Fréttablaðið - 19.12.2020, Síða 52

Fréttablaðið - 19.12.2020, Síða 52
Havana er ný ljóðabók eftir Maríu Ramos og er hennar fyrsta í fullri lengd. Í til- kynningu um bókina segir: „Hér yrkir María um íverustaði – líkama, heimili og heimalönd. Ljóðmæl- anda dreymir um að losna undan þyngdarafli fjölskyldunnar og feta sinn eigin veg. En leyndarmál erfast mann fram af manni líkt og búslóðir, og verður hvort tveggja að „annarra manna / drasli / sem má / alls ekki / fleygja“. Það er þetta ósagða sem bergmálar innan veggja bókarinnar á meðan ljóðmælandi leitar svara og að mögulegri leið út og burt – ef slíkur staður er yfir höfuð til.“ María stundar nám í íslensku við HÍ með ritlist sem aukafag. „Þegar ég er búin í náminu langar mig að ferðast fyrir alvöru og halda áfram að skrifa,“ segir María. Þráin er þráðurinn María er 23 ára og má segja að hún eigi ekki langt að sækja hæfileika og hvatningu til að tjá sig í rituðu orði, en hún er barnabarn ljóðskáldsins Ingibjargar Haraldsdóttur. „Áður gaf ég út ljóðakverið Salt sem er 20 síður og kom út í Meðgöngu- ljóðum hjá bókaforlaginu Partusi. Sú bók finnst mér hliðstæð Havana að sumu leyti þó hún sé ekki jafn heildstæð. Þó er töluvert meiri þrá í Salti og það var meira sorgarferli fólgið í að skrifa hana.“ Að sögn Maríu er tónninn í Havana bjartari, sem hefur kannski eitthvað með staðartenginguna að gera. Salt tengist þá köldu og dimmu Íslandi á meðan sólin skín í Havana. „Rauði þráðurinn í Havana er þráin til þess að vera annars staðar og sú tilfinning að finnast maður hvergi komast. Sem tengist furðulega vel þessum tímum sem við lifum núna þegar við bókstaf- lega komumst hvergi.“ En bókin er ekki skrifuð í COVID-19 faraldr- inum, heldur 2018 og 2019. „Bókin átti að koma út í vor en útgáfunni var frestað út af faraldrinum.“ Havana eða „Havana“ Ljóðabókin segir María að sé ekki beint staðsett í Havana, þó svo hún sé nefnd eftir titilljóði bókarinnar, sem fjallar um veruna í Havana. „Ég valdi Havana sem titil bókarinnar vegna þess að staðsetningin er beintengd þessari þrá að vilja fara annað. Amma mín skrifaði mikið um Havana og Kúbu og öll föðurfjölskylda mín, fyrir utan föður minn, er frá Kúbu. Ég var svo alin upp í því að vilja fara til Havana. Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa því, en þegar ég kom þangað þá var stemningin, loftið og lífið allt svo ótrúlega öðruvísi en hér heima. Það er svo heillandi menning þar sem togar í mig.“ María segir fólk tala mikið um kápuna á bókinni, en framan á henni er ung og að því er virðist vel stæð kona sem liggur makindalega á stéttinni í heitu landi og lokkar Þráin til að vera annars staðar María Ramos segist hafa skrifað sögur og ljóð frá því hún man eftir sér, og það eru einnig til sögur eftir hana sem fjölskyldumeðlimir skrifuðu upp eftir henni áður en hún lærði að skrifa sjálf. María Ramos segir tóninn í nýju ljóðabókinni, Havana, ívið bjartari en í ljóðakverinu Salt sem hún gaf út hjá Partusi árið 2018. MYND/SAGA SIG Jóhanna María Einarsdóttir johannamaria@frettabladid.is til sín skjaldböku með kirsuberi. „Fólki finnst kápan tengjast inni- haldi bókarinnar vegna þessarar þrár eftir að vera annars staðar og líka þetta aðgerðaleysi og allt að því leti. Miðað við það hvernig konan er klædd virðist hún hafa allt til alls og einnig getuna til þess að gera hvað sem hana langar til. En svipurinn, eða svipbrigðaleysið öllu heldur, tengist því að vilja fara eitthvert, en halda að maður komist hvergi.“ HLÝJAR JÓLAGJAFIR Opið um helgina frá 11-20 Verslun | Snorrabraut 56, 105 Reykjavík | 588 0488 | Vefverslun á Feldur.is 8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 9 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.