Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.12.2020, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 19.12.2020, Qupperneq 50
Það er allt ágætt að frétta af mér. Maður reynir að leita lausna þessa dagana og ég var að stofna Bókabúð á hjólum fram að jólum, til að koma til móts við ástandið í samfélaginu. Fólk getur núna fengið bækur eins og Stafa­ karlana og Jólasveinasögu sendar beint heim að dyrum. Það er upp­ lagt fyrir þá sem vilja losna við raðir í búðum og grímustandið. Þetta kóf reynir á alla. Ef fólk vill nýta sér þetta og fá bók getur það sent mér skilaboð á fésbók og ég færi því bókina heim að dyrum,“ segir rithöfundurinn Bergljót Arnalds, sem þeysir um höfuðstaðinn og nágrenni á Bókabílnum um helgina en líka til kaupenda í nærumhverfi Eyrarbakka þar sem hún hefur verið að gera upp gamalt hús. „Þetta verður svona pínu eins og ísbíllinn á sumrin, nema ég er að selja fræðandi barnabækur. Þetta er skemmtilegt tilraunaverkefni sem ég vona að heppnist!“ segir hún og brosir. Sjálf er hún að lesa bókina The Artist’s Way á aðventunni. „Sú bók er algjört æði, en svo á eftir að koma í ljós hvað leynist í jólapökkunum og á náttborðinu á jóladag. Íslensku höfundarnir eru á góðum spretti núna og þar á meðal margir vinir mínir. Um jólin les líka dóttir mín fyrir mig barna­ bækurnar því hún er að æfa sig í lestri,“ segir Bergljót og hlakkar mikið til jólanna. „Jólin fyrir mér eru hátíð ljóss og kærleika. Besta jólaminningin er heima hjá ömmu minni Bergljótu að taka upp sameiginlega pakka með bróður mínum. Það var ekki verið að spandera í þá daga og ef pakkarnir voru af stærri gerðinni, eins og fjöl­ skylduspil, þá fengum við það saman. Mér þótt vænt um það að deila gjöf með annarri manneskju. Það tengdi okkur saman og svo var svo gaman að spila með allri fjölskyld­ unni. Samveran er besta jólaminningin.“ Dreymir um taktmæli Um þessi jól kemur fjölskyldan heim til Bergljótar á aðfanga­ dagskvöld. „Ég veit bara að jólin verða yndisleg, hvernig sem þau verða. Það eru kerta­ ljós, góður matur, fólkið sem ég elska og ástin sem fullkomna mín jól. Friðurinn að fá bara að vera og „eiga“ ekki að þurfa að gera eitthvað eða fara eitthvert. Bara að vera með sínum nánustu á þessari stundu,“ segir Bergljót. Hana dreymir um takt­ mæli í jólagjöf og kósí föt til að skottast um í heima, en annars bara bros. „Dóttir mín verður í sanseruðum grænum kjól en ég á eftir að finna minn. Það verður eitthvað sem er þægilegt að vera í því ég elda á aðfangadag. En það tilheyrir jólastemningunni að fara í fallegan kjól.“ Uppáhaldsjólamatur Bergljótar er villibráð og heimagerður ís, og súkklaðibitakökur eru í dálæti. „Ég laga alltaf jóla­ ísinn sjálf og legg mikinn metnað í hann. Geri fjór­ falda uppskrift en hún klárast öll. Ísinn er alltaf mjög vinsæll. Ég baka líka litlar marens­ kökur með ísnum og set stundum inn í þær súkkulaðibita og það er algjörlega tryllt.“ Jólasveinn kemur Jóladagarnir þrír eru Bergljótu allir hjart­ fólgnir. „Á aðfangadag fæ ég fjölskylduna til mín, en jóladagur er rólegur og þá er hægt að spila á píanóið og lesa. Á annan í jólum fæddist frændi minn og mér þykir svo vænt um hann. Þar að auki er uppá­ haldsjóladagurinn þegar ég held jóla­ ball fyrir alla fjöl­ skylduna, en það hefur alltaf verið hápunktur jólanna. Þá kemur jólasveinninn og við dönsum í kringum jólatréð. Sá dagur verður með einhverju öðru sniði í ár býst ég við,“ segir Bergljót sem hlakkar til að njóta hátíðarinnar í allri sinni dýrð. „Uppáhaldsjólabókin mín þegar ég var krakki var Þegar Trölli stal jólunum. Það var því mjög gaman að sjá Grinch á sínum tíma. Mér þykir mjög vænt um myndina Jólaósk Önnu Bellu en ég talaði inn fyrir Önnu Bellu og söng. Það er mjög falleg og hugljúf jóla­ mynd sem var sýnd í sjónvarpinu á sínum tíma og síðar gefin út af Bergvík. Hún hefur verið spiluð fyrir hver jól því hún er í uppá­ haldi hjá dóttur minni,“ segir Bergljót. „Uppáhaldsjólalögin eru svo ótal mörg. Mér finnst mjög ljúft þegar ég er beðin um að syngja Ó, helga nótt á jólatónleikum. Það er svo hátíðlegt. En þau eru mörg svo góð og fer eftir stemningunni hverju sinni.“ Lesið í barnalauginni Bækur Bergljótar hafa verið gíf­ urlega vinsælar en þær þekktustu eru Stafakarlarnir, klukkubókin Tóta og tíminn, Talnapúkinn og bækurnar um Gralla gorm. „Vinsælasta bókin í bókabílnum er án efa Jólasveinasaga. Hún fjallar um Grýlu og jólasveinana og vesenið á þeim við að komast til byggða. Svo er ég með baðbók fyrir yngstu börnin sem hægt er að taka með sér í sund því nú eru laugarnar opnar. Ekki amalegt að geta lesið í barnalauginni.“ Með bókabúð á hjólum fyrir jól Rithöfundurinn Bergljót Arnalds ætlar að klæðast þægilegum jólakjól við eldamennskuna á aðfangadag. Til jóla fer hún um borg og bý á Barnabókabílnum með vinsælar barnabækur sínar. Maðurinn er snillingur í að koma sér í vanda og enn meiri snillingur í að græða á honum. Hann lendir iðulega í áföllum og vandræðum en í þetta sinn er vandinn næstum óyfir­ stíganlegur því á fyrstu blaðsíðu kemur í ljós að hann vaknar á ókunnum spítala í ókunnri borg og man ekki neitt, ekki baun. Hann man ekki hver hann er, hvernig hann komst þangað né sitt eigið andlit og þá er spurning hvort svikahrappurinn Lavander komi aftur í ljós eða líf hans muni breytast til batnaðar,“ segir Jón Páll, um gamanfantasíur sem nú eru orðnar að þríleik. „Á vegi Lavanders í leit að sjálfum sér mæta honum alls konar erfið­ leikar, þar á meðal mislukkaður töframaður, tröll sem tala fornís­ lensku, skrímsli, líka borgarstjórn­ arkosningar og fjallmyndarlegur sellóleikari. Atburðarásin er því spennandi frá upphafi til enda.“ Hvítur hrafn í bókmenntum Jón Páll segir hreinræktaðar gamansögur fátíðar á Íslandi í dag. „Gamanfantasía er hvítur hrafn í íslenskum bókmenntum, en sú tegund bóka hefur notið mikilla vinsælda í útlöndum í meira en fjörutíu ár. Hún hefur í gegnum tíðina verið vettvangur fyrir háðs­ ádeilu á samfélagið og þannig er það í Lavander­bókunum líka; ég pota í það sem er spaugilegt í samtímanum, meðal annars hernaðarbrölt, fjöldamótmæli, borgarstjórnarkosningar, trú­ mál, samfélagsmiðla og skyndi­ bita,“ upplýsir Jón Páll sem setur nútímalega hluti inn í miðalda­ brag bókanna. „Þá sér maður hvað samfélags­ miðlar verða fáránlegir í umhverfi miðalda. Á miðju torgi standa stórir tréflekar með löngum papp­ írsrenningum sem kallast sam­ félagsmiðar og þar getur fólk skipst á upplýsingum, uppskriftum, lesið fréttir og haft samband við vini og ættingja. Ef því líkar við hlutina teiknar það læk því lækurinn streymir og streymi er svo mikil­ vægt fyrir samfélagsmiðla og þar eru líka hauspokar fyrir þá sem vilja setja inn nafnlausar athuga­ semdir. Þegar Lavander spyr svo af hverju fólk sé nú að þessu og tali ekki frekar saman er svarið að það sé svo gamaldags,“ segir Jón Páll og hlær. Hann hefur ekki glóru um hvaðan hugmyndir hans um ævin­ týri Lavanders spretta. „Sögurnar verða til af sjálfu sér. Lavander er svo lifandi og skemmtileg persóna að þegar maður setur hann í umhverfi er eins og hann taki völdin. Karlinn virðist búa innra með mér en er þó algjör andstæða við sjálfan mig og gerir hluti sem ég mundi aldrei gera. Hann er mikil andhetja, hrikalega óheiðarlegur og nýtir sér allt til að næla sér í peninga.“ Hreinræktaðar fantasíur Bækurnar um Lavander skrifar Jón Páll fyrir fólk allt frá unglingsaldri upp í fullorðna. „Fantasíur eru ekki bara fyrir börn og ég veit að fullorðnir skemmta sér ekki síður vel yfir Lavander. Mig grunar að flestir brosi í gegnum alla bókina og skelli upp úr af og til,“ segir Jón Páll sem sjálfur skemmtir sér stórvel við skrifin og hefði tekið Lavander­bókunum fegins hendi á unglingsárunum. „Næsta bók verður um Lavander ungan því hann byrjaði að svíkja og pretta mjög ungur og því er kjörið að skrifa um hann barna­ bók þar sem börnum er kennt að svíkja út peninga og leika á sam­ borgarana,“ segir Jón Páll sposkur. „Íslendingar er pínulítið alvöru­ gefnir þegar kemur að bókmennt­ um og skrifa mikið um dramatík og glæpi. Það er ósk mín að á næstu árum muni vegur fantasíunnar aukast því í fortíðinni áttu Íslend­ ingar mjög ríka sagnahefð og ekki síst fantasíur því ein af okkar elstu bókmenntum á miðöldum voru riddarasögur sem voru hreinrækt­ aðar fantasíur.“ Fantasíur ekki bara fyrir börn Lavander í vanda er þriðja bók Jóns Páls Björnssonar um fagurkerann, athafnamanninn og svikar- ann Lavander Petrillots. Hann segir gríðargaman að skrifa um Lavander sem er mikil andhetja. Jón Páll Björns- son hefur nú skrifað þriðju gamanfantasíuna um svikahrapp- inn Lavander. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Bergljót Arnalds er í jólaskapi og kemur með bækur sínar heim að dyrum. MYND/BONNI Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 9 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.