró- senta hlut í Íslandsbanka en dró tillöguna til baka tveimur vikum seinna í ljósi breyttra aðstæðna sem rekja má til COVID-19. 4. mars var gengi Arion banka 80 krónur á hlut en hafði lækkað í 59 krónur daginn sem Bankasýslan dró tillög- una til baka. Nú sé gengi bankans rúmlega 91, að hans sögn. Valdimar Ármann, sérfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Arc- tica Finance, segir að tímasetning sölunnar sé góð. Annars vegar hljóti háar fjárhæðir á innláns- reikningum að leita í arðbærari fjárfestingarkosti eins og hlutabréf. Hins vegar ætti breytt umhverfi í vaxtastigi landsins að öðru jöfnu að bæta samkeppnishæfni bank- anna og auka arðbærni lánasafna sem geri bankann mögulega að áhugaverðum fjárfestingarkosti. Magnús segir að þar að auki hafi Alþingi samþykkt frumvarp fjár- málaráðherra á fimmtudag, sem auki áhuga almennings á að fjár- festa á hlutabréfamarkaðnum. Frumvarpið snýr að því að frí- tekjumark einstaklinga nái einnig til arðgreiðslna og söluhagnaðar af skráðum hlutabréfum. Frítekju- markið var hækkað í 300 þúsund krónur fyrir einstaklinga og í 600 þúsund fyrir hjón. Magnús Örn Guðmundsson, for- stöðumaður hlutabréfa og bland- aðra sjóða hjá Stefni, bendir á að almenningur hafi sýnt hlutafjárút- boði Icelandair mikinn áhuga. Sjö þúsund nýir hluthafar hafi bæst við þá 4.500 sem fyrir voru. „Þeim hefur svo haldið áfram að fjölga eftir útboð og eru nú um 13 þús- und.“ Hann veltir upp þeim mögu- leika að minnka bankann fyrir skráningu, til dæmis með því að selja lánasöfn eða rekstrareiningar til hæstbjóðenda. „Fyrir eru tveir skráðir bankar. Fjárfestar þurfa að vega og meta verðmæti og tækifæri í þeim þriðja. Fyrir liggur að frekari hagræðingar er þörf í bankakerf- inu, en í dag eru þrír stórir og einn minni, sem raunar var að samein- ast skráðu tryggingafélagi.“ Aðspurður hvort fjárfestar hafi áhuga á að vera minnihlutaeig- endur að banka á móti ríkinu, telur Magnús forstjóri Kauphallarinnar svo vera. Hann segir að ríkið þurfi að huga vel að því fyrir útboðið hvernig hagi skuli eignarhaldinu til framtíðar litið. Stefna ríkisins sé að selja Íslandsbanka að fullu en eiga áfram hlut í Landsbankanum. „Ef þessar breiðu línur eru hæfi- lega skýrar tel ég að fjárfestar muni ekki setja eignarhald ríkisins fyrir sig,“ segir hann. Valdimar segir að tryggja þurfi aðkomu kjölfestufjárfesta í bank- anum hvort sem þeir koma erlendis frá eða séu hérlendis. Sá fjárfestir myndi taka að sér að leiða þær hagræðingaraðgerðir eða skipu- lagsbreytingar sem þurfi að gera á rekstri bankans til að hann upp- fylli ávöxtunarmarkmið fjárfesta. „Aðkoma ríkisins að stjórnun bankans þarf að vera alveg skýr og afmörkuð ef það verður áfram hluthafi í bankanum,“ segir hann. Til að auka líkurnar á að selja til kjölfestufjárfestis ætti mögulega að vinna að því að minnka efna- hag bankans áður en til sölu og skráningar kæmi. Magnús Örn hjá Stefni segir að það sé ekki útilokað að erlendir sjóðir sýni Íslandsbanka áhuga. Þó verði það að teljast langsótt um þessar mundir. Erlendir fjárfestar hafi verið að selja sig af innlendum verðbréfamarkaði að undanförnu. Hérlendis líkt og víða erlendis sé bönkum meinað að greiða út arð tímabundið. „Það geta vissulega líka legið tækifæri í offjármögn- uðum bönkum og að öllum líkind- um öf lugri viðspyrnu hérlendis. Íslensku bankarnir séu almennt fjárhagslega sterkir í samanburði við evrópska banka. Flokkun Íslands í MSCI Frontier Markets vísitöluna gæti hvatt þá til dáða,“ segir hann. Aðspurður hvort fyrirhuguð skráning Íslandsbanka muni leiða til þess að fjármagn þurrkist upp frá öðrum fjárfestingarkostum á óheppilegum, segir Valdimar að aukið framboð fjárfestingarkosta dragi vissulega fjármagn frá öðrum fjárfestingarkostum. „Eins og staðan er núna þá er lítið af nýjum almennum fjárfestingar- kostum en mikill áhugi, þannig að áhrifin verða líklega takmarkaðri en ella.“ Tímasetning sölu Íslandsbanka góð Sérfræðingar velta upp þeim möguleika að minnka Íslandsbanka með eignasölu og arðgreiðslu fyrir skráningu á hlutabréfamarkað. Stefna um framtíðareignarhald ríkisins á Íslandsbanka þarf að liggja fyrir við sölu. Eftirspurn eftir traustum fjárfestingarkostum. Fjármálaráðherra féllst í gær á tillögu Bankasýslu ríkisins um að selja hlut í Íslandsbanka. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Ríkissjóður gæti minnkað vaxtabyrði sína „Já, hví ekki?“ segir Valdimar Ármann aðspurður hvort hægt verði að koma sölu á hlut í Ís- landsbanka í gegnum þingið á kosningavetri. Hann bendir á að mikill hallarekstur sé fram undan hjá ríkissjóði og hluti af fjármögnun hans þurfi að fara fram með eignasölu. „Ávöxt- unarkrafa ríkisskuldabréfa og opinberra aðila hefur farið hækkandi undanfarna mánuði vegna áhyggna af miklu framboði á næsta ári sem markaðurinn hefur ekki verið reiðubúinn að taka við. Svona sala léttir þannig á skuldabréfamarkaðnum og í raun og veru gæti ríkissjóður minnkað vaxtabyrði sína af skuldabréfa- fjármögnun þar sem líklegt er að minni væntingar um útgáfu muni leiða til lægri ávöxtunarkröfu en ella. Þannig að þó að bankinn sé seldur á afslætti þá gæti það vel unnist upp með lægri fjármögn- unarkostnaði á skuldahlið ríkis- sjóðs,“ segir hann. Valdimar Ár- mann, sérfræð- ingur hjá Arctica Finance Magnús Örn Guðmundsson, forstöðumaður hjá Stefni Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@frettabladid.is 1 9 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.