Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.07.2020, Blaðsíða 89

Víkurfréttir - 15.07.2020, Blaðsíða 89
„Ég skildi ekki af hverju ég af öllum, sem hafði allt og meira en það langaði bara allt í einu alls ekki að vera til,“ sagði Elva Dögg þegar við spurðum hana um þessa erfiðu lífsreynslu. Hún kemur vel fyrir og það er bjart yfir þessari ungu konu en hún starfar í dag við að leiðbeina ungu fólki meðfram námi hjá KVAN en þar er lögð áhersla á að virkja það sem í fólki býr og veita þeim aðgengi að styrk- leikum sínum. Þess fyrir utan stefnir hún á ferðalög í framtíðinni enda býr hún yfir miklum krafti og eins hún segir sjálf – hefur áhuga á bókstaflega öllu. – En hvað var það sem gerðist? „Það er ansi góð spurning sem ég hef verið að velta fyrir mér sjálf. Mér finnst svo skrítið að það séu liðin tíu ár frá því að þetta byrjaði allt saman en samt er ég svo ung, bara 24 ára. Þegar ég var fjórtán ára fékk ég flensu um haustið og var veik í nokkra daga en þegar ég fór að braggast þá gat ég ekki mætt í skólann. Það var eitthvað ótrú- lega þungt sem hvíldi á mér og mamma þurfti alltaf að hringja í skólann og segja: „Hún kemur ekki í dag, henni líður rosa- lega illa ennþá.“ Ég hætti að svara vin- konum mínum, læsti mig bara inni í her- bergi, dró sængina yfir haus, og vildi ekki tala við neinn. Mamma og pabbi vissu ekki hvað var að gerast því ég hafði alltaf verið opin, til í allt og alltaf á fullu. Þarna var ég orðin andstæðan við það og ég sjálf skildi ekki neitt. Ég man að ég hugsaði: „Hvernig á mér að geta liðið svona illa þegar ég hef allt sem ég vil og miklu meira en það, lífið framundan og ótal tækifæri og allt í einu er ég að hugsa um það að mig langi bara alls ekki að vera til?““ ÉG GAT EKKI HORFT Í AUGUN Á HONUM Foreldrar Elvu Daggar komu henni til sálfræðings en það hjálpaði lítið. „Ég gat ég ekki horft í augun á honum og heyrði ekkert hvað hann var að segja. Þá sagði hann mömmu að ég þyrfti miklu meiri aðstoð sem endaði á því að ég var lögð inn á BUGL, barna- og unglingageð- deild Landspítalans, og þá var mér alveg lokið. Þar komum við að skömminni sem svo oft vill loða við geðsjúkdóma og Elva Dögg var ekki laus við hana en það sem verra var, hún var sannfærð um að hún ætti ekki afturkvæmt frá BUGL. GERA SVO MARGT GOTT FYRIR MANN MISTÖK ELVA DÖGG SIGURÐARDÓTTIR: Það má segja að Elva Dögg Sigurðardóttir hafi haft allt sem hún þurfti til að ganga vel í lífinu. Hún átti góða fjölskyldu, gekk vel í skóla, var vinamörg og efnileg í íþróttum. Síðan gerðist eitthvað og áður en hún vissi af var hún komin inn á barna- og unglingageðdeild og langaði ekki lengur að vera til. Hún upplifði mikla skömm, sérstaklega þar sem henni fannst hún ekki hafa ástæðu til þess að vera þunglynd en það þarf víst ekki ástæðu. Í dag líður henni betur og hún hefur opnað umræðuna um þennan sjúkdóm, sem einmitt fer ekki í manngreiningarálit. Miðvikudagur 15. júlí 2020 // 28. tbl. // 41. árg. víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár // 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.