Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.08.2020, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 19.08.2020, Blaðsíða 10
Ljósanótt 2020 verður ekki haldin. Menningar- og atvinnuráð Reykjanesbæjar lagði fram til bókunar á fundi sínum þann 12. ágúst síðastliðinn að Ljósanótt yrði aflýst í ár í ljósi þess óvissuástands sem ríkir vegna Covid-19. Yfirskrift Ljósanætur í ár var „Ljósanótt í höndum bæjarbúa“ þar sem til stóð að veita íbúum styrki til að standa fyrir smærri við- burðum víðs vegar um sveitarfélagið. Á fjórða tug umsókna barst og því ljóst að samstaða bæjarbúa er mikil. Menningar- og atvinnuráð telur þó nauðsynlegt að sveitarfélagið gangi á undan með góðu fordæmi og taki ábyrga af- stöðu í ljósi stöðunnar. Bæjarstjórn Reykjanes- bæjar tók fundargerð Menningar- og atvinnu- ráðs til umræðu og afgreiðslu á fundi sínum þann 18. ágúst. Bókun Menningar- og atvinnuráðs: Menningar- og atvinnuráð tekur undir sjón- armið stýrihóps Ljósanætur og telur sýnt að ekki verði gerlegt að halda Ljósanótt dagana 2.–6. september n.k. í ljósi þeirra samkomu- takmarkana sem nú eru í gildi auk tveggja metra reglu. Ráðið telur mikilvægt að sveitar- félagið sýni ábyrgð og stuðli ekki að óþarfa samsöfnun fólks á óvissutímum. Ráðið leggur því til að hátíðinni 2020 verði aflýst. Um leið lýsir ráðið mikilli ánægju með góð viðbrögð við yfirskrift hátíðarinnar „Ljósa- nótt í höndum bæjarbúa“ en á fjórða tug um- sókna barst í sérstakan Ljósanætursjóð sem settur var á laggirnar til að gera íbúum kleift að standa að smærri viðburðum víða um bæinn. Ráðið leggur áherslu á að slíkur sjóður verði einnig opinn fyrir umsóknir á næsta ári svo íbúar geti með virkari hætti tekið þátt í að skapa hátíðina. Ráðið hvetur umsækjendur til að halda áfram að móta hugmyndir að fjöl- breyttum viðburðum og koma sterk inn að ári. Ráðið mælist til þess að tekið verði tillit til þess í fjárhagsáætlun næsta árs og fjármagni sem ætlað var í Ljósanótt 2020 verði bætt við fyrirhugað fjármagn Ljósanætur 2021. Hólmsteinn fær tvær milljónir í viðhald Bæjarráð Suðurnesjabæjar hefur samþykkt að verja tveimur milljónum króna til viðhalds á bátnum Hólmsteini GK sem er hluti af byggðasafninu sem staðsett er á Garðskaga. Verkefnið verður fjármagnað af liðnum menningarmál. Jafnframt á að vinna unnin áætlun um frekara viðhald á bátnum sem hefur látið nokkuð á sjá síðustu misseri. Afhentu 660.000 krónur í minningu Áslaugar Óladóttur Vinkonur Áslaugar Óladóttur heitinnar afhentu Samtökum um kvennaathvarf 660.000 krónur sem vinir, skólafélagar og fjöl- skylda Áslaugar söfnuðu í tilefni að því að 6. ágúst hefði Áslaug orðið 40 ára hefði hún fengið að lifa. „Styrkurinn rennur beint í splunkunýtt verkefni sem við hlökkum til að kynna fyrir ykkur fljótlega en látum nægja núna að opinbera hið fremur óþjála vinnuheiti „framúrskarandi, þverfagleg þjónusta við börn í dvöl“ og markmiðið sem er að auka lífsgæði krakkanna okkar í nútíð og framtíð. Við þökkum fólkinu hennar Áslaugar fyrir okkur og lofum að vanda okkur við að eyða söfnunarfénu,“ segir á Facebook-síðu Samtaka um kvennaathvarf. Engin Ljósanótt í ár 10 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM Í 40 ár Miðvikudagur 19. ágúst 2020 // 31. tbl. // 41. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.