Fréttablaðið - 19.12.2020, Síða 116

Fréttablaðið - 19.12.2020, Síða 116
Kraftmetalhljómsveit-in Power Paladin gaf á dögunum út lagið Kraven the Hunter. Það gefur nasaþef-inn af fyrstu plötu sveitarinnar sem hét upprunalega einfaldlega Paladin. „Þegar við stofnuðum bandið tékkuðum við hvort það væri til hljómsveit sem héti Paladin, og það var ekki,“ segir Kristleifur Þor- leifsson, bassaleikari sveitarinnar. „Svo þegar við vorum að fara að gefa út plötuna var komið eitthvert amerískt band frá Atlanta sem var að meika það með svipaðri tónlist og við.“ Rétt eins og með Hálendinginn getur aðeins verið einn Paladin svo Power var skeytt fyrir framan. „Lán í óláni, eiginlega. Það er miklu meiri kraftur í þessu,“ segir Bjarni Egill Ögmundsson hljómborðsleikari. Síðbúinn Sykurmoli Kraven the Hunter var framlag sveitarinnar til Sykurmolans, tón- listarkeppni X-ins 977, sem er ekki enn lokið þótt niðurstaða dóm- nefndar hafi átt að liggja fyrir í byrjun desember. Dómnefndin virðist ekki hafa getið komið sér saman um sigurvegara og ákvörð- unin er nú komin í dóm almenn- ings. „Kynnarnir fara alltaf að hlæja þegar þeir kynna okkur, sem við túlkum bara jákvætt. Ég skil samt ekki alveg hvernig er verið að mæla þetta,“ segir Kristleifur og fær í kjöl- farið útskýringar á óhefðbundnum könnunum frá Bjarna. Klósettið og kosmósið Fyrir styttra komna myndasögu- lesendur vísar heiti lagsins til lítt þekkts andstæðings Köngulóar- mannsins, veiðimannsins Kraven. Textar og myndskreytingar sveitar- innar eru fantasíuslegin svo aðkoma þorparans stingur aðeins í stúf. Spurður hvaðan hljómsveitin dragi innblástur sinn svarar Bjarni: „Upp úr klósettinu. Nei, ég veit það ekki, þetta úr alls konar áttum. Lög plötunnar sækja meðal annars heiti sín í bókina Way of Kings og kvik- myndina the Dark Crystal. Ég held svo að Kraven hafi bara komið til okkar úr kosmósinu.“ Yfirgengilegur og gegnumgang- andi söguþráður hefur lengi loðað við kraftmetalsveitir og segir Krist- leifur að allt sé þetta hluti af stærri heildarmynd sem þeir leggi mikla natni við. „Þetta er allt ger t f y r i r a ð d á e n d - urna og lengra komna.“ Mixað undir feldi Þrátt fyrir að sveitin hafi líkt og f lestir aðrir legið undir vel sprittuðum feldi undanfarna mán- uði hefur kófið haft jákvæð áhrif á bandið. „Heimsfaraldur er nátt- úrulega mest metal af öllu,“ segir Bjarni. Sveitin nýtti tækifærið til að vinna í plötunni sem hafði verið ansi lengi í fæðingu. „COVID var ekki skollið á þegar ég var búinn að taka upp allt mitt,“ segir Kristleifur. Plötuna segja strákarnir væntanlega á næstu vikum, en allt fari það eftir Spotify. „Það getur tekið langan tíma að bíða eftir samþykki frá þeim,“ segir Einar Karl Júlíusson trommari. „Ef þetta dregst eitthvað þá kennum við þeim um.“ Demantsbumba Útgáfuhóf eru ekki vinsæl um þessar mundir en sveitin stefnir ótrauð á að fagna þegar betur viðrar lýðheilsu- lega. „Við höldum pottþétt partí þegar COVID er búið, hvort sem það er í vor, sumar eða 2024,“ segir Kristleifur. Þá er sviðsframkoma sveitar- innar ekki það eina sem dregur að, en trommarinn Einar Karl fer venjulega úr að ofan fyrir miðja sýningu til að sefa tryllta áhorfendur. Hann segist ekki alveg skilja hefðina sjálfur. „Ég veit ekki hvernig þetta byrjaði en þetta hefur fylgt okkur,“ segir Einar Karl. „Ég held að þetta sé vinum okkar að kenna.“ Kristleifur segir sveitina lítið þurfa að passa upp á kroppinn á trommaranum því vaxandi bumba sé bara betri. „Þetta er soldið eins og að snúa demanti – maður fær nýja sýn á hann, sem er ekkert betri eða verri þannig.“ „Þetta hvetur mig allavega til að halda mér í formi,“ segir Einar Karl vongóður. arnartomas@frettabladid.is Lífið í vikunni 13.12.20- 19.12.20 SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@ frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is ANDSPÆNIS SKRÍMSLUM Frændurnir Þrándur Þórarinsson listmálari og Hugleikur Dagsson, myndasögumaður með meiru, fögnuðu útgáfu listaverkabókar- innar Andspænis þar sem verkin á samnefndri samsýningu þeirra eru prentuð. „Við erum bara rosalega sáttir við útkomuna og erum frekar montnir af þessu. Þetta er bara svo mikilfengleg og „klassí“ bók,“ sagði Hulli í vikunni. LISTASENDINGAR Listahátíð í Reykjavík býður fólki upp á að senda vinum og vanda- mönnum listagjöf um helgina. Viðtakandi fær þá heimsendan tíu mínútna flutning á verki; söng, dansi, ljóðalestri eða leik. Vigdís Jakobsdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar, segir þetta frábæra leið til að styðja listafólk í verki í kófinu. BÍÓJÓLUNUM BJARGAÐ Bíóin á Íslandi ætla ekki að láta veirufaraldurinn drepa rótgróna jólamyndahefðina og ofurhetjan Díana Prince er mætt til að efla sprittuðum bíógestum djörfung og dug með langþráðri frumsýningu stórmyndarinnar Wonder Woman 1984. SKUGGI TRUMPS OG COVID Mikael Kaaber og Berglind Alda Ást- þórsdóttir stýra Krakkaskaupi sem RÚV sýnir 30. desember. Þau stóðu frammi fyrir verðugri áskorun þegar kom að því að pakka ári COVID og Trumps í gleðibúning fyrir yngstu kynslóð landsins. Hægeldað hetjurokk Hetjurokkararnir í Power Paladin gáfu nýlega út lagið Kraven the Hunter sem er nasaþefur af væntanlegri frumraun sveitarinnar. Power Paladin þegar tónleikar voru til. Á sviði er mun praktískara að hafa buxurnar stuttar en úr leðri. MYND/AÐSEND FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 Frá 19.120 kr. JÓLATILBOÐ Fullt verð frá: 23.900 kr. A F S L ÁT T U R 20% L Ú X U S B A Ð S L O P P A R T I LV A L I N J Ó L A G J Ö F 1 9 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R84 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.