Víkurfréttir - 15.07.2020, Blaðsíða 26
Sýndi stóleik og var verðskuldað valinn maður leiksins
Það var ekki úr vegi að heyra í
Sindra Kristni Ólafssyni, manni
leiksins, eftir sigurinn á Þór en
síðustu leikir Keflavíkurliðsins
hafa vægast sagt verið ótrúlegir.
– Jæja Sindri, nú eru tveir síðustu
leikir heldur betur búnir að vera
svakalegir og rosalega ólíkir.
Já, mjög ólíkir. Þeir eiga ekkert
sameiginlegt.
– Þú áttir flottan leik síðast og
valinn maður leiksins. Ertu ekki
sáttur við þína frammistöðu?
Jú, þrususáttur. Gott auðvitað að
sækja þessi þrjú stig miðað við út
í hvað málin voru komnir.
– Stórmunur á liðinu milli heima-
leikja, hálfdaufir á móti Leikni en
komið svo öskrandi í þennan leik.
Hvað gerðist?
Já, við lentum í ákveðnu stemmn-
ingsleysi á móti Leikni þótt við
værum yfir, þeir eru með sterkt
lið og gengu bara á lagið. Við
söknuðum kannski leiðtogans
Fransa inn á miðjunni í þeim leik
og áttum í rauninni ekkert meira
skilið, þótt við hefðum átt að
nýta færi sem við fengum. Þetta
var kannski ágætis áminning um
að við löbbum ekkert í gegnum
þetta Íslandsmót, það sést á úr-
slitum í deildinni – allir eru að
vinna alla. Alla vega þessi topp
átta lið. Það má líka hrósa okkur
fyrir Grindavíkurleikinn þar sem
við lentum tveimur mörkum
undir, það væri auðvelt að brotna
við mótlætið en við rifum okkur
upp og sýndum hvers megn-
ugir við erum, jöfnuðum og
gáfumst aldrei upp. Mjög mikill
karakter og hann endurspegl-
aðist í Þórsleiknum þar sem við
lendum tveimur mönnum undir
en klárum leikinn og löndum
þessum stigum.
– Þetta eru tvö ólík lið sem mæta
á völlinn í síðustu tveimur leikjum,
varnarlega séð. Þurfti Eysteinn
ekki að byrsta sig eftir Grinda-
víkurleikinn?
Það var enginn að missa sig yfir
þessu í hálfleik, við tókum mjög
fagmannlega á þessu. Við töl-
uðum um það eftir leikinn að
við hefðum áhyggjur af varnar-
leiknum. Þetta væri ekki nógu gott,
þó við höfum fengið á okkur fjögur
mörk þá fengum við fjórtán skot á
rammann og það er bara of mikið.
Við vorum ekki að leika nógu
góðan varnarleik, vorum að gera
kjánaleg mistök og það sást besýni-
lega í Þórsleiknum að við vorum
búnir að fara vel yfir þetta. Þetta
gekk töluvert betur, menn voru
að fara í einvígin og vinna seinni
boltann – og það munar helling um
það. Það er málið.
Sindriréttur maður á réttum stað
... Keflavík er frábær
vettvangur fyrir
mig að vera á núna
og ég er stoltur að
vera að taka þátt í
þessu enn eitt árið ...
Sindri flýgur eftir boltanum sem small í slánni.
26 // víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár
Miðvikudagur 15. júlí 2020 // 28. tbl. // 41. árg.