Víkurfréttir - 19.08.2020, Blaðsíða 34
verið að þjálfa og við viljum
breikka þann hóp og styrkja,
gera það eftirsóknarvert að
kenna. Við höfum verið að
hvetja þau til að gera eitthvað
saman fyrir utan æfingar, eiga
góða stund saman og styðja við
bakið hvert á öðru.“
– Hvað eru margir iðkendur hjá
ykkur?
„Við erum nýbúin að taka nýtt
skráningarkerfi í notkun,“ segir
Guðmundur. „Núna erum við
með um áttatíu virka iðkendur,
það er fyrir utan pólska hópinn
sem telur í kringum fjörutíu
krakka. Þetta eru um 120 iðk-
endur í það heila og það hefur
orðið mikil aukning í iðkendafjöld
sem eru tuttugu ára og eldri. Svo
hefur komið til tals að vera með
æfingar fyrir eldri júdókappa, þeir
eru fjölmargir hérna í bænum
sem æfðu í gamla daga og vilja
koma til að taka rólegar æfingar
einu sinni í viku – án þess að slasa
hvern annan,“ segir Guðmundur
og hlær. „Það getur hver sem er
komið á æfingar hjá okkur, aldur
og líkamlegt ásigkomulag skiptir
ekki máli. Hér er lögð áhersla á að
allir geti æft miðað við sína getu.
Þeir sem eru lengra komnir eru
ekki að taka á nýliðum, þeir leyfa
þeim að kasta sér og læra af þeim.
Um það snýst júdó, brasilískt Jiu-
Jitsu og glíma, að allir geti verið
með.“
„Ég held að það að taka brasil-
ískt Jiu-Jitsu inn í deildina hafi
haft þessi áhrif, júdókappar eiga
það til að vera vera uppfullir af
egói. Núna er egóið skilið eftir
fyrir utan salinn,“ segir Eydís.
„Það er önnur menning inn á vell-
inum hjá okkur en hjá flestum
öðrum júdófélögum.
Menningin í íslensku glím-
unni hefur einnig breytt anda
deildarinnar en þar er, eins og í
brasilísku Jiu-Jitsu, meiri áhersla
lögð á að búa til jákvæða upp-
lifun, gefa iðkendum það rými
sem þeir þurfa til að þrífast, bæta
sig og njóta þess að að vera – og
síðast en ekki síst að kynnast og
njóta samveru við glímumenn
hvaðanæva að úr heiminum.“
„Það hefur áhrif á gráðanir hjá
iðkendunum mínum, ég gráða þá
ekki upp fyrr en þeir eru farnir
að geta ráðið við egóið sitt,“ segir
Guðmundur. „Egó og keppnisskap
er af hinu góða en þú verður að
geta stjórnað því.“
Þeir sem vilja kynnast júdó
betur geta sent fyrirspurnir á
judo@umfn.is eða mætt á æfingu.
Það hefur áhrif
á gráðanir hjá
iðkendunum
mínum, ég gráða
þá ekki upp fyrr
en þeir eru farnir
að geta ráðið
við egóið sitt ...
Þegar búið er að leggja
hart að sér við æfingar er
gráðun mikil ánægjustund
– og allir samgleðjast.
Störf í boði
Félagsmiðstöðin Þruman auglýsir eftir starfsfólki í tímavinnu í vetur,
frá 1. september 2020 til 30. apríl 2021. Um er að ræða vaktir seinni
hluta dags og/eða á kvöldin einu sinni til tvisvar í viku og á einstaka
viðburði Þrumunnar og Samsuð/Samfés yfir veturinn.
Umsækjendur þurfa að ...
... vera tvítugir að aldri á starfsárinu (fæddir 2001)
... vera góðar fyrirmyndir
... hafa öflugt hugmyndaflug varðandi tómstundastarf ungmenna
... sýna frumkvæði
... sjá lausnir í stað vandamála og vera tilbúnir að
vinna hin ýmsu verkefni með unglingunum
... hafa hreint sakavottorð
Félagsmiðstöðin Þruman er vímulaus vinnustaður. Umsókn ásamt ferilskrá og kynningarbréfi
skal berast eigi síðar en 24. ágúst 2020 á netfangið elinborg@grindavik.is.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttafélags
og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Umsækjandi þarf að geta hafið störf 1. september 2020. Nánari upplýsingar
um störfin veitir Elínborg Ingvarsdóttir elinborg@grindavik.is.
Einstaklingar eru hvattir til að sækja um óháð kyni.
34 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM Í 40 ár
Miðvikudagur 19. ágúst 2020 // 31. tbl. // 41. árg.