Víkurfréttir - 19.08.2020, Blaðsíða 19
ekki hefðbundin lokuð skólastofa
og öll þjónusta við nemendur fer
fram á þeirra stað. Þeir þurfa ekki
að fara neitt annað. Tveir árgangar
eru í sama rými sem við köllum
tvenndir sem eru opnar með
litlum hópaherbergjum og hring í
miðjunni sem stúkar rýmið aðeins
af. Umhverfið er fjölbreytt eins og
húsgögnin og aðstaðan í rýminu,“
segir Gróa.
Þá er stafræn tækni tekin alla
leið í Stapaskóla. „Já, við nýtum
okkur tæknina alla leið. Hjá 8.–
10. bekkjum grunnskóla Reykja-
nesbæjar hefur verið kennt með
snjalltækjum og hver nemandi
hefur fengið eitt tæki til að nota
í náminu. Í Stapaskóla stígum við
aðeins lengra og verðum með tæki
á alla aldurshópa, alveg niður í leik-
skólastigið. Við fengum styrk fyrir
stafræna notkun og tækni fyrir
leikskólastigið. Við ætlum okkur
að vera framúrstefnuleg og nýta
okkur alla tækni í námi þannig að
börnin nái sem bestum árangri.
Það eru engar tússtöflur og engar
töflur hangandi á veggjum. Ein-
göngu skjáir á hjólum sem hægt
er að færa til. Það eru há borð og
lág borð, sófar og setkollar. Bæði
nemendur og kennarar þurfa að
aðlagast breyttum starfsháttum,“
segir skólastjórinn.
Almenningsbókasafn,
íþróttahús og sundlaug
Kennarar voru valdir sérstaklega
inn og Gróa sagði að hún væri mjög
spennt að fá þá til starfa. En voru
þeir allir tilbúnir í svona mikla raf-
ræna kennslu og hópakennsla?
„Þeir vita að það er teymis-
kennsla og samþætting náms-
greina og unnið út frá heildstæðum
verkefnum. Það verður ekki þannig
að einn kennari er með einn hóp í
einhverju fagi heldur erum við öll
Það eru engar
tússtöflur og engar
töflur hangandi
á veggjum.
Eingöngu skjáir á
hjólum sem hægt
er að færa til ...
SKRÁNING Í MATARÁSKRIFT HEFST 24. ÁGÚST.
Skráning fer fram á www.skolamatur.is
www.skolamatur.is @skolamatur @skolamatur_ehf
Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs Reykjanesbæjar, og Gróa Axelsdóttir, skólastjóri
Stapaskóla, líta með björtum augum til framtíðar með nýjum og fullkomnum Stapaskóla.
Miðvikudagur 19. ágúst 2020 // 31. tbl. // 41. árg.
vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM Í 40 ár // 19