Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.12.2020, Qupperneq 110

Fréttablaðið - 19.12.2020, Qupperneq 110
1 9 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R78 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ LÍFIÐ 2020 Árið 2020 er óumdeilt versta og leiðinleg­asta árið sem seinni tíma sögur fara af og því mætti ætla að lítið hafi verið að frétta annað en dauði og djöfull veirunnar í bland við belginginn í Trump. En hún snýst nú samt, jörðin, og ljós og skuggar dönsuðu um óbæri­ lega, léttleikandi tilveruna þar sem ríka og fræga fólkið hélt áfram að glansa, gera sig að fíf lum, hlæja, gráta, elskast, lifa og deyja. Alveg eins og við hin, um leið og þau sáu okkur fyrir fréttunum sem allir lesa án þess endilega að gangast við því. Meghan, þá hertogaynja af Suss­ ex, og Harry, sem þá skreytti sig með nafnbótinni prins, voru áber­ andi í lífsfréttaannál síðasta árs þar sem hæst bar fæðingu frumburðar­ ins, Archie. Þau stimpluðu sig síðan hressilega inn í annál þessa árs strax í janúar­ byrjun þegar þau settu Bucking­ ham­höll og sjálfsagt hálfa heims­ byggðina á hvolf með yfirlýsingu um að þau ætluðu að slíta sig frá konungsfjölskyldunni, vinna fyrir sér sjálf og standa fjárhagslega sjálf­ stæð. 1. apríl var síðan formlegur Mexit­dagur og hjónin hafast nú við í Los Angeles þar sem þau una hag sínum ágætlega, þrátt fyrir nýlegan skandal sem tengist samningi þeirra við Netflix, sem ýfði heldur betur páfuglsfjaðrir nánustu ættinga Har­ rys með fjórðu seríu The Crown. Leiðinlegt fólk í ljóma Sigurganga The Crown hélt áfram á Netflix og æstust nú heldur betur leikar þar sem nú bættust Díana prinsessa, móðir Harrys, og skör­ ungurinn Margaret Thatcher við persónugalleríið. Karli, sem verður kannski kóngur, föður Harrys og öðrum í fjölskyldunni er ekki skemmt og þess hefur verið krafist að Netf lix slái áberandi varnagla um að þessir spennandi þættir um meint óáhugaverðasta fólk sögunn­ ar, séu mikið til skáldskapur. Netf lix og aðrar streymisveitur gerðu óhjákvæmilega gott mót á árinu þar sem heimsbyggðinni var meira eða minna gert að hanga heima hjá sér og halda sig fjarri ókunnugum og þeim sem ekki rúm­ ast í lítilli jólakúlu hvers og eins. Fyrsti stórsigur ársins hjá efnis­ veitunni var heimildaþátturinn Tiger King: Murder, Mayhem and Madness, þar sem hvítt rusl og ómerkilegt skítapakk fékk sínar fimmtán mínútur af vafasamri frægð. Óvæntasti sjónvarpssmellur árs­ ins sprakk síðan út síðla árs þegar fólk, hálf sturlað af einangrun og inniveru, sökkti sér á kaf í The Queen´s Gambit og fékk í kjölfarið skákdellu. Ekki var það síðan til að draga úr ánægjunni með þættina á Íslandi að sigurskák Friðriks Ólafssonar gegn heimsmeistaranum Mikhail Tal var meðal annars tef ld í The Queen´s Gambit og brá örstutt fyrir í sjötta þætti, þar sem aðalpersónan Beth Harmon tef lir hraðskáksfjöltef li við þrjá félaga sína. Þá þótti skáksérfræðingi Frétta­ blaðsins ástæða til þess að hafa orð á því að þættirnir slógu á þá lífseigu klisju að skákmenn séu eingöngu einhverjir furðufuglar. „Ég myndi skjóta á að sjö prósent skákmanna væru á einhverju rófi, 15 pró­ sent félagslega bældir einfarar og kannski í mesta lagi fjögur prósent tjörugeðveikir. Það þýðir að 74 pró­ sent skákmanna eru fullkomlega eðlilegt fólk og því er komið til skila í þáttunum,“ sagði Björn Þorfinns­ son í umfjöllun sinni um þættina. Sníkjudýr í Hollywood Kvikmyndabransinn náði að halda Óskarsverðlaunaárshátíð sína í febrúar rétt áður en COVID­19 sló bransann bylmingshöggi, þegar kvikmyndahúsum um víða veröld var lokað og frumsýningum stór­ mynda á borð við James Bond­ myndarinnar No Time To Die, Dune og Black Widow var slegið á frest. Bond átti að byrja í apríl 2020 en vonir standa nú til þess að myndin komi í bíó í þeim mánuði 2021. Ýmis undur og stórmerki gerðust á annars heldur dæmigerðri verð­ launahátíðinni þar sem hæst bar að myndin Parasite frá Suður­Kóreu sópaði til sín helstu verðlaunum, meðal annars sem besta myndin. Líf í tuskunum á leiðinlegasta árinu Fréttaannáll ársins 2020 hljómar álíka spennandi og kasúldinn og ódagsettur hnoðmör Fiskikóngsins þar sem af árinu leggur fúlan daun dauða og depurðar í skugga heimsfaraldursins. Eins og veruleikafirrtur stórlax á amfeta- mínsterum fer lífið þó alltaf á móti straumnum þannig að lífsfréttaannáll ársins er jafn bakkafullur og í góðæri. Meghan og Harry, nú óbreyttir borgarar með helling af fríðindum, eru í öndvegi lífsfréttaannála annað árið í röð, enda greinilega áhugaverðasta fólkið í fjölskyldu sem heldur fyrirhafnarlítið vinsælum Netflix-þáttum gangandi þrátt fyrir meint genetísk leiðindi. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Síðast þegar fréttist var villi- dýrabóndinn og tígurkóngurinn Joe Exotic í fangelsi, en óneitan- lega huggun gegn ýmsum harmi að til stendur að Nicholas Cage leiki hann í þáttum byggðum á ruglinu í kringum hann. Konungsfjölskyldan er æf yfir hvernig The Crown afgreiðir hjónaband Díönu, prinsessu fólksins, og prinsins af Wales sem kemur heldur illa út. Netflix-þættirnir The Queen´s Gambit slógu í gegn í samkomu- hremmingunum og kölluðu skákdellu yfir heimsbyggðina. Johnny Depp fór sneypuför fyrir breska dómstóla þar sem hann höfðaði meiðyrðamál gegn götublaðinu The Sun, fyrir að hafa eftir Amber Heard að hann sé heimilisofbeldismaður, en ásakanir hafa gengið á víxl milli hjónanna fyrrverandi undan- farin misseri. Sýknudómurinn yfir The Sun hafði strax þau áhrif að Warner Bros. bað leikarann um að segja skilið við mynda- bálkinn Fantastic Beasts. Hann heldur þó launum sínum fyrir þriðju myndina sem hann mun ekki leika í, en Daninn Mads Mikkelsen mun leysa hann af. Þann 11. mars fékk skíthællinn Harvey Weinstein loks einhvers konar makleg málagjöld, eftir að #MeToo skall á honum af fullum þunga, þegar hann var dæmdur í 23 ára fangelsi fyrir nauðgun og kynferðislega áreitni. Dómnum var víða fagnað í Hollywood og hann græddi enga samúð á orðrómi um að hann hefði smitast af COVID-19 um þetta leyti. Hermt er að Pedro Pascal, sem leikur The Mandalorian í sam- nefndum þáttum, sé að drepast í bakinu við að bera Star Wars einn á herðum sínum. Þættirnir héldu áfram að gera stormandi lukku og Disney hefur tilkynnt að á næstu árum megi eiga von á tíu nýjum Stjörnustríðsþáttum á streymisveitunni Disney+.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.