Víkurfréttir - 19.08.2020, Blaðsíða 50
Aldrei fleiri nemendur í Háskólabrú
Þriðja útskrift Keilis á árinu
Samtals brautskráðust 42 nemendur frá Keili við hátíðlega athöfn föstudaginn 14. ágúst síðast-
liðinn. Jóhann Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Keilis, flutti ávarp og stýrði athöfninni en
vegna aðgangstakmarkanna var athöfnin send út í beinu streymi. Hægt er að nálgast upptöku
af útskriftinni á heimasíðu og Facebook-síðu Keilis.
Keilir brautskráði 21 nemanda af Verk- og raun-
vísindadeild Háskólabrúar. Með útskriftinni
hafa alls 186 nemendur lokið Háskólabrú á
þessu ári og samtals yfir 2.000 nemendur frá
fyrstu brautskráningu Háskólabrúar Keilis árið
2008. Skólasetning Háskólabrúar fór fram fyrr
í vikunni og er heildarfjöldi nemenda í frum-
greinanámi í Keili nú um 300 talsins og hafa
aldrei verið fleiri. Er þetta fjórða árið í röð þar
sem metfjöldi umsókna berst í Háskólabrú
Keilis.
Berglind Kristjánsdóttir, forstöðumaður Há-
skólabrúar, flutti ávarp auk þess sem Kristófer
Aron Garcia flutti ræðu útskriftarnema. Dúx
var Pétur Arnar Úlfarsson með 9,74 í meðal-
einkunn sem er hæsta meðaleinkunn í sögu Há-
skólabrúar Keilis. Fékk hann gjöf frá HS orku
sem viðurkenningu fyrir góðan námsárangur.
Keilir hefur boðið upp á aðfaranám til há-
skóla frá árinu 2007 og hafa á þeim tíma átt
sér stað miklar framfarir í kennsluháttum sam-
hliða breyttum þörfum og kröfum nemenda. Nú
geta nemendur því valið að sækja Háskólabrú í
staðnámi eða fjarnámi, bæði með og án vinnu.
Boðið er upp á Háskólabrú í samstarfi við Há-
skóla Íslands og gildir námið til inntöku í allar
deildir háskólans. Keilir hefur markað sér sér-
stöðu í að veita einstaklingsmiðaða þjónustu
og stuðning við nemendur. Kennsluhættir miða
við þarfir fullorðinna nemenda, miklar kröfur
eru gerðar um sjálfstæði í vinnubrögðum og eru
raunhæf verkefni lögð fyrir. Kannanir í Háskóla
Íslands á gengi nýnema hafa sýnt að nemendur
sem koma úr Háskólabrú Keilis eru meðal
þeirra efstu yfir þá sem telja sig vel undirbúna
fyrir háskólanám.
Hæsta meðaleinkunn í sögu
einkaþjálfaranáms Keilis
21 nemandi brautskráðist sem ÍAK einkaþjálfari
frá Íþróttaakademíu Keilis og með útskriftinni
hafa samtals 668 einstaklingar lokið einkaþjálf-
aranámi frá skólanum.
Arnar Hafsteinsson, forstöðumaður Íþrótta-
akademíu Keilis, flutti ávarp. Wiktoria Marika
Borowska fékk viðurkenningu fyrir góðan
námsárangur með 9,83 í meðaleinkunn sem er
hæsta meðaleinkunn í sögu námsins. Hún fékk
nuddbyssu frá Hreysti sem viðurkenningu fyrir
góðan námsárangur. Magnús Jónsson Núpan
flutti ræðu útskriftarnemenda fyrir hönd
Íþróttaakademíu Keilis.
ÍAK einkaþjálfaranám Keilis er eina einkaþjálf-
aranám á Íslandi sem er viðurkennt af mennta-
málaráðuneytinu sem starfsnám á þriðja hæfni-
þrepi og gæðavottað af Europe Active á fjórða
þrepi samkvæmt reglum Evrópusambandsins
(Level 4 Personal Trainer stofnunarinnar). Vott-
unin er gæðastimpill á því námi sem skólinn hefur
boðið upp á undanfarin ár.
FIMMTUDAGA KL. 20:30
HRINGBRAUT OG VF.IS
Allt það nýjasta frá Suðurnesjum
í hverri viku!
Ný þáttaröð hefur göngu
sína á Hringbraut
fimmtudaginn 20. ágúst kl. 20:30
50 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM Í 40 ár
Miðvikudagur 19. ágúst 2020 // 31. tbl. // 41. árg.