Fréttablaðið - 19.12.2020, Síða 26

Fréttablaðið - 19.12.2020, Síða 26
Í Þ R ÓT TA M E I Ð S LI L æk natey m i Arsen al var á dögunum gagnrýnt fyrir að hafa hleypt David Luiz, leikmanni liðsins, aftur inn á völl- inn eftir höfuðhögg snemma leiks í ensku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu. Luiz lauk fyrri hálf leik og fór af velli í hálf leik. Rætt hefur verið um reglubreytingu að leyfa auka skiptingu fyrir leikmenn sem hafa orðið fyrir höfuðhöggi. Jan Vertonghen, fyrrverandi leik- maður Tottenham, greindi nýverið frá því að hann hefði æft í marga mánuði í kjölfar höfuðhöggs, þrátt fyrir að glíma við höfuðverki og svima. Þetta hafi hann gert til að auka líkurnar á að fá nýjan samn- ing. Níu breskir rúgbýleikmenn munu höfða mál gegn sérsamböndum landa sinna og Alþjóðarúgbýsam- bandinu þar sem þeir hafi greinst með einkenni heilabilunar sem þeir telja að tengja megi við íþróttina. Þokast í rétta átt síðustu ár María Kristín Jónsdóttir taugasál- fræðingur, Hafrún Kristjánsdóttir, doktor í líf- og læknavísindum, og læknirinn Helga Á. Sigurjónsdóttir hafa rannsakað höfuðhögg íþrótta- manna síðustu tvö árin. „Fyrir nokkrum árum voru mjög fáir að velta fyrir sér heilahristingi og afleiðingum hans í íþróttahreyf- ingunni. Við í HR héldum málþing um heilahristing í íþróttum 2013 sem var mjög illa sótt af aðilum innan íþróttahreyf ingarinnar. Þetta hefur hins vegar breyst síðan þá. Forráðamenn félaga hafa óskað eftir fræðslufyrirlestrum hjá okkur og meðrannsakendum okkar í heilahristingsrannsókninni en ljóst er að miklu betur má ef duga skal. Margir átta sig ekki enn á hversu alvarlegar afleiðingar ítrek- aðir heilahristingar geta haft á líf og lífsgæði íþróttamanna,“ segir María Kristín í samtali við Fréttablaðið. „Heilahristingur er nákvæm- lega það sem felst í orðinu, heilinn hristist til inni í höfuðkúpunni fyrir tilverknað utanaðkomandi krafta. Einkenni heilahristings er til að mynda sjóntruf lanir, íþrótta- maðurinn er ringlaður, man ekki hvað gerðist. Einungis lítill hluti þeirra sem fá heilahristing missir meðvitund en margir halda að það sé forsenda greiningar heila- hristings og svo lengi sem menn missi ekki meðvitund sé allt í lagi. Það er hins vegar rangt. Það er líka mikilvægt að athuga að hægt er að fá heilahristing þó höggið komi á líkamann og ekki beint á höfuðið. Ef höggið á líkamann er nægilega þungt til að slinkur komi á höfuðið getur orðið heilahristingur. Svo þarf líka að hafa í huga að uppsöfnuð högg á líkama og höfuð í gegnum mörg ár geta lagst á vogarskálarnar þó íþróttamaður hafi aldrei greinst formlega með heilahristing. Rannsóknir sýna að uppsafnaður höggafjöldi hafi leitt til þunglyndis og annarra vandkvæða meðal íþróttamanna í amerískum fót- bolta. Eflaust á þetta við um fleiri íþróttir, en þeir sem spila amerískan fótbolta hafa verið rannsakaðir meira en aðrir hópar og því vitum við einna mest um þá íþrótt. Þó að heilahristingur sé f lokkað- ur sem vægur heilaáverki þýðir það ekki að skaðinn verði ávallt varan- legur. Það ber hins vegar alltaf að fara varlega þegar heilahristingur er annars vegar og gefa sér tíma til þess að leyfa heilanum að jafna sig.“ Hefur mismunandi áhrif „Þau okkar sem stundum hreyf- ingu okkur til heilsubótar jöfnum okkur alla jafna f ljótt af heila- hristingi og langf lestir ná sér á einni til tveimur vikur. Þetta á við um allan almenning sem ekki hefur fengið heilahristing áður. Keppnisfólk, sem æfir snertiíþrótt af kappi mörgum sinnum í viku og spilar leiki, er í allt annarri áhættu. Af þeim sökum eru íþróttatengdir heilahristingar til sem sérstakt hugtak í fræðunum, sem sérstakur f lokkur áverka, og gerðar hafa verið aftur-til-leiks reglur um það hvenær og hvernig eigi að byrja aftur æfingar,“ segir María. „ R a nnsók nir ha fa sý nt að íþróttafólk sem hefur einu sinni fengið heilahristing er í aukinni áhættu á að fá annan heilahristing. En ekki bara að fá annan heila- hristing heldur einnig almennt hættu á að slasast eftir að viðkom- andi byrjar aftur að spila. Þegar tveir eða f leiri heilahristingar eiga sér stað með stuttu millibili aukast líkur á langvarandi heilahristings- einkennum og erfiðleikum við að ná bata,“ segir hún. „Þar að auki er þetta keppnisfólk, sem lætur ekki deigan síga og vill ekki missa úr leik. Þannig gefa íþróttamenn sér oft ekki nægan tíma til að ná bata og leyfa ekki heilanum að jafna sig. Þar með eykst heilahristingsáhættan líka því snertiíþróttir hafa í sér fólgna töluverða áhættu,“ segir Marta. „Það þarf að breyta viðhorfum og viðbrögðum en það er auðvitað alltaf erf itt. Heilahristingur er alvöru mál og íþróttamaðurinn er ekki dómbær á það hvort hann eigi að halda áfram leik eða ekki. Aðrir þurfa að grípa þar inn í. Það er ekki aumingjaskapur að vilja hætta eftir að hafa fengið högg á höfuðið og f inna fyrir höfuðverk. Enginn þjálfari fer fram á að íþróttamaður spili með slitið krossband. Sama viðhorf ætti að vera um heilahristing. Það þarf með öðrum orðum að bera virðingu fyrir heilahristingum og mikilvægi þess að jafna sig vel. Þetta á líka við um áhorfendur sem eiga ekki að hvetja íþróttamann að halda áfram eftir höfuðhögg.“ Rannsaka fjölda atvika „Rannsóknir sýna að það að hafa fengið vægan heilaáverka eins og heilahristing sé áhættuþáttur fyrir minnkaðri heilahreysti og amyloid útfellingum í heila. Þar með eru þess háttar höfuðhögg áhættu- þáttur fyrir heilabilun til að mynda Alzheimer sjúkdómi og f leiri sjúk- dómum í heila, svo sem Parkinson og geðsjúkdómum. Þetta gildir fyrir alla hópa,“ segir María um mögulegar af leiðingar þess að fá höfuðhögg. „Hvað áhættuþætti fyrir heila- bilun varðar er aftur á móti margt annað sem getur vegið upp á móti, að minnsta kosti að hluta. Má þar nefna menntun, almenna hreysti, upplag og f leira. En vissulega geta höfuðhögg skipt máli. Það þýðir þó ekki að allir sem fá heilahristing þrói með sér heilabilun á efri árum. Áverkaheilabilun hefur verið tengd sögu um marga heilahrist- inga og önnur högg sem hafa þó ekki nægt til að greinast með heila- hristing. Áverkaheilabilun ein- kennist af mjög miklum hegðunar- breytingum, miklum geðrænum vanda, svo og hugrænni skerðingu. Ekki telja þó allir að þennan vanda megi alltaf rekja beint til heila- hristinganna og þetta er að sumu leyti mjög umdeilt efni,“ segir hún. „Það skal þó sagt að mikilvægt er að leggja áherslu á að allir ættu að hreyfa sig; íþróttir eru ákaflega mikilvæg heilsubót. Það er alltaf meiðslahætta í íþróttum, bæði hjá keppnisfólki og hinum sem hjóla sér til skemmtunar eða eru í bumbu- bolta. Fólk verður að geta tekið upp- lýsta ákvörðun og kunna réttu við- brögðin ef það fær heilahristing og vita hvað getur gerst. Íþróttafélögin verða því að búa til þá umgjörð að íþróttamönnum líði vel með að taka sér hvíld frá æfingum ef þeir fá heilahristing. Það myndi breyta miklu fyrir heilsu íþróttamanna ef allir væru fullkomlega meðvitaðir um hættuna sem fylgir því að harka af sér og spila í gegnum höfuðverk- inn eftir heilahristinginn.“ „Rannsóknir okkar á heilahrist- ingum meðal íslenskra íþrótta- manna sýna töluverða vanþekk- ingu á því hvað heilahristingur er. Íþróttamenn þurfa meiri þekkingu og reyndar á þetta við um alla sem að íþróttamálum koma. Nú er því miður ekki vitað hversu margir íþróttamenn fá heilahristing á æfingu eða í leik á ári hverju og það er miður. Við hyggjumst bæta úr því og höfum fengið leyfi Vís- indasiðanefndar til að gera rann- sókn á þessu á landsvísu, bæði meðal karla og kvenna, og munum hefjast handa fljótlega.“ hjorvaro@frettabladid.is Það er ekki aum- ingjaskapur að hætta eftir að hafa fengið högg á höfuðið og finna fyrir höfuðverk. María Kristín Jóns- dóttir, taugasál- fræðingur Þurfa að hafa vit fyrir íþróttafólki Rannsókn stendur yfir á afleiðingum höfuðhöggs hjá íþróttamönnum á vegum þriggja fræðimanna hjá Háskólanum í Reykjavík. Vitundarvakning hefur orðið um málið síðustu ár en margt má þó gera betur í viðbrögðum við heilahristingi hjá leikmönnum. KONUR Í ATVINNULÍFINU Blaðið er unnið í samtarfi við FKA - Félag kvenna í atvinnulífinu. Blaðið verður gefið út þann 27. janúar eða sama dag og árleg viðurkenningarhátíð FKA fer fram, þar sem þrjár glæsilegar konur fá sérstakar viðurkenningar fyrir að hafa verið öðrum konum í atvinnulífinu hvatning og fyrirmynd. Daginn eftir munu svo viðtöl við þessar glæsilegu konur birtast í Fréttablaðinu. Öll fyrirtæki og stofnanir sem eru stolt af því að hafa jafnrétti kynjanna í hávegum stendur til boða að taka þátt í þessu blaði með auglýsingu eða umfjöllun. Nánari upplýsingar um blaðið veitir: Jóhann Waage markaðsfulltrúi Fréttablaðsins. Sími 550 5656 / johannwaage@frettabladid.is FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum ferming rgjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningun i um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsing pláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is David Luiz fékk þungt höfuðhögg í leik Arsenal og Wolves á dögunum en sneri aftur inn á völlinn og lauk fyrri hálf- leik. Brasilíumaðurinn fór af velli í hálfleik eftir að hafa kvartað undan óþægindum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 1 9 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R26 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.