Víkurfréttir - 19.08.2020, Blaðsíða 32
Júdódeild Njarðvíkur hefur verið með athyglisvert tilraunaverkefni í gangi
síðasta hálfa árið. Deildin hefur boðið upp á sérstakar júdóæfingar fyrir börn
af pólskum uppruna og pólskur þjálfari sér um æfingarnar. Guðmundur Stefán
Gunnarsson, yfirþjálfari júdódeildarinnar, og Eydís Mary Jónsdóttir, formaður
hennar sögðu blaðamanni Víkurfrétta frá verkefninu.
– Hvernig varð þessi hugmynd
til, að vera með sér pólskan
hóp?
„Það er mjög stór hópur af
pólskum börnum hér í sam-
félaginu sem er ekki að stunda
neinar æfingar og við vorum búin
að vera að ræða það hvernig við
ættum að ná til þeirra. Reykja-
nesbær hefur m.a. verið að benda
á að krakkar af erlendu bergi eru
ekki að nýta frístundastyrkinn
sinn,“ segir Eydís.
„Nú tækifærið datt eiginlega
upp í hendurnar á okkur þegar
Aleksandra hafði sambandi við
deildina, þá var hún búin að búa
hér í eitt ár og falaðist eftir vinnu
við að þjálfa júdó enda er hún
með svart belti í íþróttinni. Við
ákváðum að nýta okkur þetta
tækifæri enda erum við með
mörg börn frá öðrum löndum og
úr varð þetta tilraunaverkefni
sem hefur gengið afskaplega vel.“
„Þetta er í raun eitt af grunn-
gildum deildarinnar,“ segir Guð-
mundur, „Því þegar ég stofnaði
júdódeildina þá var markmiðið
að allir gætu æft burtséð frá
fjárhag og nú eru að verða liðin
tíu ár síðan við hófum reglulegar
æfingar.“
Íþróttir fyrir alla
Eydís segir að þetta sé í raun út-
víkkað frá upphaflegu hugmynd-
inni, að bjóða upp á sérstaka tíma
fyrir börn af pólskum uppruna.
„Þetta er jaðarsettasti hópurinn,
erlendu krakkarnir okkar, og það
þarf eitthvað íþróttafélag að stíga
fram og koma til móts við þau.
Það er ekki ásættanlegt að jafn
fjölmennur hópur í bænum okkar
sé ekki að stunda neinar æfingar,
við þurfum að koma til móts við
þessa krakka og ef íslenskir þjálf-
arar ná ekki til þeirra þá þurfum
við að reyna aðrar leiðir.“
„Við sjáum svo fyrir okkur,
þegar fram líða stundir, að þessi
hópur blandist svo inn í aðra
æfingahópa félagsins,“ bætir Guð-
mundur við. „Það verður ábyggi-
lega erfitt í fyrstu en til lengri
tíma litið verður það gott fyrir
alla.“
Styrkir samfélagið
Guðmundur starfar við málefni
innflytjenda hjá Reykjanesbæ.
Hann lítur á þetta verkefni sem
skref í áttina að því að auðvelda
krökkunum að aðlagast íslensku
samfélagi. „Það getur verið erfitt
fyrir fólk af öðrum uppruna að
fóta sig í samfélaginu, ég held
að svona verkefni sé eitt skref í
Júdó er lífsstíll
Pólskur krakkahópur í júdó gefur góða raun
Jóhann Páll Kristbjörnsson
johann@vf.is
32 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM Í 40 ár
Miðvikudagur 19. ágúst 2020 // 31. tbl. // 41. árg.