Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.08.2020, Qupperneq 24

Víkurfréttir - 19.08.2020, Qupperneq 24
Stórsigur Keflvíkinga á Víkingi Ólafsvík Skoruðu sex mörk gegn lærisveinum Guðjóns Þórðarsonar Keflvíkingar héldu sigurgöngu sinni áfram þegar þeir tóku á móti Víkingi Ólafsvík í Lengjudeild karla. Leikurinn var alger einstefna að marki gestanna. Keflvíkingar byrjuðu þó rólega en á 12. mínútu skoraði Ari Steinn Guð- mundsson frábært mark eftir send- ingu frá Davíð Snæ Jóhannssyni. Eftir markið var ekki aftur snúið og á 22. mínútu bætti ástralska markamaskínan Joey Gibbs við öðru marki. Aðeins þremur mín- útum síðar skoraði Kian Williams þriðja mark Keflvíkinga og staðan 3:0 í hálfleik. Í seinni hálfleik héldu heima- menn áfram að þjarma að gest- unum, Gibbs skoraði sitt annað mark á 57. mínútu og var skipt út af skömmu síðar en hann hafði fengið að líta gult spjald í fyrri hálf- leik. Kian Williams skoraði einnig tvö í leiknum, það seinna á 68. mínútu, og kom Keflavík í 5:0. Undir lok leiks fengu Keflvík- ingar dæmda vítaspyrnu þegar brotið var á Birni Boga Guðna- syni sem var við það að komast í gegn, Davíð Snær Jóhannsson fór á punktinn og skoraði sjötta og síðasta mark Keflvíkinga. Þegar komið var í uppbótartíma náðu Víkingar að skora eitt mark (90'+2) og lokatölur 7:1 stórsigur heimamanna. Miklir yfirburðir Það var eiginlega bara eitt lið á Nettóvellinum á miðvikudags- kvöld. Yfirburðir Keflvíkinga voru miklir og eins og Ármann Örn Guðbjörnsson, sem lýsti leiknum á Fótbolti.net, komst svo skemmti- lega að orði þegar hann skrifaði: „Í hvert einasta skipti sem Víkingar vinna boltann þá þarf ekki nema að telja upp í fimm þá eru þeir búnir að gefa boltann frá sér...“ þá er það lýsandi fyrir muninn á gæðum liðanna í kvöld. Joey Gibbs heldur áfram að skora fyrir Keflavík og það eru ánægju- legar fréttir fyrir liðið að hann hefur framlengt samningi sínum við félagið út árið 2023. Keflvíkingar eru nú einir efstir í Lengjudeildinni en Leiknir Reykjavík, sem var jafnt Keflavík að stigum, tapaði fyrir Vestra í kvöld. ÍBV er einu stigi á eftir Keflavík en ÍBV vann Aftureldingu í Eyjum. Hilmar Bragi, ljósmyndari Vík- urfrétta, var á leiknum eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Davíð Snær Jóhannsson skoraði úr víti í blálokin. Joey Gibbs er óstöðvandi og bætti tveimur mörkum í sarpinn í leiknum gegn Víkingi. Hann er nú markahæstur í Lengjudeildinni með þrettán mörk. Gibbs er nýbúinn að framlengja samningi sínum við Keflavík út árið 2023. 24 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM Í 40 ár Miðvikudagur 19. ágúst 2020 // 31. tbl. // 41. árg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.