Fréttablaðið - 19.12.2020, Page 24

Fréttablaðið - 19.12.2020, Page 24
Íslensk innrás á Spáni Það voru ekki mörg verkefnin hjá landsliðum Íslands í körfubolta þetta árið. Karlalandsliðið vann þrjá leiki af fjórum og er komið í góða stöðu í forkeppninni fyrir und- ankeppni HM 2023. Kvennalands- liðið tapaði báðum leikjum sínum en æfingabannið og fjarvera lykil- manna gerði íslensku liðunum erfitt fyrir í landsleikjaverkefnunum. Líkt og í handboltanum tókst ekki að halda úrslitakeppni í körfu- boltanum í vor og voru því aðeins krýndir deildar- og bikarmeistarar. Valskonur sýndu algjöra yfirburði í deildarkeppninni kvennamegin, en í bikarnum tókst Skallagrími að vinna bikarmeistaratitilinn í fyrsta sinn með sigri á KR í úrslitaleiknum. Það var aðeins annar titillinn í sögu Borgnesinga eftir Íslandsmeistara- titli kvennaliðs Skallanna í körfu- bolta árið 1964. Í karlaflokki vann Stjarnan báða titlana sem í boði voru, annað árið í röð, en KR fékk ekki að gera atlögu að sjöunda Íslandsmeistaratitlinum í röð. Í at vinnumennskunni urðu tveir Íslendingar landsmeistarar með félögum sínum. Martin Her- mannsson átti frábært ár með Alba Berlin sem vann tvöfalt, landstitil og bikar meistaratitil. Vesturbæ- ingurinn söðlaði um og samdi við spænska stórliðið Valencia í sumar þar sem hann hefur byrjað vel. Á Spáni fær Martin reglulega að kljást við kunnugleg andlit í Tryggva Snæ Hlinasyni og Hauki Helga Pálssyni. Tryggvi er sífellt að fá stærra hlut- verk hjá félagi sínu, Casademont Zaragoza og var frábær í þeim lands- leikjum sem hann lék í og Haukur Helgi hefur byrjað vel með Andorra eftir vistaskipti frá Rússlandi á árinu. Þá eru nokkrir Íslendingar á mála í neðri deildunum á Spáni þessa dagana. Sífellt fleiri leikmenn eru að fara erlendis að spila og varð Elvar Már Friðriksson einn af bestu leikmönn- um Boras sem varð sænskur meistari á árinu. Það vakti athygli stærri liða og samdi Elvar við Šiauliai í Litháen þar sem Elvar hefur leikið vel þrátt fyrir að ekkert gangi hjá félaginu. Þá varð Sara Rún Hinriksdóttir deildar- bikarmeistari með liði sínu, Leicester Riders á Englandi og stóð upp úr í landsleikjum Íslands á árinu. Ofarlega á heimsvísu Frestun Ólympíuleikanna gerði það að verkum að íslenskt afreksfólk hafði meiri tíma til að ná Ólympíu- lágmörkum en kom í veg fyrir þátt- töku spjótkastarans Ásdísar Hjálms- dóttur á fjórðu Ólympíuleikunum. Ásdís var búin að gefa það út að þetta yrði hennar síðasta ár og ÓL hennar síðasta mót, en hún stóð við orð sín í stað þess að fresta ákvörðun sinni um ár. Ásdís kvaddi með þrett- ánda lengsta kasti ársins þegar hún átti fjórða besta kast sitt á ferlinum. Ásdís var ekki sú eina sem var ofar- lega á heimsvísu þetta árið, Guðni Valur Guðnason bætti Íslands- metið í kringlukasti með fimmta besta kast ársins á heimsvísu, upp á 69,35 metra. Þá tvíbætti Hilmar Örn Jónsson í sleggjukasti og átti ellefta lengsta kast ársins og Vigdís Jóns- dóttir bætti Íslandsmetið í sleggju- kasti fimm sinnum, síðast með 98. lengsta kasti ársins.  Í sundi bar Anton Sveinn McKee af hjá Íslendingum en hann varð atvinnumaður á árinu og keppti fyrir hönd Toronto Titans í deild með sterkasta sundfólki heims. Anton vann tvær greinar fyrir hönd Titans og bætti Íslands-  og Norðurlanda- met. Hann er eini Íslendingurinn sem er búinn að tryggja sér þátttöku- rétt á Ólympíuleikunum í Tókýó. Á sama ári tilkynnti ein  af fremstu sundkonum Íslands frá upphafi, Eygló Ósk Gústafsdóttir, að hún væri hætt að keppa. Eygló, sem var valin íþróttamaður ársins árið 2015 vann til þrennra bronsverðlauna á EM í 25 metra laug það árið og keppti til úrslita á Ólympíuleikunum í Ríó ári síðar, ákvað að leggja sundhettuna á hilluna. Af kylfingum okkar Íslendinga náðu Guðmundur Ágúst Kristjáns- son og Guðrún Brá Björgvinsdóttir besta árangrinum. Guðmundur Ágúst var að keppa á Áskorenda- mótaröð Evrópu, næst sterkustu mótaröð Evrópu í fyrsta sinn og náði næst besta árangri sem Íslend- ingur hefur náð í 46. sæti á stigalist- anum. Í kvennaflokki var lítið um keppnir þegar Guðrún Brá keppti á Evrópumótaröðinni, næst sterk- ustu mótaröð heims, í fyrsta sinn, en Hafnfirðingurinn varði Íslands- meistaratitil sinn á árinu. Með því hampaði Guðrún titlinum þriðja árið í röð og varð með því fimmta konan sem nær því afreki og sú fyrsta í 24 ár. Ríkjandi íþróttamaður ársins, Júlían J. K. Jóhannesson gat lítið afrekað á árinu enda var EM og HM í kraftlyftingum fellt niður. Júlían bætti eigið heimsmet í réttstöðu- lyftu á Íslandsmótinu í sumar en metið var ekki viðurkennt enda ekki um alþjóðlegt mót að ræða.  kristinnpall@frettabladid.is ÍSLENSKAR ÍÞRÓTTIR 2020 Stelpurnar okkar voru hófsamar í fagnaðarlátunum eftir leikinn gegn Ungverjalandi enda kom ekki í ljós fyrr en síðar um kvöldið að sætið á EM væri tryggt þegar úrslit úr öðrum leikjum voru hagstæð. Með því varð ljóst að Ísland myndi komast í lokakeppni Evrópumótsins fjórða skiptið í röð. MYND/MLSZ.HU Velgengni Ísaks í Svíþjóð vakti athygli stærstu liða Evrópu. Bjarki Már lék frábærlega með Lemgo og var markahæsti leikmaður þýsku deildar- innar áður en deildarkeppnin var blásin af vegna kórón- aveirufarald- ursins. FRÉTTA- BLAÐIÐ/GETTY Guðrún Brá varð Íslandsmeistari þriðja árið í röð en Bjarki Pétursson vann sinn fyrsta titil. MYND/GSÍMYNDIR.NET/SETH 1 9 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R24 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.