Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.07.2020, Blaðsíða 83

Víkurfréttir - 15.07.2020, Blaðsíða 83
stjórnandi og kenni við Guildhall innan tón- listardeildarinnar,“ segir Sigrún í samtali við Víkurfréttir. Hún hefur sérmenntun og yfir tuttugu ára reynslu í því að stýra skapandi tónlistar- verkefnum við hinar ýmsu samfélagslegu aðstæður. „Markmiðið með verkefnunum er að veita fólki tækifæri til þess að semja saman nýja tónlist og öðlast með því lífs- fyllingu, aukið sjálfstraust, tengingu við ná- ungann og nærsamfélagið, auk þess að eiga jákvæðar, fallegar og skemmtilegar sam- verustundir. Því ef okkur líður vel, höfum rödd og á okkur er hlustað, eru mun meiri líkur á því að við finnum tilgang í lífinu, orku til þess að takast á við erfiðleika og tökum jákvæðari ákvarðanir,“ segir hún. Vinnur með heimilislausu fólki Sigrún kennir sitt fag við Guildhall en jafn- framt vinnur hún sjálfstætt fyrir listastofn- anir á alþjóðlega vísu, auk þess sem hún er fengin sem gestakennari við tónlistarhá- skóla um allan heim, þar á meðal Listahá- skóla Íslands. „Í júní 2019 setti ég á stofn nýtt fyrirtæki, svokallað Community Interest Company (sem er óhagnaðardrifið), þar sem ég vinn með heimilislausu fólki og fólki sem er að byggja sig upp eftir ýmiss konar áföll og erfiðleika í lífinu. Fyrirtækið mitt heitir Metamor Phonics og gengur út á að stofna hljómsveitir sem semja og flytja sína eigin, frumsömdu tónlist. Núna, tíu mánuðum síðar, stýri ég tveimur hljómsveitum í London, einni í Leicester, einni í Los Angeles og þremur á Íslandi í samstarfi við Starfsendurhæfingastöðvar á suðvestur- horninu“. Í Reykjanesbæ stýrir Sigrún hljómsveit sem ber nafnið 360°. Hún er rekin í sam- starfi við Samvinnu á Suðurnesjum og var fyrsta hljómsveitin sem hún stofnaði hér á landi og nú hafa starfsendurhæfingastöðvar í Hafnafirði og á Akranesi fylgt í kjölfarið. Súperspennandi verkefni sem á erindi til heimsbyggðarinnar „Hugmyndin er að þessar hljómsveitir bjóði þremur til fjórum einstaklingum frá hverri sveit að taka þátt í nýrri „súperhljómsveit“ sem sett verður á stofn í nóvember 2020. Sú hljómsveit verður starfrækt í samstarfi við Listaháskóla Íslands, Sinfóníuhljómsveit Íslands og Tónlistarborgina Reykjavík. Við erum með tónleikadag bókaðan í Norður- ljósum í Hörpu í maí 2021, svo nú er eins gott að COVID-19 fari að haga sér vel svo við getum haldið fyrri plönum,“ segir Sigrún og bætir við: „Nú í miðju útgöngubanni hér í Bretlandi gerðist nokkuð mjög spennandi en hljómsveitin sem ég stýri með Guildhall- nemendum og fólki sem hefur verið heim- ilislaust í London, The Messengers, gaf út sína fyrstu plötu. Þetta er ótrúlegt afrek út frá mörgum sjónarhornum en öll tónlistin á plötunni er samin af hljómsveitinni í heild. Það eitt og sér er áhugavert en þegar litið er til þess að helmingur hljómsveitarinnar hefur á einhverjum tímapunkti búið á göt- unni, þá er þetta stórmerkilegt. Svo þegar við skoðum að tónlistin er hrikalega flott, lögin falleg og vel flutt, þá erum við bara komin með súperspennandi verkefni sem á erindi til heimsbyggðarinnar.“ Platan heitir Bear Witness og er hægt að kaupa hana rafræna á Bandcamp, Spotify og iTunes og svo er líka hægt að kaupa smá- skífu á Qrates. Búið nánast öll fullorðinsárin í London Sigrún hefur búið í London nánast öll sín fullorðinsár. Við spurðum hana hvort hún sakni einhvers frá Íslandi. „Ég var rétt rúm- lega tvítug þegar ég flutti út og var orðin gift kona og stjúpmóðir þriggja yndislegra dætra tveimur árum síðar. Því má segja að ég hafi byggt mitt líf í Englandi en þrátt fyrir að hafa búið erlendis í rúm 22 ár hef ég alltaf haldið tengingunni til Íslands og er hálfpartinn búin að búa mér til umhverfi þar sem ég er virk á báðum stöðum. Þegar ég hlusta á útvarpið er það nánast alltaf ís- lenskar stöðvar. Ég hlusta á morgunútvarp Rásar 2 á hverjum einasta virkum morgni og það er í bakgrunninum þegar fjölskyldan H ilm ar Bragi Bárðarson hilm ar@ vf.is ... þar sem ég vinn með heimilislausu fólki og fólki sem er að byggja sig upp eftir ýmiss konar áföll og erfiðleika í lífinu. Fyrirtækið mitt heitir MetamorPhonics og gengur út á að stofna hljómsveitir sem semja og flytja sína eigin, frumsömdu tónlist ... Sigrún að stjórna The Messengers, hljómsveitinni sem hún stýrir með Guildhall-nemendum og fólki sem hefur verið heimilislaust í London. Þetta eru nokkrir meðlimir The Trailblazers, hljómsveitarinnar sem Sigrún stofnaði í Los Angeles 2018. Miðvikudagur 15. júlí 2020 // 28. tbl. // 41. árg. víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár // 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.