Víkurfréttir - 15.07.2020, Blaðsíða 60
inga sem m.a voru að vinna fyrir
Mars og McVitie's. Nú er tími til að
hjálpa öðrum og hugsa minna um
sjálfan sig. Ég hef það gott þannig
séð en maður sér fólkið hérna í
kringum sig missa vinnuna því
það vantar ferðamennina. Hót-
elin eru lokuð og allt fólkið sem
er að vinna þar við þrif og fólkið
á veitingastöðunum er búið að
missa vinnuna. Þetta fólk á fullt af
börnum og við erum að reyna að
hjálpa þeim.“
– En hvernig gengur að nálgast
nauðsynjar? Er nóg til í búð-
unum?
„Nefnilega ekki sko. Þetta er lítið
þorp þar sem við erum og við
erum alveg yst í þorpinu. Það eru
nokkrar búðir í þorpinu sem ég fer
í á mótorhjólinu og þar get ég keypt
nauðsynjavörur eins og tannkrem
en eftir að Kínverjarnir komu þá
var hætt að selja allar vesturland-
avörur eins og skinku, ost og brauð.
Nú er bara hægt að kaupa soya-
sósur, núðlur og eitthvað kínverskt
sem við vitum varla hvað er.“
Kristín Bára segir að 95% af
vesturlandabúunum sem bjuggu í
þorpinu séu farnir og þau séu bara
nokkur eftir. Ástæðan fyrir því að
þau eru ekki farin er að þau elska
ströndina. „Þetta er æðisleg strönd
hérna og okkur líður vel – og að
vera með þetta hótel útaf fyrir
okkur er alveg klikkað.“
– Hversu stórt og mikið er
þetta hótel?
„Þetta er þriggja hæða hótel en öll
herbergin eru risaherbergi og það
eru því bara 50 herbergi á hótelinu.
Svo eru þaksvalir, þyrlupallur og
sundlaugar.“
Og þegar við ræddum við
Kristínu Báru um hótelið þá hrópar
hún skyndilega: „Risaeðla!“ og hlær
mikið. Myndarleg eðla var komin
upp á miðjan vegg hjá henni. „Hvað
kallar þú risaeðlu,“ spyr blaða-
maður og hún lýsir eðlu sem er
um 35 sentimetrar á lengd en segir
svo: „Þær halda moskítóflugum í
burtu.“
– Og þú ert ekkert á förum,
eða hvað?
„Nei, mér finnst ég bara vera örugg
hérna. Við eru fjögur hérna. Ég og
maðurinn minn, einn rússneskur
strákur og einn bandarískur
strákur sem var læknir í hernum.
Það er gott að hafa hann hér og
við höfum talað mikið um það að
ef eitthvað okkar verður veikt þá
er hann búinn að kaupa öll þau lyf
sem er mælt með. Hann er meira
að segja fær um að gera heima-
tilbúna öndunarvél ef út í það er
farið,“ segir Kristín Bára og hlær.
– Hvað segir þitt fólk heima um
þennan flæking á þér?
„Ég er 38 ára gömul í dag og ég
hef verið með annan fótinn í út-
löndum síðan ég var tvítug. Þegar
ég var tvítug fór ég með hópi af
krökkum til London fyrir Skjá
einn til að vinna að atriði í sjón-
varpsþátt sem Dóra Takefusa og
Björn Jörundur voru með og hét
Þátturinn. Svo kom ég heim og fór
í kvikmyndskóla en svo er ég alltaf
að gera eitthvað nýtt og ferðast
um heiminn og njóta lífsins“
segir Kristín Bára Haraldsdóttir í
Kambódíu.
Núna er heitasti
tími ársins.
Appið segir mér
núna að það sé
32 stiga hiti.
Það er svo rakt
hérna að það er
ólíft á milli klukkan
níu á morgnana
og til hálf fjögur
á daginn ...
Kristín Bára býr á lúxushóteli
við ströndina. Hótelið er með
50 herbergjum, sundlaugar og
þyrlupall á þakinu og handan
götunnar er hvít ströndin.
Hér má sjá mynd af hótelinu og vinnuvélar fyrir
framan það. Í baksýn má sjá hálfbyggð háhýsi
sem Kínverjar voru byrjaðir að byggja á svæðinu
en jafn hratt og þeir komu þá fóru þeir einnig
hratt af svæðinu eftir að áform breyttust.
60 // víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár
Miðvikudagur 15. júlí 2020 // 28. tbl. // 41. árg.