Víkurfréttir - 19.08.2020, Blaðsíða 29
Íslandsmót unglinga í holukeppni
haldið á Hólmsvelli í Leiru
Um síðustu helgi fór fram Íslandsmót unglinga
í holukeppni hjá Golfklúbbur Suðurnesja.
Mótið þótti heppnast vel á flottri Leirunni og
mátti sjá mörg mögnuð tilþrif hjá þessum ungu
og efnilegu kylfingum.
Guðmundur Freyr Sigurðsson úr GS sem
keppti í flokki 19–21 ára féll úr keppni í sextán
manna úrslitum og Logi Sigurðsson, einnig úr
GS, rétt missti af niðurskurðinum í riðlakeppni
flokks 17–18 ára.
Fjóla Margrét Viðarsdóttir, kylfingur úr GS,
stóð sig best heimamanna á mótinu og endaði í
öðru sæti í sínum flokki (14–15 ára) eftir úrslita-
viðureign gegn Perlu Sól Sigurbrandsdóttur úr
Golfklúbbi Reykjavíkur.
Frá verðlaunaathöfn í flokki 14–15 ára stúlkna.
Fjóla Margrét Viðarsdóttir með silfurverðlaunin er lengst til hægri.
Störf í boði
hjá Reykjanesbæ
Háaleitisskóli – Kennari
Háaleitisskóli – Starfsmaður skóla
Velferðarþjónusta – Liðveisla
Reykjanesbær – Almenn umsókn
Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum
vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru
jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf.
Hægt er að leggja inn almenna umsókn
á sama stað. Þeim er komið til stofnana
sem eru í leit að starfsfólki. Almennar
umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.
Viðburðir
í Reykjanesbæ
Galdraívaf í sumarlestri bókasafnsins
Í Bókasafni Reykjanesbæjar er sumarlesturinn í
fullum gangi. Í tilefni 40 ára afmælis Harry Potter
þann 31. júlí 2020 munum við vera með galdraspil
og sýningu á galdraveröld í Átthagastofu safnsins.
Spilaspjaldið er hægt að nálgast í afgreiðslu safnsins
og á rafrænu formi á heimasíðu safnsins.
Lesturinn er skráður á þátttökuseðil sem hægt er að
skila á safninu, eða á heimasíðu safnsins. Dreginn
verður út lestrarvinningur úr pottinum í hverri viku í
allt sumar.
Allir geta verið með og sótt sér lestrarbingó,
lestrarleiki og lestrarspil með galdraþema.
vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM Í 40 ár // 29
Miðvikudagur 19. ágúst 2020 // 31. tbl. // 41. árg.