Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.08.2020, Blaðsíða 56

Víkurfréttir - 19.08.2020, Blaðsíða 56
heimfæra á t.d. Miðflokkinn og Dónann Trömp). Það sem ég læri af lestri þeirrar bókar er sú stað- reynd að ekkert er nýtt undir sólu og ekkert breytist í raun. – Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Í fari mínu fer mest í mína fínu hvað ég er gráðugur í mat! Ég er síétandi og get ekki hætt að láta mig langa í eitthvað gómsætt og gott. Ég er fínn kokkur fyrir minn smekk! – Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Í fari annarra ... ég held að best sé að segja sem fæst um það! Ætla að eiga nokkra vini enn um sinn. – Uppáhaldsmálsháttur eða -tilvitnun: „Svo lengi lærir sem lifir“ er málsháttur sem á vel við annað áhugamál mitt, sem er U3A Suðurnes, eða Háskóli þriðja æviskeiðsins, sem starfar hér á Suðurnesjum og veitir mér og mörgum öðrum ómælda ánægju. Allir eru velkomnir í U3A Suðurnes! Þá er ég nýorðinn sjálf- boðaliði hjá Rauða krossinum og það er mjög gefandi og gaman að kynnast fólki frá fjarlægum löndum. – Hver er elsta minningin sem þú átt? Elsta minningin er hjartsláttur og þungur andardráttur móður minnar þegar hún hafði hlaupið mig uppi á Skjólbrautinni þar sem ég hafði gert í buxurnar og kærði mig ekki um að fara heim. Hún varð því að hlaupa mig uppi og bera mig heim og upp á borð í eldhúsinu þar sem hún gerði að mér! – Orð eða frasi sem þú notar of mikið: „Bölvað vesen,“ segi ég oft við sjálfan mig – og reyni að stilla mig. – Ef þú gætir farið til baka í tíma, hvert færirðu? Ég færi helst til Rómar hinnar fornu og yrði þar konsúll með mikil völd og gæti etið vínþrúgur og franskbrauð alla daga! – Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Ef ég skrifa ævisögu mína mun hún heita: Sjálfum mér var ég verstur. – Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til? 2020 er ár þrenginga og áskorana. Kvíðvænlegt og óhuggulegt ár veirunnar skæðu en ég beiti mig sjálfsaga og segi í tíma og ótíma: „Hvað er það versta sem gæti gerst? Ég dey – og það mun áreiðanlega verða, það er það eina sem er alveg víst í henni veslu!“ – Hver er tilfinning þín fyrir haustinu og komandi vetri? Ég hlakka ekki til vetrarins en mun reyna að kveikja oft ljós á kertum, hugsa til þeirra mörgu sem eru farnir á undan og hlakka til að komast til þeirra sem mér eru kærastir. – Hver er besti brandari sem þú hefur heyrt nýlega? Einn af mörgum bröndurum ársins er þessi: „Árið 1917 geisaði spænska veikin og hún varð til þess að stöðva síðari heimsstyrj- öldina!“ (Dóninn Trömp, 2020). Í Ljóðasetri Íslands á Siglufirði - Þórarinn Hannesson segir frá Steini Steinarr. Við eldvörp - Gulmundur Göslari er bíllinn hans Hrafns. 2020 er ár þrenginga og áskorana. Kvíðvænlegt og óhuggulegt ár veirunnar skæðu en ég beiti mig sjálfsaga ... 56 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM Í 40 ár Miðvikudagur 19. ágúst 2020 // 31. tbl. // 41. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.