Víkurfréttir - 15.07.2020, Blaðsíða 59
– Er kórónuveiran ekkert að plaga
ykkur á þessum slóðum?
„Þó svo að það séu fá smit þá höldum við
okkur bara í litlum hópum. Við erum ekki
að hafa mikil samskipti við aðra til að vera
örugg. Hér hafa bara komið upp 120 smit og
110 eru útskrifaðir. Hér hefur enginn látist.
Það eru tíu á spítala og landið er lokað. Mér
er sagt það að veiran þrífist ekki í þessum
rosalega hita og raka, þannig að ég held að í
augnablikinu séum við nokkuð örugg.“
– Sérðu þína framtíð þarna, fyrst þú ert
búin að læra tungumálið og ert að læra
kínversku?
„Ég á marga kínverska vini og þeir segja að
framburður minn á kínversku sé tignarlegur
og þetta er tungumál sem maður verður
eiginlega að læra. Ég læri af YouTube og af
vinum mínum. Maður verður að æfa sig að
tala og þetta kemur bara.“
– Nú er kínverska stafrófið einhver
3800 tákn. Ertu að læra þau?
„Ég ákvað að byrja á matseðlinum. Fyrst
þegar ég fór á kínverskan veitingastað þá
benti ég á einhverja mynd og við fengum
einhvern mat og ég spurði hvað þetta væri.
Við fengum þá að vita að þetta væru svína-
limir. Eftir það ákvað ég að læra matseð-
ilinn,“ segir Kristín Bára og hlær.
– Þú sagðir mér áðan að landið væri
lokað. Hafa þá áform hjá þér eitthvað
breyst?
„Já, ég kem alltaf heim til að vinna en mun
ekki koma heim í sumar. Við erum núna að
vinna að vítamín- og próteinstykkjum fyrir
börn. Við erum að vinna að verkefni þannig
að við getum gefið framleiðsluna til fátækra
barna, skóla og þeirra sem eru á munaðar-
leysingjahælum. Við erum með gott teymi
með okkur. Við erum með næringarfræð-
Við erum núna að vinna að
vítamín- og próteinstykkjum
fyrir börn. Við erum að vinna
að verkefni þannig að við getum
gefið framleiðsluna til fátækra
barna, skóla og þeirra sem eru
á munaðarleysingjahælum ...
Þau búa á hótelinu. Dr. Tim Healy, Kristín Bára Haraldsdóttir, Kolosom Artem og Adrian Cowen. Kínversk vinkona, Bao
Yongen
kölluð Rosie, við grilli
ð.
Þorpið er fullt af
hálfbyggðum húsum
og vinnuvélar
eru út um allt.
Miðvikudagur 15. júlí 2020 // 28. tbl. // 41. árg.
víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár // 59