Fréttablaðið - 19.12.2020, Side 33

Fréttablaðið - 19.12.2020, Side 33
óróleg þegar börnin voru að fara að sofa þetta kvöld. „Dóttir okkar var nýbúin að taka upp á því að vilja sofa ber að ofan eins og pabbi hennar og bróðir og ég man að ég hugsaði að það væri kannski ekki rosalega sniðugt ef við þyrftum að hlaupa út mjög skyndilega.“ Annað sem var svolítið sérstakt að mati Önnu er að eftir að hafa gengið fram hjá herbergi Ölmu hafi hún bakkað og farið inn til hennar. „Ég kyssti hana þá og bauð henni góða nótt sem ég geri ekkert alltaf við fimmtán ára unglinginn.“ Fylltist á nokkrum sekúndum Eftir það gekk Anna inn í eldhús, sá að Helena vinkona hennar og skóla- stjóri Lýðskólans hafði hringt og reyndi að hringja til baka án árang- urs. „Ég fer svo inn í stofu og hún hringir til baka og segir mér að snjó- flóð hafi fallið á höfnina, rétt í þeim töluðu orðum fellur snjóflóð á húsið mitt.“ Flóðið gekk inn í húsið sitt hvor- um megin við Önnu sem stóð við gluggalausan vegg. „Þetta gerist svo ótrúlega hratt, húsið bara fyllist af snjó á nokkrum sekúndum og rúður sprungu vegna hljóðbylgjunnar,“ útskýrir Anna. „Ég segi ítrekað við Helenu sem enn er í símanum að það hafi fallið snjóf lóð á húsið mitt en hún náði þessu hreinlega ekki. Ég sé strax Félagar í björgunarsveitinni Sæbjörgu, Flateyri, sem komu að björgun Ölmu ásamt Ölmu sjálfri og Bjarnheiði hjúkrunarfræðingi sem hlúði að henni þegar hún fannst. Hús fjölskyldunnar í bakgrunni. MYND/EYÞÓR JÓVINSSON vini sínum og var við það að kaupa hlut í staðnum þegar hann heyrði af því að Anna fyrirhugaði að flytja á Flateyri ásamt börnunum þremur. „Það var mikið sjokk, enda minna vesen að skreppa til Köben heldur en þangað,“ segir Óli sem var hálf- partinn á hliðinni vegna fréttanna, þar til hann áttaði sig á því að hann gæti bara f lutt vestur líka. Hann flutti á Ísafjörð þar sem hann opn- aði gullsmíðaverkstæði og börnin gátu þá farið á milli og dvalið þann- ig hjá báðum foreldrum. Óli er gam- all skíðamaður sem tók fjallaskíðin fram og naut sín vel fyrir vestan þar sem stutt er í fjöllin. Ævintýraþráin hafði enn einu sinni dregið Önnu af stað og hún réði sig sem kennslustjóra við Lýð- skólann á Flateyri og leigði hús í efri byggðum þorpsins þar sem hún bjó með börnunum þremur. „Ég þekkti aðeins til á Flateyri og hafði heimsótt þorpið sem krakki. Þarna vorum við að undirbúa opnun skólans og það var ótrúlega spennandi verkefni.“ Anna segir vel hafa verið tekið á móti fjölskyld- unni og að þeim hafi liðið mjög vel. „Svo er þetta einn fallegasti stað- ur landsins, Önundarfjörðurinn er einstakur og það er varla hægt að ímynda sér betri stað til útivistar,“ segir Óli sem ber Ísafirði einnig ein- staklega vel söguna, þangað sem hann er enn með sterka tengingu og rekur þar enn verslun. Leist ekki á staðsetningu hússins Anna leigði eins og fyrr segir hús fyrir sig og börnin í efri byggð Flat- eyrar og segir Óli að sér hafi ekki alveg litist á staðsetninguna. „Þegar ég sá húsið sem stendur um tveimur metrum frá snjó- f lóðavarnargarðinum stóð mér ekki á sama. Bróðir minn hafði 19 ára gamall farið sem björgunar- sveitarmaður í f lóðið sem skall á byggðina 1995 og sú reynsla sat svo í honum að hann hætti sem björg- unarsveitarmaður. Maður gat ekki annað en hugsað út í þetta en bægði þeim hugsunum svo frá sér og sagði sjálfum sér að treysta garðinum,“ útskýrir Óli. Anna bendir jafnframt á að fyrri veturinn sem hún bjó fyrir vestan hafi lítið snjóað og allar snjóflóða- áhyggjur verið víðs fjarri. „Skíða- svæðið var þá bara opið tvær helgar svo manni fannst maður hálfsvik- inn,“ segir Anna og Óli bætir við að líklega hafi of margir skíðamenn lagst á bæn því síðasti vetur var einn sá snjóþyngsti í manna minnum. Snjóaði stanslaust En að örlagaríka deginum 14. janúar síðastliðnum. Snjó hafði kyngt niður í f leiri daga og ófært var á milli Flateyrar og Ísafjarðar. Siggi, sonur þeirra Önnu og Óla, hafði dvalist hjá pabba sínum í tíu daga þar til hann fékk far með snjótroð- ara yfir svo hann var nýkominn til Flateyrar þegar snjóflóðið féll á heimili þeirra. „Þetta var rosalegasta veður sem maður getur ímyndað sér, snjóaði stanslaust og var mjög hvasst. Mér var farið að líða hálfilla enda veðrið búið að standa yfir lengi og maður sá ekkert út. Það var alltaf óvissu- stig enda komst enginn til að mæla snjóalög vegna veðurs, en hefði verið lýst yfir hættustigi hefði ég fært okkur neðar í byggðina.“ Anna segist hafa verið svolítið ÞEGAR ÉG SÁ HÚSIÐ SEM STENDUR UM TVEIMUR METRUM FRÁ SNJÓFLÓÐA- VARNARGARÐINUM STÓÐ MÉR EKKI Á SAMA. Óli OPNUNARTÍMAR UM HÁTÍÐIRNAR Vínbúðirnar á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, Reykjanesbæ og Selfossi E N N E M M / S ÍA / N M 85 2 76 Nánari upplýsingar um opnunartíma er að finna á vinbudin.is Við minnum á að áfengiskaupaaldurinn á Íslandi er 20 ár og biðjum fólk að hafa skilríki meðferðis. MUNUM EFTIR GRÍMUNUM Laugardagur 19. desember 11.00 - 18.00 Sunnudagur 20. desember Lokað Mánudagur 21. desember 11.00 - 18.00 Skeifan, Dalvegur og Skútuvogur 10.00 - 20.00 Þriðjudagur 22. desember 10.00 - 20.00 Miðvikud. 23. des. – Þorláksmessa 10.00 - 22.00 Fimmtud. 24. des. – aðfangadagur 9.00 - 13.00 Föstudagur 25. des. – jóladagur Lokað Laugardagur 26. des. – annar í jólum Lokað Sunnudagur 27. desember Lokað Mánudagur 28. desember 11.00 - 18.00 Skeifan, Dalvegur og Skútuvogur 10.00 - 20.00 Þriðjudagur 29. desember 11.00 - 18.00 Skeifan, Dalvegur og Skútuvogur 10.00 - 20.00 Miðvikudagur 30. desember 10.00 - 20.00 Fimmtud. 31. des. – gamlársdagur 9.00 - 14.00 Föstudagur 1. janúar – nýársdagur Lokað Laugardagur 2. janúar 11.00 - 18.00 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 33L A U G A R D A G U R 1 9 . D E S E M B E R 2 0 2 0
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.