Víkurfréttir - 15.07.2020, Blaðsíða 17
Hann sagði einnig að hann væri
búinn að klippa mikið af því í
gegnum árin og hefði fyrir nokkru
síðan gróðursett annað í garðinum,
sem nú nær rétt yfir meterinn.
Gamla „gullið“ er hins vegar jafn
hátt húsinu sem það stendur við,
u.þ.b. átta, níu metrar. „Mér finnst
einnig merkilegt hve tréð hefur
dafnað, þar sem lítil mold var sett
yfir melinn
þegar garðurinn var frágenginn á
sínum tíma. Það var ekki sett nema
um fimm sentimetra moldarlag.
En ég er líka með góðan áburð á
blettinn – set reglulega kúaskít á
hann”, sagði Sigurður Einarsson í
forsíðufrétt Víkurfrétta árið 1987.
Gullregnið komst aftur í frétt-
irnar árið 1999. Þá var birt frétt um
það 15. júlí og tréð að verða 40 ára
gamalt. Aftur var rætt við Sigurð
Einarsson, sem þá var nýorðinn 85
ára gamall, um tréð sem skartaði
sínu fegursta og var í fullum blóma.
Gullregn blómstrar aðeins ef sum-
arið árið áður var gott. Sumarið
1998 hefur því verið gott, því tréð
var blómum prýtt í Víkurfréttum í
júlí 1999.
Aftur var flutt frétt af fjalla-gull-
regninu árið 2011 og þá á forsíðu
Víkurfrétta. Að þessu sinni fékk
tréð viðurkenningu sem tré ársins
á Íslandi það árið en útnefningin
var á vegum Skógræktarfélags Ís-
lands. Þetta var í fyrsta skipti sem
tré á Suðurnesjum fékk þá út-
nefningu. Fjalla-gullregnið þótti
fyrirtaks dæmi um það hvernig
trjágróður getur vaxið og dafnað
suður með sjó þrátt fyrir erfið skil-
yrði.
Nú fjöllum við aftur um gull-
regnið eða lítið afkvæmi þess, að
haldið er, sem sprettur upp úr mal-
bikinu við Krambúðina við Hring-
braut í nokkurra tuga metra fjar-
lægð frá tré ársins 2011. Vonandi
fær gullregnið við Krambúðina að
vaxa og dafna áfram.
Úti í horni á
malbikuðu stæði
við verslun
Krambúðarinnar við
Hringbraut í Keflavík
hefur gullregn skotið
rótum og blómstrar
fallega þessa dagana.
Telja verður líklegt
að gullregnið við
Krambúðina sé
afkvæmi þess á
Greniteignum og að
það hafi sáð sér.
Úr Víkurfréttum í júlí 1999
Miðvikudagur 15. júlí 2020 // 28. tbl. // 41. árg.
víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár // 17