Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.07.2020, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 15.07.2020, Blaðsíða 10
Bátasafn tekur breytingum Orðrómur hefur verið um það í bænum að bátasafn Gríms Karls- sonar væri á förum úr báta- salnum þegar komið er inn í Duus Safnahús. Helga staðfestir þetta í samtali við Víkurfréttir en bát- unum verður gert hærra undir höfði á sýningum á öðrum stað í Bryggjuhúsinu, sem er hluti Duus Safnahúsa. „Við Eiríkur [Jörundsson], for- stöðumaður Byggðasafns Reykja- nesbæjar, erum sammála um það að bátasafnið er ekki að njóta sín nógu vel eins og það er. Báta- safninu hefur ekki verið miðlað. Þegar þú kemur þar inn þá er safnið eins og kirkjugarður. Það passar alls ekki að ganga í gegnum bátasafnið ef þú ert að fara inn á samtímalistasafn. Ég vil þessum bátum vel og að þeir séu sýndir í einhverju samhengi og með upp- lýsingum og með markvissum hætti. Fólk þarf að upplifa eitthvað meira en bara magn. Fólk þarf líka að upplifa sögu bátanna,“ segir Helga um bátasafnið. Listasafnið gersemi í bæjarfélaginu Helga hefur ákveðnar skoðanir á listasafninu. „Mér finnst að það þurfi að koma fram og ég er ekki viss um að fólk geri sér grein fyrir því að þetta er eitt af fáum sam- tímalistasöfnum sem er viður- kennt safn. Hingað kemur fólk úr Reykjavík til að fara á listasafnið, það gerir sér ferð fyrir þetta safn. Listasafnið er gersemi í bæjar- félaginu sem ég myndi óska að fleiri myndu nýta sér betur og vissu betur af. Safnið hefur verið falið á bak við bátasafnið. Duus- húsin eru svolítið eins og þeim hafi verið kastað þarna niður og hending hvar hlutirnir eru. Við viljum að þetta sé í lagi og viljum skýra hvar hvert einasta safn og stofnun er þar innanhúss, þannig að gestir okkar viti hvar þeir finna byggðasafnið og hvar þeir finni listasafnið. Við viljum setja upp- lýsingamiðstöðina og færa aðalinn- ganginn í gryfjuna sem er í miðju hússins. Þá er listasafn til hægri og byggðasafn til vinstri. Með þessu verðum við sjálfstæðari með hvað við viljum setja upp og skemmti- legra fyrir fólk að koma þarna inn. Það er erfitt fyrir listamenn að tjá sig í þessu rými eins og það er í dag, þegar allt er ofan í öllu.“ Örari sýningardagskrá – Hvert stefnir þú með Lista- safn Reykjanesbæjar? „Við hjá listasafninu verðum með mun örari sýningardagskrá heldur en áður. Hér voru að jafnaði um fimm nýjar sýningar á ári en ég stefni að því að hér opni nýjar sýningar á sex vikna fresti. Þá verður líka sú breyting að hingað til hefur verið gefinn út bæklingur með hverri sýningu. Það hafa fáir verið að kaupa þennan bækling þannig að í framtíðinni verður gefin út árbók Listasafns Reykja- nesbæjar þar sem allar sýningar ársins verða teknar til umfjöllunar. Helga Þórsdóttir var ráðin í starf safnstjóra Listasafns Reykjanesbæjar í ársbyrjun og hóf störf í byrjun febrúar. Helga er með brottfararpróf frá Mynd- lista- og handíðaskóla Íslands ásamt því að hafa lokið M.A. í myndlist frá De l’ecole Nationale d’Arts de Cergy-Pontoise Mention og M.A. í menningarfræði frá Háskóla Íslands. Þá hefur hún einnig stundað nám í innanhússarkitektúr í Frakklandi og leiðsögu í Leiðsögumanna- skólanum í Kópavogi. Helga starfaði í Byggðasafni Vestfjarða frá ár- inu 2016, m.a. sem forstöðukona, áður en hún kom til Reykjanesbæjar. Þá hefur hún einnig komið víða við í sýningarstjórn og textaskrifum um myndlist. Blaðamaður Víkurfrétta settist niður með Helgu í Gömlubúð þar sem safnstjórinn hefur skrifstofu og rætt var um sýn hennar á safnið sem hún er að taka við. Aðrar áherslur með nýjum safnstjóra Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is 10 // víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár Miðvikudagur 15. júlí 2020 // 28. tbl. // 41. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.