Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.07.2020, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 15.07.2020, Blaðsíða 8
Við gerum ráð fyrir að framkvæmdirnar hefjist af fullum krafti á næsta ári og að heimilið verði svo tekið í notkun um mitt ár 2023 ... Samið um byggingu nýs 60 rýma hjúkrunarheimilis í Reykjanesbæ Samið hefur verið um byggingu nýs 60 rýma hjúkrunarheimilis í Reykjanesbæ. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, og Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, undirrituðu fyrir nokkru samning um nýtt 60 rýma hjúkrunarheimili. Gert er ráð fyrir að heim- ilið verði tekið í notkun um mitt ár 2023. „Þessi stækkun er stórt skref fyrir okkur Suðurnesjamenn, enda þörfin á fleiri hjúkrunarrýmum brýn. Þetta ár verður nýtt til undir- búnings á framkvæmdinni og 2. júlí síðastliðinn var til dæmis farið yfir tillögu að breytingum á deiliskipu- lagi og hún send áfram til Skipu- lagsstofnunar til endanlegrar af- greiðslu. Við gerum ráð fyrir að framkvæmdirnar hefjist af fullum krafti á næsta ári og að heimilið verði svo tekið í notkun um mitt ár 2023,“ segir Kjartan Már Kjart- ansson, bæjarstjóri Reykjanes- bæjar. Nýbyggingin mun rísa við hlið núverandi hjúkrunarheimlis á Nes- völlum og verður samtengd þvi ́í samræmi við áherslur Reykjanes- bæjar. Með tilkomu heimilisins fjölgar hjúkrunarrýmum í bæjar- félaginu um 30 en hin 30 rýmin koma í stað þeirrar rýma sem nú eru í notkun hjúkrunarheimilinu á Hlévangi sem verður þá lokað. „Þetta er gleðidagur sem markar upphafið að stórri og mikilvægri framkvæmd fyrir íbúa á þessu svæði. Hjúkrunarrýmum fjölgar umtalsvert með þessari fram- kvæmd sem er mikilvægt. Þá er ekki síður gott til þess að vita að hér verður aðstaða sem stenst kröfur um aðbúnað eins og best verður á kosið, bæði fyrir íbúa og starfsfólk,“ segir Svandís Svavars- dóttir, heilbrigðisráðherra. Áætluð stærð nýja hjúkrunar- heimilisins er um 3.900 fermetrar og áætlaður framkvæmdarkostn- aður er um 2.435 milljónir króna. Samkvæmt samningnum er framkvæmdin á höndum sveitar- félagsins. Reykjanesbær annast fjármögnun framkvæmdakostn- aðar en heilbrigðisráðuneytið greiðir sveitarfélaginu 85% kostn- aðarins á árunum 2020–2023 í samræmi við framvindu verksins. Sveitarfélagið mun greiða 15% af framkvæmdakostnaði. Engar athugasemdir við deiliskipulag Nesvalla Engar athugasemdir bárust við tillögu að breytingu á deiliskipulagi Nesvalla vegna lóðanna Njarðarvellir 2 og Móavellir 1–13 vegna fyrir- hugaðrar stækkunar á hjúkrunarheimili um 60 ný hjúkrunarrými. Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar hefur því samþykkt að senda tillöguna til Skipulagsstofnunar til endanlegrar afgreiðslu. Nesvellir í Reykjanesbæ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN ERLA HELGADÓTTIR, Vallarbraut 6, Reykjanesbæ, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja laugardaginn 11. júlí í faðmi fjölskyldunnar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 29. júlí kl. 13. Ragnar Birkir Jónsson Guðmundur K. Birkisson Erla Guðjónsdóttir Valgerður Hrefna Birkisdóttir Eyjólfur Gísli Garðarsson Helga Magnea Birkisdóttir Ólafur Jóhannes Sólmundsson barnabörn og barnabarnabörn 8 // víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár Miðvikudagur 15. júlí 2020 // 28. tbl. // 41. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.