Víkurfréttir - 15.07.2020, Blaðsíða 68
Ragnheiður Björk Guðmundsdóttir og Ágúst
Ágústsson eru nágrannar Þorsteins Bjarnasonar
og Kristjönu Héðinsdóttur og hafa vinahjónin
leyft vinum sínum á Facebook að fylgjast með
fjörinu á staurnum á tímum COVID-19. Ragn-
heiður setti nýlega söguna á bak við matarstaur-
inn og hún er vægast sagt mjög skemmtileg.
Þegar við fluttum í húsið okkar
höfðu önnur hjón keypt hinn helm-
inginn. Ýmislegt var ófrágengið
eins og vill gerast með nýleg hús
og eitt af því var bílaplanið.
Nágrannakonan var ákveðin í
því að það þyrfti að koma landa-
mæraveggur á miðju bílaplaninu
þ.e. frá húsi og u.þ.b. 1,5 metra út
frá því eins og væri á öllum hinum
húsunum. Þetta var samþykkt og
staurinn því settur niður um leið
og var hellulagt.
Svo kom haustið og veturinn
og þessir nágrannar voru orðnir
góðir vinir okkar. Við komumst
fljótt að því að það var gott að
geta labbað þurrum fótum undir
þakskegginu í stað þess að fara
út fyrir landamæravegg og lenda
í bleytu eða snjó þannig að það
var tekin ný ákvörðun um að reisa
ekki umræddan vegg.
Síðan er liðinn góður áratugur og
staurinn er þarna, ekki til neinnar
prýði og lítils gagn..... eða þar til
núna að hann öðlaðist nýtt hlut-
verk sem hefur vakið nokkra at-
hygli.
Við vinirnir gerðum það af og
til að borða saman en svo kom
COVID-19 og þá kom upp sú staða,
vinnunnar vegna, að ég og hús-
bóndinn á hinu heimilinu máttum
ekki hittast mikið því við vorum á
sitt hvorri vaktinni þar.
Einn daginn hringir nágranna-
konan í mig og segist vera að elda
ljúffengan lambapottrétt og hún
ætli að setja hann við dyrnar og
dingla bjöllunni.
Næsta dag fannst mér ég verða
að launa greiðan og þá kviknaði
þessi hugmynd, sem Gústi fram-
kvæmdi snarlega að setja plötu á
staurinn og réttlæta þannig tilveru
hans. Þarna var kominn fínasti
staður fyrir matargleðina okkar.
Eins og þið hafið séð þá hefur
staurinn verið miðpunktur mik-
illar gleði síðustu vikur og verður
áfram til 4. maí. Nokkrum sinnum
í viku höfum við skipst á að setja
kvöldmatinn á staurinn og upp á
síðkastið meira að segja útfært
kokteilboð þarna úti eftir að sólin
fór að skína.
Matarafhendingarstaurinn fæst í
Byko en ég er ekki viss um að þeir
geti tryggt svona góða nágranna
með í pakkanum. :-)
... og þá þekkið þið, sem nenntuð
að lesa alla langlokuna, söguna um
staurinn.
Sagan af
staurnum
Eins og sjá má á myndunum er stemmningin góð við matarstaurinn.
68 // víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár
Miðvikudagur 15. júlí 2020 // 28. tbl. // 41. árg.