Víkurfréttir - 15.07.2020, Page 22
á timarit.isÖLL BLÖÐIN FRÁ 1980 OG TIL DAGSINS Í DAG
Keflavík hefur farið mjög vel af stað í Lengjudeild
kvenna þetta árið og það er engin launung að
stelpurnar ætla sér upp um deild eftir þetta tíma-
bil. Þær mættu í Grafarvoginn í fjórðu umferð og
mættu Fjölnisstúlkum sem sátu í sjöunda sæti fyrir
leikinn en Keflavíkurstelpur vermdu toppinn.
Það var fyrirliði Keflavíkur, Na-
tasha Moraa Anasi, sem reið á
vaðið og skoraði fyrsta mark
leiksins á 20. mínútu. Þá tók Dröfn
Einarsdóttir sig til, reimaði á sig
skotskóna og skoraði tvö mörk
fyrir leikhlé (39’ og 42’). Hún bætti
því þriðja við í síðari hálfleik og
innsiglaði stórsigur Keflvíkinga
sem hafa farið mjög vel af stað í
Lengjudeildinni og eru með tíu stig
eins og Tindastóll eftir fjórar um-
ferðir með markatöluna 14:1. Þær
Dröfn og Natasha eru markahæstar
leikmanna Lengjudeildar kvenna,
Dröfn hefur skorað fimm mörk en
Natasha fjögur.
Keflavík lék einnig í sextán liða
úrslitum Mjólkurbikars kvenna.
Keflavíkurstelpur fóru þá norður
fyrir heiðar, á Akureyri, og mættu
Þór/KA. Skemmst er frá því að
segja að þegar dómarinn blés til
leiksloka hafði aðeins eitt mark
verið skorað og það höfðu norð-
anstúlkur skorað, því er Keflavík
dottið úr leik í bikarnum.
Lengjudeild kvenna:
Keflavíkurstúlkur
halda toppsætinu
Fyrirliðinn Natasha Moraa Anasi
hefur skorað fjögur mörk fyrir
Keflavík í Lengjudeildinni í sumar.
Hér er hún í leik gegn Augnabliki
í þriðju umferð Íslandsmótsins.
VF-mynd: Jóhann Páll
Dröfn Einarsdóttir skoraði þrjú gegn Fjölni og er markahæst í Lengjudeildinni.
Hér er hún á fullri ferð í bikarleik gegn Aftureldingu fyrr í sumar.
VF-mynd: Hilmar Bragi
Miðvikudagur 15. júlí 2020 // 28. tbl. // 41. árg.
22 // víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár