Víkurfréttir - 19.08.2020, Blaðsíða 25
Kian Williams skoraði tvö, hér er hann að
afgreiða boltann í netið seinna markinu.
Markvörður Víkings braut á Birni Boga Guðnasyni undir lok leiks.
Áhorfendur voru í gámavís á
leiknum – en utan girðingar enda
voru áhorfendur ekki leyfðir.
Eyðimerkurgöngu
Grindvíkinga
loks lokið
Árangur Grindvíkinga hefur verið langt
frá væntingum í sumar. Þeir hafa ekki
náð að sýna sitt rétta andlit og landað
sigri í síðustu sex leikjum, gert fimm
jafntefli og tapað einum.
Á þessu varð þó breyting í miðviku-
dagskvöld þegar þeir mættu á heimavöll
Þróttar í Reykjavík. Allt annað var að sjá
til liðsins sem lék góðan fótbolta og upp-
skar eftir því.
Rólegur fyrri hálfleikur
Leikurinn fór rólega af stað en á 21.
mínútu komst Sigurður Bjartur Hallsson
í færi, setti boltann laglega í stöngina og
inn.
Á 35. mínútu tóku Grindvíkingar horn-
spyrnu þar sem Guðmundur Magn-
ússon var réttur maður á réttum stað
og stangaði boltann í netið, 0:2 fyrir
Grindavík og þannig stóðu leikar í leik-
hléi.
Guðmundur var nálægt því að skora
aftur strax í upphafi seinni hálfleiks
þegar hann komst í gegnum vörn Þróttar
en markvörður þeirra sá við honum.
Oddur Ingi Bjarnason bætti þriðja
marki Grindvíkinga við á 53. mínútu og
þá var farið að hylla í fyrsta sigur þeirra
í allt of langan tíma.
Rúmum tíu mínútum eftir þriðja mark
Grindavíkur náðu Þróttarar að minnka
muninn en besti maður Grindvíkinga í
leiknum, Mackenzie Heaney, var ekki
lengi að svara því með fjórða marki
Grindavíkur. Staðan 1:4 og tuttugu og
tvær mínútur til leiksloka.
Þróttur skoraði annað mark á
70. mínútu en nær komust þeir ekki.
Grindvíkingar sigldu langþráðum sigri í
höfn og hafa vonandi eflt sjálfstraustið
við hann.
Þótt Grindavík sitji í sjöunda sæti
með fjórtan stig eru þeir ekki svo langt
frá næstu liðum. Aðeins munar þremur
stigum á Grindavík og Þór sem er í
fimmta sæti svo enn er tími fyrir þá til
að hífa sig ofar á töflunni, jafnvel blanda
sé í toppbaráttuna. Hver veit?
Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari
Grindvíkinga, andar sennilega
léttar eftir að hafa stýrt sínum
mönnum loks til sigurs.
Miðvikudagur 19. ágúst 2020 // 31. tbl. // 41. árg.
vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM Í 40 ár // 25