Víkurfréttir - 19.08.2020, Blaðsíða 24
Stórsigur Keflvíkinga á Víkingi Ólafsvík
Skoruðu sex mörk gegn lærisveinum Guðjóns Þórðarsonar
Keflvíkingar héldu sigurgöngu sinni áfram þegar
þeir tóku á móti Víkingi Ólafsvík í Lengjudeild karla.
Leikurinn var alger einstefna að marki gestanna.
Keflvíkingar byrjuðu þó rólega en á
12. mínútu skoraði Ari Steinn Guð-
mundsson frábært mark eftir send-
ingu frá Davíð Snæ Jóhannssyni.
Eftir markið var ekki aftur snúið
og á 22. mínútu bætti ástralska
markamaskínan Joey Gibbs við
öðru marki. Aðeins þremur mín-
útum síðar skoraði Kian Williams
þriðja mark Keflvíkinga og staðan
3:0 í hálfleik.
Í seinni hálfleik héldu heima-
menn áfram að þjarma að gest-
unum, Gibbs skoraði sitt annað
mark á 57. mínútu og var skipt út
af skömmu síðar en hann hafði
fengið að líta gult spjald í fyrri hálf-
leik.
Kian Williams skoraði einnig tvö
í leiknum, það seinna á 68. mínútu,
og kom Keflavík í 5:0.
Undir lok leiks fengu Keflvík-
ingar dæmda vítaspyrnu þegar
brotið var á Birni Boga Guðna-
syni sem var við það að komast í
gegn, Davíð Snær Jóhannsson fór
á punktinn og skoraði sjötta og
síðasta mark Keflvíkinga.
Þegar komið var í uppbótartíma
náðu Víkingar að skora eitt mark
(90'+2) og lokatölur 7:1 stórsigur
heimamanna.
Miklir yfirburðir
Það var eiginlega bara eitt lið á
Nettóvellinum á miðvikudags-
kvöld. Yfirburðir Keflvíkinga voru
miklir og eins og Ármann Örn
Guðbjörnsson, sem lýsti leiknum
á Fótbolti.net, komst svo skemmti-
lega að orði þegar hann skrifaði: „Í
hvert einasta skipti sem Víkingar
vinna boltann þá þarf ekki nema
að telja upp í fimm þá eru þeir
búnir að gefa boltann frá sér...“
þá er það lýsandi fyrir muninn á
gæðum liðanna í kvöld.
Joey Gibbs heldur áfram að skora
fyrir Keflavík og það eru ánægju-
legar fréttir fyrir liðið að hann
hefur framlengt samningi sínum
við félagið út árið 2023.
Keflvíkingar eru nú einir efstir
í Lengjudeildinni en Leiknir
Reykjavík, sem var jafnt Keflavík
að stigum, tapaði fyrir Vestra í
kvöld. ÍBV er einu stigi á eftir
Keflavík en ÍBV vann Aftureldingu
í Eyjum.
Hilmar Bragi, ljósmyndari Vík-
urfrétta, var á leiknum eins og
sjá má á meðfylgjandi myndum.
Davíð Snær Jóhannsson skoraði úr víti í blálokin.
Joey Gibbs er óstöðvandi og bætti tveimur mörkum í sarpinn í leiknum
gegn Víkingi. Hann er nú markahæstur í Lengjudeildinni með þrettán mörk.
Gibbs er nýbúinn að framlengja samningi sínum við Keflavík út árið 2023.
24 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM Í 40 ár
Miðvikudagur 19. ágúst 2020 // 31. tbl. // 41. árg.