Víkurfréttir - 15.07.2020, Blaðsíða 2
HREINSUM
RIMLAGARDÍNUR OG
MYRKVUNARGARDÍNUR
NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K
845 0900
FERÐIR Á DAG
ALLTAF PLÁSS
Í BÍLNUM
Útgefandi:
Víkurfréttir ehf.,
kt. 710183-0319
Afgreiðsla og ritstjórn:
Krossmóa 4a, 4. hæð,
260 Reykjanesbæ,
sími 421 0000
Ritstjóri og ábm.:
Páll Ketilsson,
sími 421 0004,
pket@vf.is
Fréttastjóri:
Hilmar Bragi Bárðarson,
sími 898 2222,
hilmar@vf.is
Auglýsingastjóri:
Andrea Vigdís Theodórs-
dóttir,
sími 421 0001,
andrea@vf.is
Útlit og umbrot:
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Hilmar Bragi Bárðarson
Dagleg stafræn útgáfa:
vf.is og kylfingur.is
Tólf hagkvæmar leiguíbúðir byggðar í Grindavík
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hefur úthlutað ríflega 3,6
milljörðum króna í stofnframlög til byggingar og kaupa á 600 hag-
kvæmum leiguíbúðum víðsvegar um landið, svokallaðra almennra
íbúða. Leiguíbúðirnar verða í fimmtán sveitarfélögum og þar af verða
tólf á Suðurnesjum, nánar tiltekið í Grindavík. Fjármunirnir eru hugs-
aðir til að styðja við framboð ódýrra leiguíbúða fyrir almenning og
verða nýttir til byggingar á 438 íbúðum og kaupa á 162 íbúðum.
Stofnframlögin renna til bygg-
ingaraðila í almenna íbúðakerfinu
og er ætlunin að slá á þann mikla
húsnæðisvanda sem lægri- og
millitekjuhópar hafa mátt stríða
við undanfarin ár. Fólk sem leigir
íbúð í kerfinu þarf ekki að verja
jafn stórum hluta af ráðstöfunar-
tekjum heimilisins til húsnæðis
og það myndi í mörgum tilfellum
gera á frjálsa leigumarkaðnum og
býr við meira öryggi því ekki er
hægt að segja upp leigunni nema
að ýmsum skilyrðum uppfylltum.
Framlög til íbúða í fimmtán
ólíkum sveitarfélögum
í þessari úthlutun
Alls fengu fimmtán sveitarfélög
úthlutað stofnframlögum en
flestar af íbúðunum 600 eru á höf-
uðborgarsvæðinu, eða 472. Auk
íbúðanna tólf á Suðurnesjum er
um að ræða átta íbúðir á Austur-
landi, fjórtán á Norðurlandi eystra,
þrettán á Norðurlandi vestra, tíu á
Suðurlandi, fjórar á Vestfjörðum og
67 á Vesturlandi.
Sem stuðning við lífskjara-
samningana ákvað ríkisstjórnin
að auka framlögin til almenna
íbúðakerfisins um 2,1 milljarð ár-
lega á árunum 2020 til 2022 til
þess að flýta fyrir uppbyggingu á
hagkvæmu húsnæði og stuðla að
auknu húsnæðisöryggi leigjenda.
Heildarfjárfesting tæplega
20 milljarðar króna
Ljóst er að stofnvirði þeirra verk-
efna sem samþykkt voru í þessari
úthlutun fela í sér fjárfestingu á
húsnæðismarkaði upp á tæplega
tuttugu milljarða króna. Þar af fara
tæpir fjórtán milljarðar í uppbygg-
ingu á hagkvæmu húsnæði og sex
milljarðar í kaup.
Alls bárust HMS 35 umsóknir
um samtals 5,6 milljarða króna
og af þeim voru 31 umsókn sam-
þykktar, ýmist að fullu eða að hluta
til. Sveitarfélög nutu forgangs við
úthlutunina og hlutu alls um 1,2
milljarða króna.
Verktaki sem sér um að slá og hirða opin svæði í Reykjanesbæ
hefur fengið mikla gagnrýni á samfélagsmiðlum í Reykjanesbæ
og bæjarbúar ekki verið sáttir við vinnubrögð verktakans. Kjartan
Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, tekur undir gagnrýni
bæjarbúa sem hann segir réttilega gagnrýna slælega frammistöðu
verktakans sem sjái um að slá og hirða opin svæði í sveitarfélaginu.
„Starfsmenn Umhverfismið-
stöðvar hafa margoft gert at-
hugasemdir en viðbrögð verið
lítil. Málið var rætt utan dag-
skrár í bæjarráði Reykjanesbæjar
í morgun og verður formlega á
dagskrá í næstu viku. Í millitíð-
inni verða gerðar fleiri tilraunir
til að fá verktakann til að bæta
sig,“ segir Kjartan bæjarstjóri á
Facebook-síðunni Reykjanesbær
- gerum góðan bæ betri.
Slæleg frammistaða
sláttuverktaka komin á borð
bæjarráðs Reykjanesbæjar
2 // víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár
Miðvikudagur 15. júlí 2020 // 28. tbl. // 41. árg.