Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.08.2020, Blaðsíða 31

Víkurfréttir - 19.08.2020, Blaðsíða 31
Styrktarmót sem haldið var til minningar um Gunnlaug Úlfar Gunnlaugsson Um síðustu helgi fór fram minningarmótið Úlli Open 2020 í Vest- mannaeyjum. Mótið er haldið til minningar um Gunnlaug Úlfar Gunn- laugsson, Úlla pípara, annan stofnanda Lagnaþjónustu Suðurnesja en hann lést 22. september síðastliðinn. Úlli var fæddur á Siglufirði þann 5. apríl 1957 og bjó þar fyrstu árin með fjölskyldu sinni en flutti til Eyja á unglingsárum þar sem hann vann og bjó þar til hann flutti til Grinda- víkur þar sem hann bjó og starfaði þar til hann lést. Úlli kynnti sig sem Úlla Eyjamann, fæddan á Siglufirði en búandi og starfandi í Grindavík. Hann lék golf með vinum sínum og hafði ætlað að halda golfmót í Grindavík á síðasta ári en heilsan hreinlega leyfði það ekki – hann tók loforð af vinum sínum að halda golf- mótið, þótt síðar væri. Það var síðan ákveðið strax í kjölfar frá- falls hans að halda minningarmót og gera það að árlegum viðburði, til þess að halda minningu yndis- lega Úlla á lofti og styrkja um leið félagasamtök í hans nafni. Ættingjar og vinir vilja þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóg við undirbúning þessa móts kær- lega fyrir. Lagnaþjónusta Suður- nesja sem Úlli stofnaði ásamt Rúnari Helgasyni kom myndarlega að mótinu með fjárstyrk, en Þor- finnur sonur Úlla er nú meðeigandi Rúnars að Lagnaþjónust- unni. Allir þátttakendur greiddu að sjálfsögðu myndarlegt mótsgjald og vinningar komu frá Bláa lóninu, Harbour View, Northern Light Inn, Golf- klúbbi Grindavíkur og Golfklúbbi Vestmanna- eyja, Miðstöðinni, Skipa- lyftunni, Geisla, Byko, 4x4 Adventures, Papas Pizza, Hafinu, Esju, Sælkeradreif- ingu og Stóra sviðinu og að auki gaf Jóhannes Barkarson, frændi Úlla, glæsilegan farandbikar. Glæsilegu móti lauk með sigri Bjarka Guðmundssonar frá Grindavík, þannig að farand- bikarinn verður fyrsta árið varð- veittur í Grindavík. Í verðlaunaaf- hendingunni afhentu Kristín Gísla- dóttir, ekkja Úlla, og börn hans, Eva Rut, Þorfinnur og Gunný Krabbavörn í Vestmannaeyjum allt það sem safnaðist í kringum mótið, eða 327.000 krónur. Kristín Valtýsdóttur tók við framlaginu og þakkaði fyrir þennan styrk með fallegum og vel völdum orðum. Aðstandendur mótsins þakka stuðninginn og minna á að mótið verður haldið aftur á næsta ári og stefnan er að gera enn betur þá. Þessi er fyrir Úlla! Þorfinnur Gunnlaugsson, sonur Úlla, sagði blaðamanni Víkurfrétta þessa skemmtilegu sögu sem tengist mótinu. „Þrír nánustu vinir pabba, þeir Bjarni Ólafur Guðmundsson, Birgir Sveinsson og Kristófer Helgason, voru í fyrsta hollinu í mótinu. Þeir léku eðlilega hver sínum bolta en slógu svo til skiptis fjórða boltanum, sem var rauður, fyrir pabba. Það var svo á sunnudeginum að Daddi [Bjarni] vinur hans fór í golf og á tólftu holu Vestmanna- eyjavallar ákvað hann að slá aukabolta, rauða boltann sem þeir voru að nota í mótinu, og sagði: „Þessi er fyrir Úlla!“ Svo sló hann báðum boltunum. Síðan voru þeir að leita að boltunum út um allt en fundu hann ekki ... fyrr en honum var litið í holuna. Þá hafði hann farið holu í höggi með boltanum hans pabba. Alveg ótrúlegt því pabbi fór aldrei holu í högg, ég held að hann hafi aldrei verið nálægt því.“ Úlli Open 2020 Sigurvegarinn, Bjarki Guðmundsson, með bikarinn ásamt börnum Úlla; Gunný, Evu Rut og Þorfinni, og Kristínu ekkju hans. Aftast er Jóhannes Barkarson, frændi Úlla, sem gaf bikarinn. Styrkurinn afhentur. vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM Í 40 ár // 31 Miðvikudagur 19. ágúst 2020 // 31. tbl. // 41. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.