Fréttablaðið - 19.12.2020, Qupperneq 20
Gunnar
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is
Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir
Þar með er
dottinn
botninn úr
efnahags-
lega bat-
anum sem
allir ráð-
gerðu á fyrri
hluta ársins.
Jón
Þórisson
jon@frettabladid.is
Fyrir nokkru var tendrað ljós sem kveikti von um að senn væru öll okkar vandræði á bak og burt. Bólusetningar gegn veirunni væru að hefjast og við fengum fréttir um að Bretar hefðu byrjað bólusetningar og Bandaríkja-menn stuttu síðar. Heilbrigðisráðherra lýsti
því í fjölmiðlum að tekist hefðu samningar við bólu-
efnaframleiðendur sem tryggðu okkur bóluefni sem
dygði til að sparka þessum vágesti út í ystu höf. Þungu
fargi var létt af brjósti landsmanna og vart var laus-
ungar í umgengni við sóttvarnareglur eins og fréttir úr
miðbænum um síðustu helgi báru vitni um.
Um svipað leyti voru fyrirtækin í landinu að leggja
lokahönd á áætlanir næsta árs sem tóku mið af þessum
gleðifregnum. Aukið var við áformaðar tekjur – hjólin
tækju að snúast á ný. Fram kom að heilsugæslan gæti
bólusett tugi þúsunda á hverri viku. Loksins var
þessum ríflega meðgöngulöngu þjáningum að ljúka.
Endamarkið í augsýn sem allir þrá eftir eyðimerkur-
gönguna. Tugir þúsunda vinnufærs fólks atvinnu-
laus, annar eins fjöldi sem kveið þegar mánaðamót
nálguðust vegna óttans um uppsögn. Óþolandi
aðstæður fjölda barna og kvenna sem búa við vaxandi
heimilisofbeldi. Aukið þunglyndi, vímuflótti og sjálfs-
vígshætta. Nú myndi styttast í að allt þetta yrði að baki
og við gætum snúið okkur að uppbyggingarstarfi á sál
og líkama, einstaklinga og fyrirtækja.
Þá flytur heilbrigðisráðherra af því fréttir að fyrsta
sending sé einhverju minni en gert hafði verið ráð
fyrir. Ekki sé gert ráð fyrir að við fáum fleiri en 5.000
skammta í fyrstu bólusetningu og kannski 7.000 í
janúar eða febrúar. Annað sé óráðið. Síðar breyttust
þessar tölur. Og á fimmtudag kom fram í máli sótt-
varnalæknis að ásættanlegu hjarðónæmi verði vart
náð með bólusetningum hér á landi fyrr en á síðari
hluta næsta árs. Nokkur upplýsingaóreiða einkennir
því skilaboð stjórnvalda, sem er slæmt ofan á annað.
En ekki fæst betur séð en botninn sé þar með dottinn
úr efnahagslega batanum sem allir ráðgerðu á fyrri
hluta ársins. Grundvöllur áætlana fyrirtækja brostinn
og sá brestur er jafnvel stærri en sá sem varð þegar
faraldurinn breiddist út í byrjun árs.
Nú er það svo að samningar um kaup bóluefnis voru
teknir úr því fyrirkomulagi sem jafnan er um kaup
og dreifingu lyfja. Það er heilbrigðisráðuneytið sem
annast þessa samningagerð en ekki þeir sem eru í við-
skiptasambandi við lyfjaframleiðendur. Óvíst er um
hverju það breytir í þessu samhengi en leiða má líkur
að því að viðskiptasambönd hefðu að minnsta kosti
getað tryggt sambærilegan árangur í innkaupum, og
sennilega betri.
Það eru því ekki líkur á öðru en að áfram þurfi sam-
félagið að búa við verulega íþyngjandi takmarkanir um
margra mánaða skeið. Það er umhugsunarefni.
Það verður hvorki lagt á fólk né fyrirtæki að búa við
íþyngjandi ráðstafanir sambærilegar þeim sem við
höfum reynt, langt fram eftir næsta ári. Vinna þarf
hnitmiðað að vernd viðkvæmra hópa en að öðru leyti
hefja opnun samfélagsins á ný.
Vernd lífs má ekki ganga svo langt að líf tapist. Það er
verra en að pissa í skó sinn.
Pissað í skóinn
Vegna fjölgunar kórónaveirusmita munu samkomutakmarkanir einkenna jólahald um heim allan í ár. Fólk á helst ekki að koma
saman. Geti það ekki haldið aftur af sér skulu aðeins
fáir hittast í einu. Það er bannað að knúsast, kyssast
og syngja. Alþjóða heil brigðis mála stofnunin hvetur
Evrópu búa til að setja upp grímur á sam komum með
fjöl skyldunni. Hugmyndir hafa verið uppi um að
fresta jólunum fram til páska.
Ráðamönnum er nú líkt við Scrooge og Grinch.
Þeir eru sakaðir um að reyna að af lýsa jólunum. Það
yrði þó ekki í fyrsta sinn í sögunni:
n Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, hefur ekki
farið leynt með aðdáun sína á Winston Churchill.
Svo hrifinn er Boris af forvera sínum sem leiddi Breta
í gegnum síðari heimsstyrjöldina, að hann apar
upp framkomu hans og talanda og virðist ófær um
að opna munninn án þess að út streymi stríðssam-
líkingar. Boris til mæðu hafa stjórnarathafnir hans
undanfarið hins vegar vakið hugrenningatengsl við
annan liðinn leiðtoga.
Oliver Cromwell er þekktur fyrir að hafa leitt upp-
reisn gegn konungsveldinu í ensku borgarastyrjöld-
inni á árunum 1642-1651, gert Karl I. Englandskon-
ung höfðinu styttri og lýst England lýðveldi. Hann er
líka þekktur fyrir að hafa bannað jólin.
Cromwell og fylgismenn hans voru púrítanar. Þeir
höfðu lengi haft horn í síðu hátíðahalda jólanna, sem
þeim þóttu syndsamlegt prjál. Árið 1647 bannaði
þingið jólin. Verslunum og mörkuðum var gert
að hafa opið alla jólahátíðina. Jólaskraut var gert
útlægt. Hömlur voru settar á fögnuð og áfengis-
neyslu. Hermönnum var gert að vakta götur Lund-
úna og gera upptækan allan mat sem leit út fyrir að
vera jólamatur.
Þegnarnir tóku banninu illa. Óeirðir brutust út
víða um land. Að Cromwell gengnum var konung-
ungdæmið endurreist og jólin endurvakin.
n Á tímum frönsku byltingarinnar sem hófst árið
1789 voru jólin blásin af. Messur voru bannaðar,
kirkjuklukkur bræddar niður og bökurum gert að
endurnefna jólakökur „frelsiskökur“.
n Breska ríkisútvarpið, BBC, ákvað nýverið að rit-
skoða eitt vinsælasta jólalag Bretlands, „Fairytale
of New York“ með þjóðlaga pönkhljómsveitinni
Pogues. Texti lagsins, sem er frá árinu 1987, þykir
innihalda óviðeigandi orð. Í stað þess að banna lagið
ætlar ríkisútvarpið að breyta textanum.
Þetta er ekki í fyrsta sinn í sögunni sem texti vin-
sæls jólalags hlýtur yfirhalningu. Stjórnvöld í þriðja
ríki Hitlers töldu sér standa ógn af skipulagðri trúar-
starfsemi. Margir söfnuðir voru bannaðir. En í stað
þess að banna jólin nýttu nasistar þau sér í vil. Þeir
breyttu jólunum í veraldlega hátíð, lögðu áherslu á
heiðinn uppruna þeirra, leiddu að því líkur að jóla-
sveinninn væri germanskur og ætti rætur að rekja til
guðsins Óðins og sömdu nýja texta við þekkta jóla-
sálma, þar sem Hitler fór með hlutverk frelsarans.
n Kúba var lýst trúlaust ríki árið 1962. Árið 1969
afnam Fiedel Castro jólin því hátíðin þótti truf la
vinnu við sykurreyrsuppskeruna. Jólatré voru alls
staðar bönnuð nema á ferðamannastöðum og hót-
elum.
Árið 1997 tilkynnti Jóhannes Páll páfi II. að hann
hygðist heimsækja Kúbu. Af því tilefni gáfu stjórn-
völd Kúbverjum eins árs undanþágu frá banninu.
En jólin voru komin til að vera og breytingin varð
varanleg.
Dagatalið og sagan sýna að jólin koma alltaf aftur.
Förum því að engu óðslega um hátíðirnar. Ef við
tökum Skrögg, þ.e. Ebenezer Scrooge, okkur til fyrir-
myndar í ár, bíður okkar vonandi betri tíð með blóm
í haga næstu jól.
Jólaboð og -bönn
1 9 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R20 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN