Víkurfréttir - 19.08.2020, Blaðsíða 38
kvikmyndar sem Baltasar Kor-
mákur hugðist taka þar en hætt
hefur verið við þau áform. Víkinga-
þorpið stendur enn þó það sé farið
að láta á sjá. Gaman að koma þarna
og núna er rekin þarna ferðaþjón-
usta, tjaldstæði, hægt að fá veit-
ingar og einnig leigja þau út her-
bergi, sem eru ljómandi hugguleg.
Svæðið er í einkaeign. Hingað niðr-
eftir hafði ég aldrei komið.
Djúpivogur er fallegt lifandi sjáv-
arpláss og þar er líka menningunni
gert hátt undir höfði. Ýmiss söfn
eru þar og margar fallegar, gamlar
byggingar, minjasafn, kaffi og veit-
ingahús. Skólahald hefur verið þar
síðan 1888. Þekktasta listaverkið
er Eggin í Gleðivík í Djúpavogi.
Þetta listaverk var afhjúpað 2009
og er eftir listamanninn Sigurð
Guðmundsson. Listaverkið sam-
anstendur af 34 eggjum. Eitt egg
er áberandi stærst en það er egg
lómsins. Mjög fallegt listaverk og
alltaf jafn gaman að líta á eggin.
Þegar við vorum á leiðinni
norður datt okkur í hug að fara
út af þjóðveginum og fara niður
í Sænautarsel, sem var byggt á
Jökuldalsheiði 1843 en þarna
var búið síðast 1943, ferðafélagi
minn Ólafur hafði aldrei komið
þarna, svo það var kominn tími
til. Við fengum okkur súkkulaði
og lummur í baðstofunni í gamla
húsinu, bragðaðist mjög vel og
skoðuðum svo húsakynnin.
Svo datt okkur í hug að halda
áfram að hverfa aftur í tímann og
keyrðum gamla þjóðveginn um
Möðrudalsöræfi og Jökuldalsheiði
um 60 km. á grófum malarvegi og
komum að Möðrudal, eða eins og
þetta er kallað í dag, Fjalladýrð,
fengum okkur þar kaffi og kleinur,
eftir hristinginn á malarveginum. Í
Möðrudal er orðin heilmikil ferða-
þjónusta.
Stefán Jónsson, listmálari og lífs-
kúnster, var frá Möðrudal en hann
málaði fjallið Herðubreið, drottn-
ingu íslenskra fjalla, mikið, svo og
hestamyndir. Fjallið Herðubreið er
formfagurt og tignarlegt í Ódáða-
Seyðisfjörður hefur yfir sér skemmtilegan
og ævintýralegann blæ frá liðnum árum
og við skruppum þangað því það er langt
síðan við Óli höfum heimsótt fjörðinn.
Steinagarðurinn í Höfn í Hornafirði.
Á Stokksnesi.
38 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM Í 40 ár
Miðvikudagur 19. ágúst 2020 // 31. tbl. // 41. árg.