Fréttablaðið - 19.12.2020, Síða 103

Fréttablaðið - 19.12.2020, Síða 103
BÆKUR Þegar heimurinn lokaðist – Pet- samo-ferð Íslendinga 1940 Davíð Logi Sigurðsson Útgefandi: Sögur útgáfa Sjöldi síðna: 319 Þeir atburðir sem Davíð Logi Sigurðsson lýsir í bók sinni gerðust árið 1940, eða fyrir drjúgum mannsaldri. Þá geisaði stríð í heiminum og ferðir til og frá Evrópu höfðu lagst af þess vegna. Þá eins og nú voru Íslendingar um allt og þrá þeirra að komast heim var sterk. Römm er sú taug. Maður gekkst því undir manns hönd að leita leiða til að koma því í kring. Afrakstur margra mánaða vinnu varð sá að stærsta skip Íslendinga á þeim tíma, Esjan, var send til Evr­ ópu með vitund og samþykki stríð­ andi fylkinga, til að sækja fólkið í einni ferð. Afráðið var að stefna þeim sem vildu komast með skipinu til Pets­ amo, norðarlega í Finnlandi. Fólk dreif að frá meginlandi Evrópu og Norðurlöndum og lagði sig í hættur á leiðinni. Skipið sigldi svo heim til Íslands með sinn dýrmæta farm. Íslenska þjóðin fylgdist með í andakt. Margir þeirra sem voru um borð höfðu verið við nám ytra og áttu eftir að láta til sín taka hér á landi á áratugunum sem eftir fylgdu. Á þeim 80 árum sem liðin eru frá þessari ferð Esjunnar hefur hún að verulegu leyti fallið í gleymsk­ unnar dá og því vel til fundið hjá höfundi að halda henni til haga. Það gerir hann vel. Dregur upp mynd af aðdraganda ferðarinnar og ekki síður eftirmálum. Fléttað er inn í frásögnina örlagasögum þeirra sem við sögu koma, um ástir, vonir og vonbrigði. Þessi aðferð höfundar glæðir frásögnina lífi og gerir umfjöllun um sögulegan atburð spennandi og vekur forvitni lesandans. Það liggur vel fyrir Davíð Loga að skrifa og þetta mun vera hans fjórða bók. Hann skrifar lipran stíl og ferst vel að byggja upp frásögnina þannig að hún verður spennandi og áhugaverð. Frágangur bókar­ innar er góður og það eykur gildi frásagnarinnar ótvírætt sá fjöldi mynda sem hana prýða. Þá er einn­ ig sérlega forvitnilegt að renna yfir lista farþeganna sem birtur er aftast í bókinni. Ekki er um að villast að mikil vinna hefur verið lögð í að koma honum saman, þó höfundur geri fyrirvara um áreiðanleika hans og hversu tæmandi hann er. Engum ætti að leiðast lestur þess­ arar bókar. Jón Þórisson NIÐURSTAÐA: Spennandi og læsileg bók um merkilegan kafla Íslandssögunnar. Merkileg sigling Íslenski dansf lokkurinn hefur hlotið norsku menningarverð­launin Subjektprisen. Subjektprisen er ein virtasta hátíð menningarársins í Noregi og gefst almenningi kostur á að velja þau verk sem þykja skara fram úr á árinu. DuEls, samstarfsverkefni Íslenska dansflokksins og Norska dansflokksins Nagelhus Schia Pro­ ductions, hefur hlotið verðlaunin fyrir sviðslistaverk ársins. Verkið, sem er eftir Ernu Ómars­ dóttur og Damien Jalet, var frum­ sýnt á hinu sögufræga Vigeland­ safni Oslóborgar í febrúar 2020. DuEls var unnið út frá sýningar­ staðnum sem í þessu tilfelli var myndlistarsafn Gustavs Vigeland sem er einn þekktasti listamaður Noregs. Höggmyndir Gustavs fjalla gjarnan um ævihlaup mann­ eskjunnar og var hann einn af boð­ berum natúralismans á síðustu öld. Uppselt var á allar sjö sýning­ arnar sem sýndar voru í Vigeland­ safninu. Stefnt er á að því að færa DuEls til Íslands á næsta ári. Dansflokkurinn fær sviðslistaverðlaun Úr verðlaunaverki Íslenska dansflokksins. MYND/VALDIMAR JÓHANNSSON ÞAÐ LIGGUR VEL FYRIR DAVÍÐ LOGA AÐ SKRIFA OG ÞETTA MUN VERA HANS FJÓRÐA BÓK. Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið 10–19 alla daga til jóla | www.forlagid.is LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Mögnuð saga eftir Halldór Armand um eitrað en fallegt systkinasamband. „Algjörlega mögnuð og vel stíluð saga ...“ Á S G E I R H . I N G Ó L F S S O N / S T U N D I N „Fullmótaður skáldsagnahöfundur stígur fram í besta verki sínu til þessa.“ Ó T T A R K O L B E I N S S O N P R O P P É / F R É T T A B L A Ð I Ð „Feikilega vel heppnuð bók … mikilfenglegur skáldskapur.“ Þ O R G E I R T R Y G G V A S O N / K I L J A N „Absolút besta bók Halldórs.“ G Í S L I M A R T E I N N B A L D U R S S O N / M O R G U N K A F F I Ð M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 71L A U G A R D A G U R 1 9 . D E S E M B E R 2 0 2 0
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.