Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.07.2020, Blaðsíða 91

Víkurfréttir - 15.07.2020, Blaðsíða 91
Ég man þegar kviknaði á keppnis- skapinu mínu en þá vorum við að vinna stærðfræðihefti og ein stelpan var búin á undan hinum. Þá lyfti kennarinn heftinu hennar og hrósaði henni og ég hugsaði: „Vá, hún er að fá geggjað hrós fyrir að vera svona dugleg – mig langar í svona hrós.“ Börn eru tilbúin að leggja mikið á sig til að fá hrós og það er auðvitað gott að fá hrós en ég held að í skólum þurfi að vinna meira með manneskjuna og fé- lagslegu samskiptin. Hvað þýðir það að vera góð manneskja og hvernig getur þú hjálpað öðrum? Við leggjum áherslu á greinar sem eru kannski ekki aðalatriðið í lífinu og við ættum frekar að undirbúa börn með því að kenna þeim að takast á við ólíkar tilfinningar, þegar þeim líður illa eða takast á við kvíða. Það er hluti af lífinu og við getum lagt meiri áherslu á það. Ég hafði ekki orð yfir kvíða og vissi ekki að ég væri að fá kvíðakast eða hvernig ég ætti að tækla það. Ef ég hefði fengið aðstoð við mína vanlíðan hefði kannski verið hægt að grípa fyrr inn í og fá aðstoð.“ SKRIFA Í DAGBÓKINA: „NÚNA ÆTLAR ÞÚ AÐ SLAKA Á!“ Elva Dögg er á þriðja ári í tómstunda- og félagsmálafræði en hún hefur unnið mikið með börnum og unglingum, bæði sem þjálfari í fimleikum, í félagsmiðstöð- inni Fjörheimum og hjá KVAN og án efa hefur þessi lífsreynsla hennar hjálpað henni við þau verkefni. „Mér finnst mikilvægt að geta nýtt mína reynslu til að leiðbeina og aðstoða svo aðrir fái mögulega að njóta og það má segja að hún sé minn drifkraftur. Það er alveg mikið að gera hjá mér og ég þarf að passa mig en ég hef verið að æfa mig í því að segja nei. Ég legg áherslu á að standa mig í KVAN og skólanum en skrifa líka slökun í dagbókina: „Hér ætlar þú að eiga rólegan morgun, hér ætlar þú ekki að gera neitt,“ og ég geri sjálf æf- ingar sem hjálpa mér að átta mig á því hvernig mér líður og ef ég set of miklar kröfur á sjálfa mig. Mér finnst ekkert vera ómögulegt og allt hægt, ef maður setur metnað í það sem maður vill gera. Þegar manni hefur liðið ótrúlega illa verða aðrir erfiðleikar auðyfirstíganlegir miðað við hvernig mér leið á tímabili. Mitt hugarfar snýst um að finna jafn- vægið. Þó manni líði illa og sé ekki alltaf í toppstandi þá heldur lífið áfram og maður getur alltaf fundið sína leið. Aldrei gefast upp því mistökin gera mann svo margfalt sterkari. Þegar ég horfi til baka þá heyrði ég aldrei neinn segja við mig: „Þú mátt gera mistök, það er í lagi og þú lærir af því eða það skapast ný tækifæri.“ Við lítum á mistök sem veikleikamerki og þegar ég gerði mistök þá var ég ekki að standa mig vel að mínu mati. Það er þetta sem ég hef þurft að temja mér, að gera markvisst smá mistök. Að vanda mig ekki alveg jafn mikið því mistök gera svo margt gott fyrir mann.“ Viðtalið við Elvu er hægt að heyra í hlaðvarpinu GÓÐAR SÖGUR – smelltu á auglýsinguna hér að neðan til að hlusta. Þú mátt gera mistök, það er í lagi og þú lærir af því eða það skapast ný tækifæri. ... Ung og efnileg. Miðvikudagur 15. júlí 2020 // 28. tbl. // 41. árg. víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár // 91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.