Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.08.2020, Blaðsíða 80

Víkurfréttir - 19.08.2020, Blaðsíða 80
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga frá kl. 09:00 til 17:00 facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir S t æ r s t a f r é t t a - o g a u g l ý s i n g a b l a ð i ð á S u ð u r n e s j u m Mundi Ég sit hér og söngla Covid-veirublús Covid-blús Mikið rosalega vona ég að við þurfum ekki að venjast því til langframa að lifa eftir Covid-reglum. Ég veit ég tala fyrir munn margra þegar ég játa að lífið var bara miklu skemmtilegra fyrir Covid og einföldu, litlu mig langar bara í þannig líf aftur. Við höfum öll gert okkar besta og tekið þessum nýja veruleika af al- vöru og mikilli þolinmæði. Við höfum breytt okkar venjum, hegðun og lífs- máta, ferðast innanhúss, innanbæjar eða innanlands, allt eftir fyrirmælum þríeykisins og verið tiltölulega stillt og prúð. Við vorum saman í þessu – öll saman „heima með Helga“ og stemmningin var bara frekar góð miðað við allt og allt. Þetta var líka átaksverkefni, tímabundinn skellur sem við vorum staðráðin í að taka sameiginlega á kassann. Létum tímann líða í sumar með því að byggja pall og fara hringinn, byrj- uðum að knúsa fólkið okkar aftur og fórum að hlakka til að komast kannski jafnvel eitthvað pínulítið lengra en Stuðlagil með haustinu. Við hjónin vorum til dæmis búin að panta okkur flug til Köben í lok ágúst og vorum á leið í fimmtugsaf- mæli hjá góðum vinum, þegar við pöntuðum leit þetta nú allt saman bara nokkuð vel út. En þá skellur þetta á aftur – „seinni bylgjan“ segja þeir bjartsýnu, „önnur bylgjan“ segja þeir svartsýnu. Mér er eigin- lega sama hvað þessi bylgja er kölluð, þetta er allt jafn hundleið- inlegt. Við afpöntuðum auðvitað flugið og förum ekki neitt. Ég neita því ekki að þrátt fyrir að ég þakki fyrir þau forréttindi að vera hér á Íslandi í þessu ástandi þá er inni- lokunarkenndin sem fylgir því að vera föst á eyju farin að láta aðeins á sér kræla. Vissulega má líta á mína persónulegu innilokunarkennd sem algjört lúxusvandamál, aðrir erfið- leikar sem tengjast veirunni eru að sjálfsögðu mun alvarlegri, hvort sem þeir eru heilsufarslegir eða tengjast efnahagslegri afkomu fólks. Ég reyni yfirleitt að vera frekar jákvæð í þessum pistlum en á að- eins erfitt með það núna. Þetta mun allt saman ganga yfir, við vitum það, en áður en það gerist óttast ég að það verði talsvert um almenn leiðindi. Það sem ég óttast líka mun meira en mína persónulegu innilokunarkennd er það að samstöðuúthald okkar Íslendinga virðist nánast vera að þrotum komið og það núna þegar við þurfum mest á því að halda – haustið er framundan með fullt af erfiðum ákvörðunum sem munu hafa alvarleg áhrif á daglegt líf fjölda fólks. Við finnum það nú þegar að þráðurinn er stuttur, aðalatriði víkja fyrir aukaatriðum og sjálf- skipaðir sérfræðingar spretta upp eins og sveppir á umferðareyjum og vita allt miklu betur en allir sérfræðingar heims. Fréttir af hlutafjárútboði Icelandair, flókið skipulag skólastarfs eða hverjar af- leiðingar hertra aðgerða á landa- mærum geti orðið fyrir ferða- þjónustuna eru langt frá því að verða fréttir vikunnar. Stærsta frétt vikunnar er um hversu hart eigi að taka á því að ráðherra í ríkisstjórninni var of nálægt vin- konum sínum á almannafæri. Mikilvægasta samviskuspurning vikunnar er auðvitað sú hvort þú, kæri lesandi, hafir gerst sekur um að hugsanlega brjóta tveggja metra viðmiðið síðasta hálfa mánuðinn? Þetta verður leiðinlegt, erfitt og langdregið – en það verður skárra, auðveldara og gengur hraðar yfir ef við stöndum saman og tökum þetta á kassann. Þar til annað kemur í ljós er þetta seinni bylgjan og við rústum henni í sameiningu. LO KAO RÐ RAGNHEIÐAR ELÍNAR FIMMTUDAGA KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS Allt það nýjasta frá Suðurnesjum í hverri viku! Ný þáttaröð hefur göngu sína á Hringbraut fimmtudaginn 20. ágúst kl. 20:30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.